Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 78

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 78
SCIREALÁTINN Einn virtasti knattspyrnumaður ítaliu fyrr og síðar, Geatano Scirea og aðstoðarþjálfari Juventus, fórst í bílslysi í Póllandi fyrir rúmum mánuði. Scirea, sem var aðeins 36 ára gamall þegar hann dó, var margfaldur landsliðsmaður en hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið gegn Val í Evrópukeppni meistaraliða árið 1986. Þá var hann fyrirliði ítalska landsliðsins. Scirea brá sértil Póllandstil þess aðfylgjast með leikmanni sem Juventus hafði áhuga á. Hann var farþegi í bíl með bílstjóra ogtúlki. Bílstjórinn varað takaframúr þegar hann skall framan ábíl sem kom úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn sprakk bílIinn í loft upp vegna þess að hann var með fulla bensínbrúsa í skottinu. í Póllandi er svo langt á milli bensínstöðva að flestir bifreiðaeigendur eru ávallt með birgðir af bensíni í bílunum. Þar sem Scirea var svo dáður og elskaður af öllum olli dauði hans mikilli sorgáftalíu. Þegarúrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar hefst á Ítalíu á næsta ári verður nýr leikvangur tekinn í notkun í Torino sem rúmar 80.000 manns. Flestirfjölmiðlarogknattspyrnuáhugamenn vilja nú láta völlinn heita „Scirea-leikvanginn" en yfirvöld hafa ekki enn tekið ákvörðun þar að lútandi. Það væri þó vel við hæfi að mati flestra. SONUR SCIREA Riccardo Scirea 12 ára einkasonur I í Póllandi fyrir skömmu, virðist ætla hins dáða Gaetano, sem lést íbílslysi I aðfeta ífótsporföðursíns. Hann leik- Geatano Scirea var um langt skeið einn besti knattspyrnumaður ítala og fyrirliði landsliðsins. Hann lést í bíl- slysi fyrir skömmu. ur með drengjaliði Juventus en í það voru valdir20efnilegustu drengirnir í íþróttaskóla Juventus. Riccardo vek- ur mikla athygli í leikjum drengja- liðsins fyrir frábæra hæfileika með knöttinn og segja fróðir menn að hann muni áreiðanlega verða einn sterkasti leikmaður Juventus innan fárra ára. 3 í einu vagn, burðarrúm og kerra Varðan h.f. Grettisgötu 2A. Sími 19031 78

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.