Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 49

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 49
mennska ríkir á íslandi er þetta sam- komulagmilli félagannagjörsamlega út í hött. Félög mega ekki slá eignar- rétti sínum á leikmenn svo framar- lega sem þeir fá engar greiðslur frá sínum félögum. Mér finnst það oft gleymast í umræðunni um þessi mál hvað leikmaðurinn er búinn að gera fyrir félagið. Stjórnarmenn segja alltaf; Hvað erum við ekki búnir að gera fyrir ykkur? Stjórn íþróttafélaga á að vinna fyrir félagið og leikmenn en leikmenn ekki fyrir stjórnarmenn. Mér finnst mjög eðlilegt að félögin reyni að fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar leikmenn fara erlendis en það má ekki ganga út í öfgar. Það þýðir ekki að reyna að reka handknattleiks- deild með þvíað selja leikmenn. Mér finnst það t.d. mjög ósanngjarnt af HSÍ að krefjast þess af öllum þeim sem fara erlendis, að þeir skuldbindi sig til þess að leika með landsliðinu þegar HSÍ hentar. HSÍ semur orðið beint við erlend félög um þetta. Þeir eru í raun að skylda alla leikmenn sem fara erlendis að leika með lands- liðinu hvort sem þeir hafa áhuga á því eða ekki. Menn verða að fá að ráða þessu sjálfir." „Menn hafa hreinlega neitað að fara út á völl í seinni hálfleik eftir hörkulegt tiltal frá Bogdan" — Hefurðu verið sáttur við þróun- ina í landsliðsmálunum frá því þú varst fyrst valinn í landsliðið? „Ég er mjög sáttur við þann tíma sem landsliðinu ergefinn. Menn hafa haft mikinn áhuga á að vera með landsliðinu því það hefur verið að ná góðum árangri í gegnum tíðina. Landsliðsmálin hafa verið í góðum höndum og menn hafa fórnað ýmsu til þess að geta tekið þátt í undirbún- ingi landsliðsins. Þeir, sem spiluðu til að mynda í Þýskalandi fyrir Ólymp- íuleikana í Seoul, skiptu allir um fé- lög til þess að geta tekið þátt í loka- undirbúningnum. Það má alltaf deila um það hvort landsliðið leiki of marga eða offáa leiki fyrirstórmóten að mínu mati var álagið fyrir Ólymp- íuleikanafull mikið af hinu góða. Það Kristján steig á svið þegar Gummersbach varð vestur-þýskur meistari og kyrjaði íslenska söngva fyrir leikmenn og aðstandendur liðsins. skilaði sér þó að mfnu mati í Frakk- landi." — Hvernig upplifðir þú sigurinn í Frakklandi? „Það var alveg meiriháttar tilfinn- ing að hlaupa tii leiks gegn Póllandi því stemningin í höllinni var raf- mögnuð. Við vorum staðráðnir í því að njóta þess að spila handbolta og veltum okkur lítið upp úr því hvort sigur ynnist eða ekki. Við fréttum af íslendingum, sem streymdu til París- ar, og það var okkur gífurleg hvatn- ing. Leikgleðin var í fyrirrúmi og þegar sigurinn var í höfn ætlaði ég ekki að trúa því. Það verður að viður- kennastað gamla gæsahúðin tókyfir- höndina þegar við stóðum uppi sem sigurvegarar." — Varstu sáttur við endurráðningu Bogdans eftir B-keppnina? „Já, ég var það en ráðningin kom mér samt á óvart. Ég bjóst við því að Tiedemann yrði þjálfari. Núna get ég ekki sagt annað en að Bogdan hafi verið besti kosturinn." — Hvern hefðir þú viljað fá sem landsliðsþjálfara ef Bogdan hefði ekki komið til greina? „Ég hefði kosið þann þjálfara sem gerði Júgóslava að heimsmeisturum árið 1986. Þó þarf sá þjálfari ekki endilega að hafa verið rétti maðurinn fyrir ísland." — Hefur þú lent upp á kant við Bogdan? „Nei, ekki verulega en þó höfum við oft rifist á æfingum, í leikhléi og eftir leiki. Stundum hef ég hreinlega orðið brjálaður út íhann því mér hef- ur fundist hann oft ganga of langt í svívirðingum. Það hefur sem betur fer alltaf bráð af. Hann er alltaf upp á móti einhverjum leikmönnum og flestir okkar hafa einhvern tíma hótað að hætta þegar ástandið hefur verið sem verst. Égheldaðfólkgeri sérekki grein fyrir því hve heitar umræður Kristján í leik með Teka á Spáni. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.