Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Qupperneq 41

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Qupperneq 41
fylgdumst með þeim valta yfir okkur. Staðan í hálfleik var 17:1. í hálfleik vorum við eins og tómar tunnur og pabbi sagði bara: „Stelpur, eigum við ekki bara að koma okkur." Við gátum ekkert gert. Höllin var troðfull og fylltu júgóslavneskir hermenn hálfa stúkuna. Þeir héldu allir með okkur í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 26:7 og þetta er svakalegasta reynsla sem ég hef lent í innan vallar. Þessar konur voru eins og karlmenn. ÞREMUR STELPUM VAR RÆNT UM KVÖLDIÐ Um kvöldið gerðist dálítið sem við höfum aldrei þorað að segja frá en hlegið óskaplega mikið af síðan. Þeim, sem lentu í þessu, var reyndar ekki hlátur í hug meðan á þvístóð því reynslan var rosaleg. Þremur stelpum úr hópnum var rænt þegar við kom- um út af diskóteki um kvöldið og það er í raun guðs mildi að þær sluppu lifandi. Okkur fannst leiðinlegt á diskótekinu og ákváðum því að ganga heim á hótelið okkar sem var ekki svo fjarri. Pabbi var búinn að vara okkur við því að fara upp í bíl- ana hjá strákunum sem voru eins og hrægammar fyrir utan diskótekið því það var greinilega stelpnahallæri á staðnum. Skyndilega hoppa þrjár úr hópnum inn íbíl hjátveimurstrákum og við sáum á eftir þeim veifandi í aftursætinu. Strákarnir höfðu boðist til þess að keyra þær upp á hótel. Við hinar fórum á hótelið og aldrei komu stelpurnar. Morguninn eftir þegar við vorum að pakka niður og fara, komu þæreinsog taugahrúgurá hóteliðog sögðu okkur frá reynslu næturinnar. Þeim var ekki farið að litast á blik- una þegar strákarnir tóku þveröfuga stefnu og óku upp í sveit. Það var sama hversu vel þær báðu þá um að snúa við, þeir óku alltaf lengra og lengra. Þær reyndu að útskýra fyrir þeim á ensku að þær ættu fjölskyldur á íslandi og ungabörn sem biðu þeirra heima. Það þýddi lítið að tjónka við strákana og stelpurnar voru farnar að skæla sem eðlilegt var. Það var ekki fyrr en ein lék það að hún þyrfti aðælaogbyrjaði að kúgast í bílnum að bíllinn stoppaði. Þá Drottningarnar í handboltanum í rúman áratug — Gurrý og Kolbrún Jó- hannsdóttir markvörður Fram. stukku þær út og hlupu sem fætur toguðu útíbuskann. Þegarþærkomu að girðingu, sem þær hoppuðu yfir, snarstoppuðu strákarnir og hlupu til baka. Þær skildu ekkert í því af hverju þeir þorðu ekki lengra. Svarið fengu þær tiltölulega fljótt þegar þær hlupu nánast upp í fangið á tveimur her- mönnum sem miðuð byssum á þær. Þær voru þá komnar inn á einhverja herstöð. Eftir mikið stress og fálm- kenndar útskýringar kannaðist annar hermaðurinn við þær því hann hafði verið á leiknum fyrr um kvöldið. Stelpurnar voru teknar inn á herstöð- ina og síðan keyrðar upp á hótel und- ir morgun. Þetta hefði getaðfarið verr en mikið höfum við hlegið síðan." — Er einhver meðspilari í gegnum tíðina sérstaklega eftirminnilegur? „Jóhanna Halldórsdóttir er mesti jaxl sem ég hef nokkru sinni spilað með. Það var alveg sama á hverju bjátaði. Hún var alltaf á fullu og of- boðslega hvetjandi. Sigrún Blomster- berg er mjög áþekk Jóhönnu. Oddný 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.