Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 63

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 63
bolta, og er kunnugt um velgengni íslenska landsliðsins. Chris Barnes hefur háskólagráðu í viðskiptafræði og ætlar að starfa á því sviði íframtíð- inni. REYNIR SANDGERÐI - DAVID GRISSOM David Grissom þjálfari og leik- maður Reynismanna er 25 ára gam- all. Hann er sléttir tveir metrar á hæð og 103 kg að þyngd. Grissom er mjög sterkur líkamlega en þó ekki riðvax- inn eins og tölurnar gefa kannski til kynna. Hann kemur frá Texas, lék síðustu árin með 1. deildar liðinu Old Domanion University í Northfolk Virginia. Þar lagði Grissom stund á íþróttafræði en laukekki námi. Gris- som er einhleypur. Hann hefur aldrei áður leikið erlendis og þykir því mjög spennandi að koma hingað. Hann heillast af ferðalögum og þykir mjög spennandi að kynnast íslandi einmitt vegna þess hve margt hér er ólíkt því sem hann hefur áður átt að venjast. Utan ferðalaga snúast áhugamál Grissoms aðallega um fþróttir. Hann er hóflega bjartsýnn á gengi Reynis í vetur og skoðar málin í Ijósi þess að góðir hlutir gerist hægt. Hann segir liðið þurfa tíma til að þroska sinn góða efnivið. ÞÓR AKUREYRI - DAN KENNARD Dan Kennard er 27 ára gamall og lék síðast með 1. deildar liði Liþerty University of Virginia og átti þar mik- illi velgengni að fagna. Áður hafði hann m.a. leikið með Independence University of Kansas en þá náði það lið næstbesta árangri allra skólaliða í landinu. Kennard er 203 cm á hæð og þyngd hans er í augnablikinu uni 97 kg en stundum hefur hann verið allt að 102 kg. Kennard hallast að því að núverandi þyngd sín sé heppilegri þar sem hann sé sneggri en hann hafi hins vegar verið sterkari þegar hann var 102 kg. Hann fitnar ekkert þegar hann þyngist heldur þyngir hann sig kerfisbundið með lyftingum. Kenn- ard hefur lagt stund á stjórnmála- fræði og er útskrifaður í greininni. Hann hefur einnig sinnt félagsstarfi í stjórnmálum og fer raunar ekki leynt með skoðanir sínar. Hann er gall- harður hægri maður, mikill aðdáandi Reagans og Bush og hlynntur frjálsu framtaki og öflugum hervörnum. Meðal þeirra íþrótta, sem Kennard hefur áhuga á, utan körfuknattleiks eru amerískur fótbolti, tennis og síð- ast en ekki síst hafnabolti sem hann hrífst jafnvel meira af en körfubolta. Hann æfði raunar hafnabolta á árum áður og þótti vel liðtækur. Stundum sér hann eftir því að hafa ekki tekið hafnaboltann fram yfir körfuboltann. Kennard er giftur og á einn son, eins árs gamlan. Konan hans heitir Janet en hún kemurtil landsinssíðarívetur og mun búa hér. Dan Kennard er náttúruunnandi og er yfir sig hrifinn af íslenskri náttúrufegurð. Hann kann einnig vel að meta hreina loftið sem hér er. Þá segist hann vera hrifinn af íslenskri húsagerðarlist og segir stíl- inn vera einstæðan og frumlegan. Síðast en ekki síst segir hann að hon- um finnist fólkið hér vera nákvæm- lega eins og hann hafði heyrt að það væri áðuren hann kom, vingjarnlegt og hjálpsamlegt. EIGINHANDARÁRITUN KRISTJÁNS Nú gefst lesendum IÞRÓTTA- BLAÐSINS kostur á að eignast mynd af landsliðsmanninum Kri- stjáni Arasyni og með eiginhand- aráritun hans. Kristján hefur verið einn sterkasti handknatt- leiksmaður heims um nokkurra ára bil og verður það örugglega áfram í nánustu framtíð. Sendu inn nafn þitt og heimilisfang fyrir 15. nóvember næstkomandi, en með því móti átt þú þess kost að detta í lukkupottinn. Dregin verða út 14 nöfn og verða þau birt í næsta tölublaði ÍÞRÓTTA- BLAÐSINS. Eins og áður sagði fá hinir heppnu senda mynd af Kri- stjáni Arasyni ásamt eiginhand- aráritun. Skrifið nafn og heimilis- fang og sendið íþróttablaðinu. Utanáskriftin er: ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ, Ármúla18,108 Reykja- vík. 63

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.