Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 47

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 47
flestir leikmenn eru annað hvort í námi eða í vinnu. Sjálfur stundaði ég framhaldsnám í markaðsfræði og vann 60% vinnu en með því skilyrði að fá frí þegar mér hentaði. Þannig var þessu háttað bæði hjá Hameln og Gummersbach. Sá skilningur, sem almenningur leggur á atvinnu- mennsku, er þvíekki til staðar í hand- boltanum í Þýskalandi. Á Spáni aftur á móti er litið á leikmenn sem at- vinnumenn og ekki ætlast til þess að þeir vinni með handknattleiksiðkun- inni. Hjá Teka t.d. er handknattleiks- liðið aðeins ein deild innan Teka fyrirtækisins og þar eru 20 menn á launaskrá. Síðan er liðið bara rekið sem hluti af fyrirtækinu. Helsti mun- urinn á æfingum hér heima og úti er sá að úti er æft oftar en þar er í raun mun minna gert á hverri æfingu. Lengri tími fer í upphitun og teygjur en heima er meiri keyrsla og æfing- arnar nýttar betur." — Fannst þér erfitt að fóta þig í atvinnumennskunni í upphafi? „Það voru ekki svo mikil viðbrigði að fara úr 1. deild hér heima í 2. deildar lið í Þýskalandi. Aftur á móti er mikill munur á liðum í þýsku Bundesligunni og liðum í 1. deild á íslandi. Bestu liðin hér heima geta hugsanlega spreytt sig í þeirri deild en þau yrðu í neðri hluta deildarinn- ar. Valsliðið, eins og það lék á síðasta keppnistímabili, hefði þó getað gert góða hluti í Bundesligunni. Þar eru útileikir alvöru útileikir ogsú staða er einnig að koma upp hér heima því æ fleiri lið eru að koma sér upp sterkum heimavöllum. Islenskur handknattleikur hefur tekið miklum framförum á undan- förnum árum og er það vegna áhrifa frá Bogdan. Áður en hann kom til íslands æfðu liðin þrisvar sinnum í viku og gátu því aðeins átt góða leiki annað slagið en ekki haldið út heilt mót. Við höfum lært töluvert af öðr- um þjóðum og er það jákvætt. Þjálf- arar í 1. deild á íslandi eru mjög fram- bærilegir að mínum dómi og hafa viðað að sér þekkingu héðan og það- an. íslenskur handknattleikur er því sambland af bolta frá austantjalds- löndunum, Þýskalandi og Svíþjóð." — Er mikill munur á félagsandan- um í Þýskalandi og á Spáni? „Spánverjarnir líta ekki eins stórt á sig og Þjóðverjarnir. Tíminn í Þýska- landi var samt einstaklega skemmti- legur. Félögin þar eru byggð upp á svipaðan hátt og félögin hér heima. Ég helcl enn mjög góðu sambandi við nokkra góða vini í Þýskalandi frá því ég lék með Gummersbach. Hjá Teka höfum við leikmennirnir reynt að byggja upp félagsanda í liðinu en fé- lagið sjálft gerir lítið til þess að stuðla að því." — Þú hefur átt frekar jafna leiki í gegnum tíðina hvar sem þú hefur leikið. En myndir þú vilja fá að leika einhvern sérstakan leik aftur? „Það kemst víst enginn hjá því að eiga slaka leiki og þeim reyni ég að gleyma sem fyrst. Aftur á móti tel ég mig hafa átt tvö slæm tímabil í hand- boltanum oe hið fyrra var tímabilið „Það má kannski þakka Sigurði Sveinssyni fyrir það að ég hélt haus" Hitt tímabilið var fyrir Ólympíu- leikana 1988 en þá var ég hættur hjá Gummersbach. Það tók töluvert á taugarnar að ná sér ekki á strik með landsliðinu og einnig vegna þess að Bogdan var gagnrýndur fyrir það að hafa jafn frábæran leikmann, og Sig- urður Sveinsson er, á bekknum. Það má kannski þakka Sigurði Sveinssyni fyrir það að ég hélt haus því hann hvatti migósparttil dáða þegar flestir vildu fá hann í liðið. Einnig fékk ég mikinn stuðning frá Bogdan og öðr- um leikmönnum. Ástæða þessa slæma tímabils var hugsanlega leiði og þreyta því það hafði verið æft gíf- urlega stíft um sumarið. Álagið var mikiðogvaralltlagtísölurnartilþess að vera á toppnum í Seoul. Það er kannski engin ástæða til þess að rekja raunasöguna frá Seoul en þar áttum við tvo slaka leiki að mínu mati. Spennan þar var þrúgandi og orsakir hennar voru margar. Ég vil síður fara út í þá sálma því nóg hefur verið um þá rætt. Það, sem okkur leikmönnunum gramdist mest að loknum Ólympíu- leikunum í Seoul, voru dómharðar og ósanngjarnar fyrirsagnir í dag- blöðunum. Við vorum sakaðir um aumingjaskap og áhugaleysi en slík- ar fullyrðingar þjóna engum tilgangi að mínu mati. Gagnrýnin var þó yfir- höfuð sanngjörn því við lékum ekki nógu vel en misnotkunin á Ijótum

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.