Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 79

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 79
HRAKAGLEYPIR Eins og flestum er kunnugt léku Skagamenn í Evrópukeppni félags- liða gegn FC. Liege frá Belgíu á dög- unum. Skagamenn töpuðu báðum leikjunum naumlega en markvörður Liege er víst hinn furðulegasti ná- ungi. Hann þykir góður markvörður en er alveg óður í veðmál og á það til að taka upp á hinum ótrúlegustu hlutum. Einhverju sinni hræktu allir leikmenn liðsins f glas og var afrakst- urinn svo mikill að glasið varð nánst fullt af grænu ólystugu slími. Síðan hétu þeir allir sem einn að borga markverðinum einhverja smá upp- hæð ef hann myndi drekka hrákinn úr glasinu. Vinurinn lét ekki segja sér þaðtvisvar heldur þambaði innihald- ið með bestu lyst og græddi þar með nokkrar krónur. Hann hefur það líka fyrir sið að bíta alla nýja leikmenn sem koma til félagsins en sökum við- kvæmni er ógjörningur að láta upp hvaða hluti líkamans það er sem hann bítur í! Michael Laudrup hefur slitið sam- skiptum við sambýliskonuna. MARADONA KVÆNIST það heilaga. Hann á tvær dætur me? Gianninu sem er 5 mánaða gömul. Dilgo ogCl dia hafa verið saman frá því þau voru unglingar ætla að gita sig 7. nóvember næstkomandi. M: ára gamall sonur hennar sé sonur Maradonæ Þi 73 langan tíma fara íblóðprufi 111 iiÍiSÍiÍi! SSÍSÍSÍÍS ’ iiiiiiii LAUDRUP A KVENNAFARI Michael Laudrup, danski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu, er nú skilinn við Tinu, sambýliskonu sína. Laudrup lék á Ítalíu í nokkur ár, m.a. með Juventus en hann leikur nú með Barcelona á Spáni. Laudrup og Tina höfðu verið saman í næstum 10 ár og eiga tæplega árs gamlan son. Micha- el kynntist spænskri stúlku á frönsku Ríveríunni í sumar og ákvað í kjölfar þess að skilja við Tinu og hefja bú- skap með hinni nýju kærustu. Þessi konuskipti Laudrup's hafa komið vinum og vandamönnum hans og Tinu mikið á óvart og þeir eru sann- færðir um að þau muni taka saman aftur fyrr en varir. Tina er nú í Kaup- mannahöfn ásamt syninum. EITT ROLEX TAKK! Knattspyrnumaðurinn sem staldraði við í Amsterdam á dögunum hugði sér gott til glóðarinnar þegar hann sá glæsilegt Rolex-úr í útsýnisglugga verslunar þar í borg. Hann sá töluna 837 á verðmiðanum og var snöggur að reikna hvað það gerði í íslenskum krónum. „Tæplega 24.000.- krónur fyrir Rolex er ekki hátt verð," hugsaði hann með sér og arkaði brosandi inn í búðina í íþrótta- skónum sínum. „Ég ætla að fá þetta Rolex-úr sem er í glugganum," sagði pilturinn við afgreiðsludömuna. Hún virti hann fyrir sér dágóða stund, fannst klæðaburður hans ekki gefa í skyn að hann ætti mikla aura en sótti þó dýrgripinn. „Hvernig hefurðu hugsað þér að borga úrið?" spurði stúlkan þegar hún var búin að sækja úrið og gerði sig líklega til þess að pakka því inn. Strákurinn dró nokkra hollenska hundraðkalla upp úr vasanum og sagðist ætla að borga með þeim og afganginn með Visa. Stúlkan varð tortryggin enda ekki vön að selja dýrt Rolex-úr á þennan máta. „Ertu viss uni að þetta sé úrið sem þú vilt?" spurði hún undrandi. „Já," svaraði strákurinn. „Kostar það ekki 837 gyllini?" Nú sá afgreiðslustúlkan hvar hundurinn lá grafinn. „Nei, elsku vinur. Þettaer bara númer á úrinu. Úrið kostar 30.000 gyllini." Strákurinn stakk hundraðkallinum eldsnöggt í vasann og lét Visakortið hverfa. Hann var snöggur að reikna og þegar hann komst að þvf að úrið kostað tæplega 900.000,- íslenskar krónur þakkaði hann pent fyrir og brosti. „Ætli ég haldi ekki bara áfram að hringja í 04." Strípulitanir Hárgreiðslustofan Klapparstíg Klapparstíg 29 S: 13010

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.