Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Page 13

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Page 13
2. "Frumvarpið um afreksmanna- sjóð íslenskra íþróttamanna mun væntanlega ekki ná fram að ganga á þessu þingi. Tillagan, sem slík, er skynsamleg, þ.e. að gera raunveru- legum afreksmönnum kleift að njóta og sýna hæfileika sína. Það á ekki að mismuna mönnum eftir greinum. Það er langt síðan reynt var að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir tilveru stórmeistara ískák. Aðrir hafa áunnið sér svipaðan rétt og margir at' okkar bestu íþróttamönnum eru bestu sendiherrar íslands. Því hef ég kynnst víða og ýmsir færustu íþróttamenn okkar hafa eflaust áunnið sér rétt til einhvers konar stuðnings. Burtséð frá því hvort Alþýðuflokkurinn styðji eitthvert frumvarp þá finnst mér lík- legt að flokkurinn myndi vilja stuðla að því að slíkur stuðningur kæmist á og þá með samkomulagi við íþrótta- hreyfinguna. Það á ekki að vera á valdi stjórnmálamanna að velja hverjir séu verðugir og hverjir ekki. Ég er ekki viss um að stuðningur til einstakra íþróttamanna ætti að vera í formi sjóðs heldur ætti hann að vera hluti af árlegum framlögum." 3. „Alþýðuflokkurinn hefur um árabil stutt byggingu íþróttamann- virkja í landinu. Fyrir nokkrum árum var því haldið fram í mín eyru að ríki og sveitarfélög væru með um 80 íþróttamannvirki í byggingu sem er ótrúlega mikið. A þessu sviði hefur margt verið gert en ef til vill hefur ekki verið staðið skynsamlega að verki frekar en venjulega í mann- virkjagerð hins opinbera. Það þarf alltaf að gera allt í einu með allt of litlum fjárframlögum f hvert skipti. Byggingartíminn er oft óeðlilega langur og mannvirkin óhæfilega dýr að öllu leyti vegna hönnunar og fjár- mögnunar. Þar á yfirstjórn íþrótta- mála í Menntamálaráðuneytinu stóra sök. íþróttafélög, sem höfðu aðrar hugmyndir, og ég nefni sem dæmi á Siglufirði og Flateyri, sem vildu fá að byggja mannvirki er kæmu að fullum notum í byggðalögunum án þess að rústa fjármál viðkomandi sveitarfé- laga, fengu það ekki vegna ráðríkis og staðlasturlunar ráðuneytis- manna." 4. „Ég er ekki vafa um að við byggj- um oft of flott og að einfalda mætti gerð íþróttamannvirkja. Eitt sinn skoðaði égfjölnota íþróttahús í Þórs- höfn í Færeyjum og fékk upplýsingar um byggingartíma og kostnað bygg- ingarinnar. Ftún er aðlaðandi og kemur að fullum notum. Þessi bygg- ing væri sennilega bönnuð á íslandi vegna þess að hún er hvorki úr límtré né steypu heldur er hún byggð úr áli. Ég hef skoðað slíkar íþróttabyggingar í Danmörku. Á mínum stutta tfma í Fjármálaráðuneytinu minnist ég þess að sveitarstjórnarmenn, sem voru að leita eftir fjármögnun íþróttamann- virkja, sýndu mér lausnir sem þeir vildu nýta sér við byggingu slíkra mannvirkja og voru langtum ódýrari lausnír en "megamannvirki" Menntamálaráðuneytisins. Þeir komust hreinlega í strand vegna krafna ráðuneytismanna sem fylgdu málum eftir með því að synja um Þorsteinn Pálsson, fyrrum for- maður Sjálfstæðisflokksins: „MÖRG VERKEFNI BÍÐA ÚRLAUSNAR" 1. „Það er nú svo í frjálsu samfélagi að vitaskuld ber íþróttahreyfingin fjárhagsstuðning ríkisins ef ekki var farið að kröfum þeirra. Þegar það svo bætist við að mannvirkin eru gerð svo dýr að sveitarfélögin ráða ekki við verkefnin og sú staðreynd að framlögin eru of naum á hverju ári og ekki í forgangsröð, verða verkefnin hreinlega óviðráðanleg. Þetta er skýringin á því að við erum með tugi mannvirkja f byggingu á einum og sama tíma og venjulega Ifður meira en áratugur áður en hverju verkefni um sig er lokið. Þetta er hugsanlega ekki vandamál núna fyrir stærstu og ríkustu sveitarfélögin hér á suðvest- urhorninu en er raunverulegt neyð- araástand hjá minni sveitarfélögum út um allt land. Þessu þarf að breyta." sjálf ábyrgð á eigin fjármálum. Stuðninguropinberra aðila, bæði rík- is og sveitarfélaga, er mjög mikils- verður fyrir íþróttirnar. Búið er að setja nýja verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga þar sem aukin verk- efni á sviði íþróttamála eru færð yfir til sveitarfélaganna. En eðlilega þarf að ákveða f fjárlögum hverju sinni framlög til einstakra verkefna þar með talin íþróttamál. Spurningin er Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins. 13

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.