Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 70

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 70
stigs námskeiði á Akureyri 22.-23. september sl. Kennarar voru Guð- mundur Ólafsson, Anton Bjarnason, Kristín Sigfúsdóttir og Magnús Ólafs- son. Tuttugu manns sóttu námskeið- ið. * Fræðslunefnd ÍSÍ gekkst fyrir grunnstigsnámskeiði í byrjun sept- ember. Kennarar voru Anton Bjarna- son og Olga Lísa Garðarsdóttir. 20 manns sóttu námskeiðið, þar af komu 18 frá fimleikafélögunum. * Fræðslunefnd ÍSÍ gekkst fyrir A- stigs námskeiði um miðjan septem- bermánuð. Kennarar voru Guð- mundur Ólafsson, Anton Bjarnason og Andrés Kristjánsson. 20 manns sóttu námskeiðið. FRÆÐSLGMÁL Námskeið í íþróttasálfræði - hvar voru þjálfararnir? Fræðslunefnd ÍSÍ gekkst fyrir nám- skeiði fyrir byrjendur í íþróttasálfræði dagana 29. og 30. september sl. Kennari á námskeiðinu var prófessor A. Morgan Olsen sem kennir við Iþróttaháskólann í Osló. Hann hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði íþróttasálfræðinn- ar og fyrir rannsóknir í keppnissál- fræði. A námskeiðinu var farið í eftir- talda þætti: — Sálfræðileg úrlausnarefni — Sálfræði íþróttaiðkunnar — Þjálfunarsálfræði — Keppnissálfræði — Sálfræði íþróttastarfsins — Sálfræði einstakra íþrótta- greina — Framþróun íþróttasálfræði og 2. deild í handknattleik og knatt- spyrnu, sóttu ekki námskeiðið betur en raun varð á. Það verður að segjast eins og er að allmargir þjálfarar, t.d. á fyrmefndum stigum, eru ekki vel ÁTAK í ALMENNINGSÍÞRÓTTOM Á SOÐORLANDI Héraðssambandið Skarphéðinn Þátttakendur á sálfræðinámskeiðinu ásamt prófessor A. Morgan Olsen, Hannesi Þ. Sigurðssyni formanni fræðslunefndar ÍSÍ og Karli Guðmundssyni fræðslustjóra ÍSÍ. Á myndina vantar Guðna Kjartansson og Guðmund Ólafs- son frá KSÍ. Hátt í 20 manns sóttu námskeiðið sem þótti takast vel. Samt sem áður vöknuðu spurningar varðandi þátt- töku þjálfara á námskeiðinu. Hvar voru þeir? A námskeiðinu var meiri- hluti þátttakenda ungt og áhugasamt fólk sem hafði þó litla reynslu. Nú er vitað mál að hinn sálræni þáttur í keppni og þjálfun á hinum ýmsu stig- um íþróttastarfsins getur verið afger- andi á úrslitastundum og vilja margir fræðimenn meina að góð sálfræði- þekking þjálfara á slíkum stundum sé í raun punkturinn yfir i-ið. Þess vegna vekur það furðu að þjálfarar, t.d. í 1. menntaðir faglega séð og hefðu því getað bætt miklu við kunnáttu sína. Námskeið fyrir skotmenn Prófessor A. Morgan Olsen hélt einnig námskeið fyrir Skotsamband íslands í hugrænni þjálfun fyrir skot- menn og var það vel sótt. Yfir tuttugu skotmenn hlýddu á A. Morgan Olsen og þótti námskeiðið takast mjög vel. A- stigs- og grunnstigsnámskeið ÍSÍ. * Fræðslunefnd ÍSÍ gekkst fyrir A- mun standa fyrir átaki í almennings- íþróttum á Suðurlandi ívetur. Trimm- nefnd ÍSÍ mun aðstoða HSK-menn í átakinu sem vonandi heppnast vel. Akveðið hefur verið að eitt tölublað af blaði HSK-manna „Skarphéðni" verði helgað almenningsíþróttum. Ráðstefna um almenningsíþróttir verður haldin á Hótel Örk þ. 18. nóv- ember nk. Þar sem lærðir sem leikir munu flytja erindi. Bæklingum frá ÍSÍ um almenningsíþróttir verður dreift í öll hús á Suðurlandi og reynt verður eftir fremsta megni að opna umræð- una um gildi almenningsíþrótta. 70

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.