Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 58

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 58
ÚTLENDINGARNIR — erlendu leikmennirnir í úrvalsdeildinni í körfubolta Það þóttu mikil tíðindi á síðasta áratug þegar íslensk körfuboltalið tóku að et'la mátt sinn með því að ráða til sín einn og einn erlendan leikmann. Sumir þessara aufúsugesta vöktu ekki aðeins athygli í íþrótta- heiminum heldureinnig íbæjarlífinu í Reykjavík og á Suðurnesjum og vakti dökkur hörundslitur þeirri eftir- tekt. Menn átta sig kannski ekki á því í fljótu bragði en svo gríðarlega hratt breytist bæjarbragurinn í höfuðborg- inni frá nesjamennsku til siðmenn- ingar að fyrir aðeins 10 til 15 árum (upp úr 1975) taldist það ennþá til undra og stórmerkja að blámaður gengi hér um götur. Og ekki dró það úr undruninni að hann væri höfðínu hærri en hávaxnir eyjaskeggjar. Kjaftakerlingar stungu saman nefjum með forvitnisvip blönduðum vand- lætingu, smástelpur flissuðu og skræktu ef þær komu of nálægt furðuverunni og ef atvikið bar til að kvöldlagi þeyttu bílabullur horn í Bankastræti á meðan sauðdrukknir. gelgjulegir farþegar ráku hausana út um gluggana og öskruðu á eftir gest- inum dökkléita svo bólugrafin andlit þeirra afskræmdust. Meðal körfuboltaunnenda þótti framganga þessara manna í leikjum ganga giildrum næst og ftestii áhori- enda höfðu nokkurn tímann séð ann- að eins. Síðan hurfu erlendu leikmennirnir úr boltanum hérna en ávallt hefur rnikið verið rætt um og deilt hvort „erlend áhrif" séu æskileg í körfu- boltanum. Liklega eru fleirí á því að svo sé og skv. nýjum reglum hefja nú í vetur hvorki fleiri né færri en 10 nýir erlendir leikmenn að spila í úrvals- deildinni, einn hjá hverju liði. Hérer um að ræða 9 Bandaríkjamenn og einn Rússa. Telja má sem betur tér öruggt að hörundslitur þeirra verður ekki umræðuefni fólks nú líktog á 8. áratugnum heldur mun áhugi íþrótta- unnenda eingöngu beinast að getu þeirra í boltanum. Leikur þeirra mun jafnframt ekki vekja sömu undrunína og áður þar sem fslendirigum hefur farið fram í körfubolta síðustu árin líkt og í flestum íþróttum auk þess semæ fleiri hafa kynnst töfratiíþrifum leikmanna í úrvalsdeildinni banda- rísku þar sem við höíum raunar átt einn fulltrúa, Pétur Cuðmundsson. Engu að síðureru erlendu leikmenn- irnir í ár allír mjög sterkir á íslenskan mælikvarða og munu án efa hat'a góð áhrif á úrvalsdeildina sem hugsan- lega hefur staðið nokkuð í skugga handknattleiksins síðustu árin, a.m.k. utan Suðurnesja, íþróttablað- inu þótti við hæfi að forvitnast lítið eitt um hagi þessara manna og kynna þá fyrir unnendum íþróttarínnar. KR-ANATOLY KOVTOUN Anatoly Kovtoun er eini leikmað- urinn sem ekki kemur frá Bandaríkj- unum, Hann er frá þorgínni Simtéro- pol í Sovétríkjunum og á glæstan feril að baki í heimalandi sínu. Kovtoun er jafnframt fyrsti Sovétmaðurinn sem leíkur með íslensku liði. Hann hefur þrisvar orðið Sovétmeistari með liði sínu Stroitel, nú síöast í vor. Þá státar hann at emum Evrópumeislaratitli unglingalanclsliða en þann titif vann hann 1980. Kovtoun hefur leikið tvo A-landsleiki með liði Sovétmanna og fjölda B-landsleikja. Siðustu árin hef- ur hann verið f 20 manna landsliðs- hópi Sovétríkjanna. Hann er m.a. góð langskytta og varð 6. stigahæsti kórfuboltaleikmaöurinn á síðasta ári í 3. stiga skotum. Kovtoun er 28 ára gamall, ógiftur og barnlaus. Hann er 2' »■ t m hái <>g vegur 100 kg. Hann kom hingað til lands seinni hluta sl. sumarsog líst að sögn frábærlega á landið og er mjog hamingjusamur hér. Er ekki talið ólíklegt að hann ílendist á íslandi. Honum líst ágætlega á íslenskan körfubolta, segir tæknilega getu ís- lenskra leikmanna góða en honum þykir þeir nokkuð lágvaxnir. Ko- vtoun er bílaáhugamaður mikill og mun áhuginn fremur beinast að vest- rænum bílum en göntlu góðu Löd- unni. Að ööru leyti snýst lít' hans að mestu um íþróttír. GRINDAVIK - JEFF NULL Bandaríkjamaðurinn Jeff Null er 24 ára gamall, 197 cm á hæð og veg- ur90 kg, Hann hefur leikið með Lock Haven University sem er í 2. deild bandaríska háskólaboltans. ffyrra lék hann með liði í Luxemborg. jeff Null er álitinn snöggur, sterkur og hittinn leikmaður, enda telst hann ekki mjög hávaxinn miðað við það sem gengur og gerist í þessum efnum þó að óneit- anlega sé hann ekkert peð. Jeff Null telur íslenskan körfuknattleik mun betri en þann sem Luxemborgarar bjóða upp á og að ieikmenn hér séu líkamlega sterkir og spili fast. Hins vegar t’innst honum íslenskir kört'u- boltamenn full lágir í loftinu. Jeff Null er einhleypur. Hann er með háskólagráðu í kennslufræðum og hefur áhuga á frekara námi í þeim fræðum þegar hann hef- ur lagt körfuboltann á hill- una. Helstu áhugamál hans eru poppt- ónlist og svo vitanlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.