Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Síða 42

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Síða 42
Mæðginin Gurrý og Guðjón sem er 5 ára. Gurrý finnst kominn tími til að storkurinn fari að láta sjá sig að nýju. Á eftir bolta kemur barn! Sigsteinsdóttir var líka mikill jaxl sem gaman var að spila með." — Hvaða augnablik frá ferlinum stendur upp úr í minningunni? „Það er erfitt að segja. Jú, það er kannski eitt sem ég minnist sérstak- lega. Það var þegar íslenska kvenna- landsliðið sigraði á alþjóðlegu móti í Portúgal sumarið 1988. Við lékum gegn Portúgal, Frakklandi, Sviss og Spáni og stóðum uppi sem sigurveg- arar — unnum alla leikina. Ég var fyrirliði landsliðsins á þessum árum og það að upplifa þá stund, þar sem ísland var númer eitt, var stórkost- legt. Sérstaklega fannst okkur stelp- unum gaman að horfa á Frakkana sem fóru í algjöra fýlu eftir úrslitaleik- inn við okkur. Sigurinn á mótinu bar upp á kvennadaginn 19. júní og við vorum mjög stoltar. Að okkar mati var þetta stærsti sigur íslenska lands- liðsins síðan það varð Norðurlanda- meistari árið 1964. Þegar við komum heim vorum við spenntar að sjá hvernig dagblöðin fjölluðu um sigur okkar á mótinu en spenningurinn breyttist fljótt í vonbrigði og hrein- lega reiði. Jú, það var minnst á sigur okkar í lítilli grein en aðalefnið í íþróttakálfi Dagblaðsins var heilsíðu- viðtal við 9 ára gamlan son atvinnu- manns í fótbolta. Skemmtilegar áherslur eða hitt þó heldur." — Nú hafiðþiðstelpurnaroftfeng- ið stóra skelli í leikjum með Fram og landsliðinu gegn erlendum liðum. ÞÆR FÁ BORGAÐ VINNUTAP Hvað gerir gæfumuninn? Af hverju eru þessar stelpur betri en þið? „Hjáerlendu liðunum er mun betri uppbygging í yngri flokkunum, fleiri æfingar og fleiri þjálfarar á hvern leikmann. Hérheima séreinn þjálfari um þjálfun 20-30 stúlkna og það er æft tvisvar til þrisvar í viku í um 50 mínútur í senn. Úti er hver þjálfari með 10-12 stúlkur í hópi og æfingar eru fleiri og lengri. Aðstæður erlendis eru mun betri og stelpurnar frá Nor- egi sem við lékum gegn í Evrópu- keppninni æfa á morgnana, fara síð- an í skóla eða að vinna og mæta svo afturáæfingar. Þessar stelpur eru lík- lega að æfa 10 sinnum í viku og þær fá borgað vinnutap. Vegna þessa eru þær sterkari, með meiri tækni, hraða ogsnerpu. Svoeinfalter það. Á leikn- umgegn Byosen í Noregi fyrir síðustu jól voru um 1300 áhorfendur en viku síðar þegar karlalandsliðs Noregs og Danmerkur léku voru um 500 manns. Áhugi fyrir kvennahandbolta í Noregi er mun meiri en fyrir hand- bolta karla." — Er það rétt að þú talir um hand- bolta í 365 daga á ári? Kemst ekkert annað að? „Nei, þetta er nú ekki alveg rétt. Ég reyni að sinna fjölskyldunni og vin- um mínum þegar tími gefst til og þá er handboltinn ekki með í ferðinni. En ég tek íþróttina alvarlega og til marks um það þá missti ég af stúd- entsveislu systur minnar því ég var á landsliðsæfingu." — Hafið þið ekki verið að þrífa fyrirtæki, selja rækjur og klós- ettpappír og margt fleira til þess að fjárafla þátttöku ykkar í Evrópu- keppni í gegnum tíðina? „Við stöndum að mestu leyti straum af ferðalögum okkar og oftast erum við með stórar skuldir á bakinu þegar við komum heim. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað stöndum við við það. Formaður handknattleiks- deildar Fram hefur skrifað upp á skuldabréf á eigin ábyrgð til þess að við getum farið í þær ferðir erlendis sem eru nauðsynlegar. Hann veit að við stöndum skil á því sem við höfum 42

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.