Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 65

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 65
Þessum strákum í meistaraflokki FH í handbolta er spáð íslandsmeistaratitlinum á keppnistímabilinu. Þorgils Óttar Mathiesen er í fyrsta skipti þjálfari meistaraflokks og verður spennandi að sjá hvort hann leiðir liðið sitt til sigurs í vetur. eignast sinn eigin heimavöll í glæsi- legu íþróttahúsi í Garðabæ og kemur heimavöllurinn eflaust til með að verða Stjörnunni happadrjúgur í vet- ur. Valsmenn eru ávallt sterkir, en þeir urðu þó fyrir mikilli blóðtöku fyrir tímabilið því þrír sterkir leik- menn, þeir Sigurður Sveinsson, Geir Sveinsson ogjúlíus Jónsson, héldu í víking í atvinnumennsku. En maður kemur í manns stað og koma Vals- menn örugglega til með að verða með mjög sterkt lið. Hvað önnur lið áhrærir eru þau nokkuð óskrifuð blöð. Víkingar verða eflaust með skemmtilegt lið, en þeim hefur bæst góður liðsauki í þeim Birgi Sigurðssyni og Hrafni Margeirssyni. KR-ingar urðu fyrir mikilli blóðtöku þegar Alfreð Gísla- son hélt utan í atvinnumennsku en liðið er ungt og efnilegt og á eflaust eftir að geragóða hluti í vetur. ÍBV og Grótta eru með mikil stemmningslið sem eru óútreiknanleg, geta tapað á móti slakari liðum en unnið sterkari liðin á góðum degi. Það þykir nokkuð Ijóst að það verður hlutskipti KA, ÍR og HK að verma neðstu sætin. Baráttan milli þessara liða verður eflaust gríðarlega hörð og eru leikmenn allra liðanna örugglega staðráðnir í því að halda sæti sínu í deildinni, láta allar hrak- spár lönd og leið og lenda ofar en nokkurn grunaði. Hvað sem öllum spádómum líður á mótið eflaust eftir að verða mjög spennandi og verður gaman að fylgj- ast með framvindu handboltans í vet- ur. Landsliðsins bíður erfitt verkefni sem er úrslit heimsmeistarakeppn- innar í Tekkóslóvakíu og eru leik- menn flestra 1. deildar liðanna vafa- Iftið á þeim brókunum að standa sig sem best með sínum félagsliðum og eygja þannig möguleika á því að komast í hóp þeirra leikmanna sem verja munu heiður íslands í Tekkó- slóvakíu í upphafi næsta árs. Herra Permanent Rakarastofan Klapparstíg Klapparstíg 29 S: 12725 65

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.