Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Síða 7

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Síða 7
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknar- flokksins, Steingrímur Her- mannsson herra: forsætisráð- „ENGINN FÆR ALLT SEM HANN BIÐUR UM" 1. „Mér er óhætt að segja að Fram- sóknarflokkurinn hafi alla tíð stutt íþróttahreyfinguna mjög vel allt frá því faðir minn, Hermann Jónasson, fékk íþróttalögin samþykkt fyrir stríð. Þetta var að hans áliti eitt af betri málunum, sem hann flutti, og ég held að það sé enn byggt á þessum lögum í dag. Við munum halda þeim stuðn- ingi áfram í gegnum fjárveitingar ogá hvern þann hátt sem við getum. Hug- takið „heilbrigð sál í hraustum lík- ama" er mjögt virt í mínum flokki og flokkurinn leggur áherslu á að íþróttahreyfingin haldi ungum sem gömlum frá spillingu og erfiðleikum. Hins vegar fær enginn allt, sem hann biður um, frá fjárveitingavaldinu og ég held að ÍSÍ muni þurfa að halda áfram að leita árlega til fjárveitinga- valdsins. Ég vek athygli á því að tekj- ur íþróttahreyfingarinnar hafa verið auknar mjög með tilkomu lottósins, sem ég átti þátt í að koma í höfn með ÍSÍ og Öryrkjabandalaginu. Reyndar hefur forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, sagt að ég hafi bjargað því máli fyrir horn á sínum tíma. Sjálfur lít ég á þetta sem eitt af betri málum sem ég hef komið íhöfn fyrir íþróttahreyfing- una. Lottóið hefur skapað miklar tekjur og framsóknarmenn hafa stað- ið gegn því að skattleggja þessar tekj- ur sem ýmsir hafa talið að ætti að gera. Þetta er auðvitað mjög mikils virði og við viljum halda áfram á þessari braut." „Það væri hins vegar hræsni afmér að segja að ekki væru takmörk fyrir öllu. Vitanlega verða ríkisframlög að falla inn í þann heildarramma sem fjárlögin leyfa. f fjárlögunum er sífellt verið að skipta takmörkuðu fé á milli stórra liða og margir þeirra stækka jöfnum höndum og oft ekkert við því að gera. Ýmsir segja að lottóið hafi aukið svo fjármagn íþróttahreyfing- arinnar að minni þörf sé á fé úr ríkis- sjóði. Ég tek ekki undir það. Einnig telja margir að skipta þurfi lottótekj- unum öðruvísi en gert er nú og létta betur undir með ýmsum þáttum hreyfingarinnar sem ekki njóta tekna. Ef til vill væri skynsamlegt að skoða þessi mál. Ég held að kröfunni um skattlagningu lottósins verði helst mætt með því að skoða mjög vand- lega hvernig lottótekjunum er ráð- stafað." 2. „Ég þekki það mál ekki nógu vel. Þetta er frumvarp sem tveir stjórnarandstæðingar báru fram og því miður vill það oft fara svo að góð mál, sem þannigeru flutt, lenda und- ir. Flokkurinn hefur ekki tekið af- stöðu til málsins en sjálfum finnst mér vera mikil þörf fyrir afreks- mannasjóð. Slíkur sjóður er reyndar til og hugmyndin var sú að stækka hann og styrkja. Ég held að þetta sé gott mál en ég get ekki tekið afstöðu fyrr en ég sé hvemig á að afla tekna til hans. í annarri grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að sjóðurinn færi á fjár- lög. En þýðir þetta þá að fé til hans skuli aflað með niðurskurði fjár til íþróttahreyfingarinnar? Það er mjög auðvelt að leggja til að stofna sjóð en hugsa ekkert um hvaðan tekjurnar ættu að koma. Þaðerörugglega mikil tilhneiging við gerð fjárlaga að Ifta á heildarfjármagn til íþróttahreyfingar- innar þegar ákvarðanir eru teknar og spyrja má hvaða áhrif slík sjóðsstofn- un myndi hafa á heildarfjármagnið. Við getum hreinlega ekki bætt meiri útgjöldum á ríkissjóð. Við höfum tek- ið þá stefnu hjá Framsóknarflokknum að stöðva öll mál er auka útgjöld rík- isins meðtilliti til þess alvarlega halla sem er á ríkissjóði." „Hvað varðar skákíþróttina þá er staðreyndin sú aö skákin hefurorðið mikið meira útundan í fjárhagslegu tilliti en líkamlegu íþróttirnar. Ég er mikill unnandi skákíþróttarinnar og hef áhyggjur af fjárhagsvanda henn- ar. Ég veit ekki hvernig stendur á því að skákmenn eru á launum en þetta byrjaði þegar við fengum okkar fyrsta stórmeistara. I skákinni er ákveðinn flokkur sem heitir stórmeistaraflokk- ur og ef til vill mætti hugsa sér slíkan flokk í íþróttunum. Yrði það þá ekki að vera flokkur Ólympíumeist- ara?" 3. „Ekki væri rétt að segja að flokk- urinn sé með áætlanir um að auka byggingu íþróttamannvirkja því það gera aðrir. Við styrkjum hins vegar eindregið alla uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Eitt af þeim málum, sem við styðjum dyggilega, er uppbygg- ing íþróttamiðstöðvarinnar á Lauga- vatni og við höfum reynt að gera það 7

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.