Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Page 28

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Page 28
Valdemar Valdemarsson skíðamaður með unnustu sinni, Ragnhildi Reynis- dóttur, og syninum Kristni Þorra. er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa hlotið þessa nafnbót. Það gefur mér bæði aukið sjálfstraust og ýtir enn frekar undir áhugann." — Hvernig gekk þér á mótum hér innanlands á síðasta keppnistíma- bili? „Fyrir utan fyrstu mótin, gekk mér mjög vel. Mér gekk m.a. mjög vel á landsmótinu og sigraði í stórsvigi, varð annar í svigi og sigraði í alpatví- keppni." — Ert þú búinn að æfa þessa íþrótt lengi? „Ég keppti á mínu fyrsta móti 8 ára gamall. Þá náði égþriðjasæti ogvarð nokkuð drjúgur með þann árangur. Árið eftir fór ég að æfa og keppti þá m.a. á Andrésar Andar-leikunum, án þess þó að gera neinar rósir." Margrét Baldvinsdóttir þjálfaði unga skíðamenn á Akureyri þegar Valdemar var 11 ára og segir hann að hún hafi í raun kennt séráskíði. „Það má segja að upp frá þeim tíma hafi í raun allt mitt líf snúist um skíði. Ég hafði eins og aðrir strákar, verið bæði í handbolta og fótbolta en var nú ekki framarlega íþeim greinum, enda lítið æft og sennilega hefði ég aldrei orðið góður fótboltamaður." KA-menn sterkari skíðamenn en Þórsarar — Þú keppir undir merki KA á inn- anfélagsmótum á Akureyri, er mikill rígur á milli skíðamanna KA og Þórs? „Nei það er ekki hægt að tala um það. Þetta er nánast formsatriði og eingöngu notað á innanfélagsmót- um. En það má samt koma fram að KA-menn eru töluvert sterkari skíða- menn en Þórsarar." — Er mikil innbyrðis samkeppni á milli akureyrskra skíðamanna? „Já þaðer mikil samkeppni á með- al skíðamanna á Akureyri. Við höfum lengi átt stærstan hluta skíðalands- liðsinsogþaðgefurauga leiðaðsam- keppnin er mikil og ég tel það vera af hinu góða. Við veitum hvertöðru að- hald og vitum að það má hvergi slá af í æfingum." — En hvað með samkeppnina á milli hinna svokölluðu skíðabæja? „Það ríkir einnig mikil samkeppni á milli þeirra og það er einnig af hinu góða. Ymsir hafa talað um að nauð- synlegt sé að auka samstarfið á milli einstakra sveitarfélaga en ég er nú á því að það sé mikilvægt að halda hæfilegum ríg þar á milli. Ég var t.d. mjög ósáttur við að flokkasvigið var lagt af á landsmóti og keppni í sam- hliðasvigi komið á í staðinn. í dag er það lagt að jöfnu að vinna samhliða- svig og svig á landsmóti og að mínu viti er það slæmt fyrir íþróttina. Ég held að það þekkist hvergi annars staðar að skíðamenn séu landsmeist- arar í samhliðasvigi. Það hefði verið nær að taka upp keppni í risastórsvigi hér á landi. Það gerir íþróttinni mun meira gagn að mínu viti en það má segja að samhliðasvigið sé fyrst og fremst sett upp fyrir áhorfendur. Ég held samt að áhorfendur hefðu jafn mikið gaman af að fylgjast með keppni í risastórsvigi." Aðstaða skíðamanna á Akureyri góð — Við hvernig aðstöðu búa skíða- menn á Akureyri? „Við hér á Akureyri búum senni- lega við bestu aðstöðuna á landinu í dag, allavega á meðan það er snjór og þá höfum við einnig verið mjög heppinn með þá þjálfara sem SRA hefur boðið upp á. Hér á landi eru brautirnar mun mýkri en erlendis og því eigum við oft erfiðara með að fóta okkur í keppnum erlendis, þar sem brautirnar eru betur troðnar en hér heima. Þetta er vandamál sem verður erfitt að eiga við, nema þá með mikl- um tilkostnaði." Á Akureyri er um 10 manna kjarni 28

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.