Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 69

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 69
Héraðssamböndin Á landinu eru 28 íþróttabandaiög og héraðssambönd. íþróttabandalag Reykjavíkur - ÍBR- er langstærsta héraðssambandið með 32.363 iðkendur eða um 33% af öllum íþróttaiðkendum á landinu. Minnsta héraðssambandið er Hérað- ssamband Bolungarvíkur með 407 iðkendur. Fjöldi íþrótta- og ungmennafélaga. Á árinu 1988 var 351 íþróttafélag starfandi á ísiandi. Þessi félög skiptust í 230 deildir eða samtals 584 starfs- einingar. Stærsta félagið Knattspymufélag Reykjavíkur -KR- stórveldið í Vesturbænum er stærsta félag landsins með 5192 skráða fé- lagsmenn og 3624 iðkendur. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur- TBR- er næststærsta félag landsins sé tekið mið af skráðum félagsmönn- um. Hins vegar eru flestir iðkendur skráðir ÍTBR eða 5145. Skipting á milli kynja 1987 og 1988. Hlutfall á milli kynja í íþróttum breytist lítið á milli áranna 1987 og 1988. Á árinu 1988 voru 35% iðk- enda konur en 65% karlar. Á mynd 2 má sjá nánari skiptingu á kynjum eftir aldri. HEILDARREKSTRAR- KOSTNAÐCIR ÍÞRÓTTAHREYFINGARINNAR 1988. Heildarrekstrarkostnaður íþrótta- hreyfingarinnar varð rúmlega 1,4 milljarðar króna og jókst um 400 milljónir króna frá árinu 1987. Margar fróðlegar tölur koma fram við skoðun kostnaðarliða og munu einstaka kostnaðarliðir verða kynntir. Húsaleiga og húsaleigustyrkur. Húsaleiga nam um 140 milljónum króna á síðasta ári. Styrkir bæjar-og sveitarfélaga námu um 115 milljón- um króna. Iðkendur íþrótta 1987 og 1988. Vaxtagjöld voru tvöfalt hærri en framlag ríkisins á fjárlögum til ÍSÍ! Vaxtagjöld námu rúmlega 47 millj- ónum króna á árinu 1988 en námu rúmlega 21 milljón á árinu 1987. Þetta er rúmlega 45% hækkun á milli ára. Vaxtakostnaður er því rúmlega tvöfalt hærri en framlag ríkisins til ÍSÍ á fjárlögum 1988! Vaxtagjöld námu um 3,4% af heildarkostnaði 1988. Laun innlendra og erlendra þjálfara Laun innlendra þjálfara námu um 135 milljónum á árinu 1988 sem er um 9,7 % af heildarkostnaði. Laun erlendra þjálfara námu um 30 mill- jónum sem eru um 2% af heildar- kostnaði. Stjórnunarkostnaður Stjórnunarkostnaður nam um 130 milljónum á árinu 1988. Eykst hann um 65% á milli áranna 1987 og 1988. Þetta hlýtur að teljast óeðlileg hækkun á milli ára sé tekið tillit til heildarrekstrarkostnaðar áranna 1987 og 1988. Ferðakostnaður Ferðakostnaður innanlands nam um 130 milljónum króna sem er 9,4% af heildarkostnaði. Ferðakostn- aður erlendis nam um 76 milljónum króna og eykst um 10 milljónir á milli áranna 1987 og 1988. Hlutfall ferða- kostnaðar erlendis er um 5,5% af heildarkostnaði. Iþróttabandalag Reykjavíkur 45 ára ÍBR hélt upp á 45 ára afmæli sam- bandsins 31. ágúst sl. Eins og áður hefur komið fram er ÍBR stærsta hér- aðssambandið á landinu og var stofnað 1944. f hófi sem ÍBR hélt í tiiefni þessara tímamóta afhenti for- seti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, IBR grafík- listaverk að gjöf. Ari Guðmundsson formaður ÍBR veitir grafíklistaverkinu „Hlaupið" viðtöku á 45 ára afmæli ÍBR. Fimm valinkunnir íþróttaforystu- menn fengu gullmerki ÍBR fyrir störf sín innan ÍBR og íþróttahreyfingar- innar. Það voru þeir Sveinn Björns- son forseti ÍSÍ, Hannes Þ. Sigurðsson varaforseti ÍSÍ, Ellert B. Schram for- maður KSÍ, Sveinn Jónsson formað- ur KR og Júlíus Hafstein fyrrverandi formaður ÍBR og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborg- ar. 69

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.