Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 55
Niðurstöður á vali „Dómara ársins" að mati
fyrirliða 1. deildar liðanna voru þannig:
t. Cuðmundur Haraldsson 33 stig
2. Gylfi Orrason 15 stig
3. Óli Ólsen 8 stig
4. -5. Guðmundur Maríusson 7 stig
4.-5. Eyjólfur Ólafsson 7 stig
6. Sveinn Sveinsson 6 stig
7. -8. Ólafur Lárusson 5 stig
7.-8. Bragi Bergmann 5 stig
9. Ólafur Sveinsson 3 stig
10. Ágúst Guðmundsson 1 stig
(Taka ber fram að 19 dómarar dæmdu leiki í 1. deildinni sl. sumar.)
Gylfi Orrason kemur vel út úr könn-
uninni þrátt fyrir að vera nýliði sem
dómari í 1. deild. Hann nýtur virð-
ingar meðal leikmanna og mættu
margir reyndari dómarar taka hann
sér til fyrirmyndar.
Fyrirfram ákveðin skipting leikja
milli dómaranna var eftirfarandi:
Milliríkjadómurunum fjórum, þeim
Eyjólfi Ólafssyni, Guðmundi Har-
aldssyni, Sveini Sveinssyni og Óla
Ólsen, var úthlutað sex leikjum
hverjum. Nýliðunum, þeim Gylfa
Orrasyni, Gunnari Ingvasyni og
Ágúst Guðmundssyni, var úthlutað
fjórum leikjum hverjum og þeim
dómurum sem ekki voru skráðir
milliríkjadómarar eða voru ekki að
byrja var úthlutað fimm leikjum
hverjum.
„Dómari ársins", Guðmundur
Haraldsson, boðaði forföll í einum
þeirra leikjasem hann dæmdi ídeild-
inni og dæmdi því 5 leiki. Það hlýtur
að teljast synd að svo góður dómari
sem Guðmundur er skuli aðeins
dæma 5 leiki af þeim 90 sem háðir
eru í 1. deildinni á hverju tímabili, í
stað þess að dæma a.m.k. 10-12 leiki
á ári.
Gylfi Orrason stóð sig vafalítið
best þeirra nýliða sem í deildinni
dæmdu. Hann lét ávallt knattspyrn-
una sitja í fyrirrúmi í stað þess að
dæma þannig að leikurinn snérist í
kringum hann sjálfan. Það verður því
gaman að fylgjast með Gylfa í fram-
tíðinni því hann er nú þegar orðinn
einn þesti dómari landsins eins og
niðurstöður könnunarinnar gefa vís-
bendingu um.
55