Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 50

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 50
hafa verið um Bogdan. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að menn hafa hreinlega neitað aðfara út á völlinn eftir hörkulegt tiltal Bogd- ans í leikhléinu. Sem betur fer hefur tekist að tala þá menn til. Það er því margt sem gerist á bak við tjöldin." — Ertu sáttur við Jón Hjaltalín sem formann HSÍ? „Jón hefur gert kraftaverk á mörg- um sviðum og er það hluti af árangri landsliðsins. Hann er hugmyndarík- ur og ákveðinn en stundum þarf að bremsa hann af." — Hvernig leggst heimsmeistara- keppnin í Tékkóslóvakíu í þig? „Eg er hóflega bjartsýnn fyrir heimsmeistarakeppnina í febrúar því mér finnst undirbúningur hafa verið í lágmarki og þeir landsliðsmenn, sem leika á Spáni, geta því miður ekki tekið mikinn þátt í honum." Aðspurður rifjar Kristján upp stærstu stundirnar á keppnisferlinum og kemur heimsmeistarakeppnin í Sviss 1986 þá fyrst upp í huga hans. „Sjötta sætið í Sviss er ofarlega í huga mér. Sérstaklega vegna þess að ég lék mjög vel í þeirri keppni. Fyrsti ís- landsmeistaratitillinn með meistara- flokki FH er eftirminnilegur og sömu- leiðis sigur Gummersbach í Vestur- Þýskalandi. Og stóra stundin í Frakk- landi verður alltaf ofarlega á blaði." Kristján hafnaði í 3. sæti í kjöri íþróttamanns ársins á íslandi í kjölfar heimsmeistarakeppninnar í Sviss ár- ið 1986 og var hann inntur eftir því hvort honum hafi fundist að hann hefði einhvern tímann átt skilið að hreppa titilinn? „Ég hef aldrei verið svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn, en að mínu mati komst ég næst þvíeftirHM íSviss 1986. Þaðár voru mörg glæst afrek unnin á ýms- um sviðum og varð Eðvarð Þór sund- maður fyrir valinu." Eins og öllum er kunnugt er Krist- ján að hefja sitt annað keppnistíma- bil með Teka á Spáni. í liðinu eru fimm spænskir landsliðsmenn auk Kristjáns og Mats Olsens markvarðar sem erfrá Svíþjóð. „Handboltinn er á gífurlegri uppleið á Spáni og fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Á Spáni eru 5 dagblöð sem skrifa ein- göngu um íþróttir, og þau eru mjög gagnrýnin. Ég finn lítið fyrir því að vera útlendingur en hugsanlega fæ ég að kenna á því ef mér gengur illa. Yfirhöfuð hefégfengiðjákvæða um- fjöllun. Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir komandi tímabil og við stefnum vitaskuld á titil." — Hverniggengurlífiðfyrirsighjá ykkur á Spáni? „Við förum á fætur um áttaleytið, fáum okkur góðan morgunmat og síðan dríf ég mig á æfingu sem stend- ur yfir frá klukkan 10:00-12:00. Seinni æfingin byrjar oftast klukkan 19:00 en á milli æfinga fer ég oftast í 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.