Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 53
Kristján ásamt félögum sínum í
Gummersbach eftir að titillinn var í
höfn.
alltaf á íslandi. Þá kemurenginn ann-
arstaðuren Hafnarfjörðurtil greina."
— Finnst þér gaman að vera þú?
„Já, það verður að segjast eins og
er. Þegar ég lít í kringum mig og sé
hversu margir eiga erfitt tel ég mig
vera lukkunnar pamfíl. Eg hef mikla
þörf fyrir að láta eitthvað gott af mér
leiða í framtíðinni og eru góðgerðar-
leikir þar inni í myndinni. Eg reyni oft
að setja mig í spor annarra og þá
kemst ég að því hversu áhyggjulausu
lífi ég lifi. Hver eru mín vandamál
samanborið við vandamál annarra?
Engin. Þegar ég slasaðist í vetur i
leiknum með Teka, þá fyrst gerði ég
mér grein fyrir því hve stutt er á milli
lífsogdauða. Ég varheppinn þvíslíkt
höfuðhögg hefði getað dregið dilk á
eftir sér."
— Hvað gerir þig hamingjusam-
an?
„Það er svo ákaflega margt sem
gerir mig hamingjusaman og ánægð-
an. Góðir tímar með Þorgerði, fjöl-
skyldusamkomur á Klettahrauninu
og auðvitað skapa glæstir sigrar
sæluástand."
Þorgerður og Kristján hafa verið
gift í tvö ár en þau hittust fyrst á
skemmtistaðnum Óðali á þjóðhátíð-
ardaginn. „Við sáumst annað slagiðá
böllum og lagði ég inn mikilvæga
punkta," segir Kristján og hlær. „Síð-
an þróaðist þetta smám saman en
ætli ég hafi ekki átt frumkvæðið að
frekara sambandi."
Kristján á sér mörg önnur áhuga-
mál fyrir utan handboltann enda hef-
ur honum verið margt til lista lagt í
gegnum tíðina. Því hefur verið fleygt
að hann sé nokkuð lipur íveggtennis,
golfi, badminton og tennis. „Ég get
ekki sagt að ég sé lipur í þessum
greinum en ég hef gaman af öllum
boltagreinum. Golfið er ágæt til-
breyting frá hasarnum f handboltan-
um og ég spila stundum með Sigga
Sveins., Palla Ólafs., föður mínum og
mági. Annars er búið að smita mig af
hestamennsku því faðir Þorgerðar er
á kafi í hrossunum. Sjálf eigum við
hjónin tvo reiðhesta og þrjú folöld. í
sumar riðum við ásamt fleirum, sem
kalla sig „Útlaga" um óbyggðir
landsins í viku og var það einstök
upplifun."
— Þorgils Óttar, félagi þinn, segist
alltaf tapa fyrir þér í veggtennis og
badminton. Er það rétt?
„Það er alveg á hreinu að Þorgils á
að halda sig við handboltann." Þetta
sagði Kristján með bros á vör og bætti
við: „Ég segi ekki orð um það meira."
Samvinna Kristjáns og Þorgils Ótt-
ars hefur verið rómuð í gegnum tíð-
ina og er oft hrein unun að upplifa
þann skilning sem augsýnilega virð-
ist ríkjaá milli þeirraá handboltavell-
inum. Skyldu þeir hafa æft sendingar
sín á milli eitthvað sérstaklega eða
þekkja þeir bara svona vel hvor á
annan?
„Samvinna okkar á vellinum hefur
einfaldlega þróastá þessa lund. Hlut-
irnir gerast bara ósjálfrátt því við
þekkjum vel hreyfingar hvors annars.
Oft nægir okkur að líta hvor á annan
og þá vitum við hvað gerist næst."
Kristján segist hafa færst töluvert í
aukana upp á síðkastið hvað eldhús-
störfum viðkemur en pastaréttir eru
hans fag. Um stjórnmál vildi hann
síst ræða því hann vildi sem minnst
blanda sér í afskipti af þeim. „Auðvit-
að hef ég ákveðnar skoðanir á því
ástandi sem ríkir á íslandi. Ég er t.d.
andvígur núverandi ríkisstjórn en
fylgjandi hersetu í landinu. En ég er
ekki flokksbundinn. Mér finnst þau
mál oft sem stjórnmálamennirnir eru
að rffast um oft hjákátleg. Skyldu þeir
ekkert hafa neitt betra að gera við
sinn dýrmæta tíma?
„Það freistar stundum
að fara út í pólitík"
— Gætirðu hugsað þér að fara út í
pólitík?
„Það freistar stundum en ég er
mjög tvístígandi íþeim málum."
Aðspurður um þann stjórnmála-
mann sem Kristján hefur mest dálæti
á í dag nefndi hann Davíð Oddsson.
Kristján segist alls óhræddur við stríð
því hann telur mikið jafnvægi vera á
milli heimsálfanna. En hvernigskyldi
hann sjá sjálfan sig f ellinni?
Kristján hlær, klórar sér í kollinum
en segir svo ígríni: „Ætli ég verði ekki
eldfjörugtgamalmenni, eltandi ungl-
ingsstúlkur út um allartrissur. Nei, ég
vona bara að ég verði við hestaheilsu
og lifi þægilegu lífi. Hingað til hefég
veriðeinstaklega heppinn og kannski
er ég því innst inni hræddur við að
bakslagið komi einhvern tímann."
— Ertu skapmaður?
„Ég er frekar rólegur að eðlisfari en
þegar mér er nóg boðið banka ég
harkalega íborðið. Þaðerum aðgera
að hemja sig en ekki á kostnað
hreinskilninnar. Þó má oft satt kyrrt
Hggja."
Þegar viðtalið var á enda tók ég
eftirarmbandsúrinu sem Kristján bar.
Það var engu líkara en hann hefði
fiskað það upp úr einhverjum leik-
tækjakassa og gefið um það bil tíu
krónurfyrir það. Hann sýndi mér úrið
og sagði að á skífunni væri mynd af
galdrakarlinum íOz. „Égfékkúriðað
gjöf þegar ég var á ferð um Banda-
ríkin. Mig langaði ítyggjókúlu í sjálf-
sala en því miður fékk ég þetta forláta
úr," sagði Kristján brosandi og hristi
plastúrið á handleggnum. Að lokum
spurði ég hann að því hvað hann
hefði dreymt um að verða þegar
hann var lítill strákur. „Flugið heillaði
mig mjög mikið og sérstaklega flug-
mannsbúningurinn. Ég lofaði
mömmu meira að segja því að fljúga
einhvern tímann með hana um loftin
blá. Það loforð verður eflaust ekki
efnt."
53