Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 74

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 74
Það má með sanni segja að Pétur Pétursson, landsliðsmaður úr KR hafi fengið eitt besta marktækifæri sumarsins í leik gegn Val í síðustu umferðinni. Hann fékk sendingu frá Rúnari Kristinssyni og stóð einn fyrir opnu marki en á yfirnáttúrulegan hátt tókst honum að skalla boltann í jörðina og þaðan skoppaði hann yfir slána. Valsmenn sluppu með skrekkinn en Pétur átti ekki til orð. ANNAÐ HUGARFAR Nú eru u.þ.b. tveir mánuðir frá úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu á milli KRogFram. Einsogöllum er kunnugtbar Fram sigur úr býtum en það er mál manna að KR sé aftur komið á spjöld knatt- spyrnusögunnar og nú verði ekki aftur snúið. Einn KR-ingur sem gekk frá Laugardalsvellinum súr á svipinn var hundfúll og muldraði fyrir munni sér: „Jæja það kemur öld eftir þessa öld." Annars er það vel merkjanlegt hvað allt annar bragur virðist vera yfir KR-liðinu en áður. Það er eins og annað hugarfar ríki yfir Vesturbænum en fyrir nokkrum árum og núna þora menn að viðurkenna að þeir séu KR-ingar. Þeir sem eiga mestan þátt f þeim nýja anda sem einkennir KR-inga eru þeir lan Ross og Pétur Pétursson. Ross lætur hvorki stjórn- armenn né leikmenn komast upp með neitt múður og Pétur hefur með óeigingimi sinni og heiðarleika fengið fjöldann í lið með sér. Hann er leikmaður sem leggur sig ávallt allan fram og spilar fyrst og fremst fyrir liðið. Það verður því fróðlegt að fylgjast með KR næsta sumar. Bjarni Sigurðsson. 74 BJARNI VINSÆLL Bjarni Sigurðsson landsliðsmark- vörður í knattspyrnu fékk góðar við- tökur þegar hann hljóp inn á leik- vanginn í Austur-Berlín rétt fyrir leik Vals og Dynamo Berlin. Áhorfendur höfðu greinilega frétt af góðri frammistöðu Bjarna í landsleiknum gegn Tyrkjum því með sigri íslands í þeim leik jukust möguleikar Austur- Þjóðverja á að komast í úrslitakeppni HM á Ítalínu 1990. Bjarna var klapp- að lofa í lófa fyrir leikinn og hann þakkaði fyrir sig með því að sýna snilldarleik gegn Dynamo Berlin. Þrátt fyrir tilboð frá austur-þýskum liðum ákvað Bjarni að halda heim í heiðardalinn með Valsliðinu. HAAN í HANASLAG Ari Haan, þjálfari Ásgeirs Sigur- vinssonar hjá Stuttgart, hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu fyrir margra hluta sakir. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að halda Ásgeiri utan liðsinsogsérstaklegaeft- ir að Ásgeir kom Suttgart áfram í Evrópukeppni félagsliða á dögunum nánast upp á sitt einsdæmi. Þá skor- aði hann mark við fyrstu snertingu eftir að hafa komið inná sem vara- maður. En Ari Haan á líka við vanda- mál að stríða í einkalífinu því hann hefur skilið við eiginkonu sína og tek- ið upp samband við 18 ára gamla stúlku. Fjölmiðlar hafa ekki látið Haan í t'riði vegna þessa og er ekki að furða þótt maðurinn sé stressaður þessa dagana.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.