Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Qupperneq 44

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Qupperneq 44
þessu. Mér finnst þetta alveg ótrúlegt. Það mætti halda að það hafi ekki verið til skólar hér á landi fyrir nokkr- um árum eða þá að það hafi enginn verið í skóla nema þær. Að mínu mati er alltaf hægt að hagræða sfnum tíma. Ég hef aldrei þekkt það fyrr að stelpur sleppi landsliðsæfingum vegna þess að þær eru að læra fyrir próf. Hér áður var öllu fórnað til þess að ná árangri f handbolta en svo er ekki nú. Hérá landi ergífurlegurefni- viður stúlkna f yngri flokkunum og með réttri þjálfun væri hægt að gera góða hluti í framtíðinni." — Ertu að spila þitt síðasta keppn- istfmabil með Fram, Gurrý? „Já, ég reikna með því. Auðvitað á maður aldrei að segja aldrei en núna hef ég mestan áhuga á því að fjölga í fjölskyldunni. Það segir sig þá sjálft að handboltinn verður að víkja. Það hlýtur að koma að því að maður verði að sinna fjölskyldunni betur. Oft höf- um við hjónin talað um að gaman væri að fara í sumarbústað yfir helgi að vetri til og dvelja þar í góðu yfir- læti. Ég hef ekki fundið tíma frá bolt- anum ennþá. Núna hillir undir slíkar slökunar- ANDLEGT ÁLAG AÐ KENNA í GRUNNSKÓLA og jöklaferðir sem maður hefur heyrt kunningjana segja." Gurrý útskrifaðist frá íþróttaskól- anum á Laugarvatni árið 1982 og hef- ur sinnt íþróttakennslu síðan. „Eg hef bæði kennt f grunnskóla og fram- haldsskóla og það er ólíkt skemmti- legra að kenna í framhaldsskóla. Mikið andlegt álag fylgir þvf að kenna í grunnskóla. í framhaldsskóla eru krakkarnir miklu áhugasamari og þar eru engin agavandamál. Svo hef ég líka verið að kenna á íþróttabraut, bæði verklegt og bóklegt og það er mjög gaman. Maðurfærsvo mikiðtil baka frá krökkunum þvf þetta er það sem þau hafa valið sér — að vera á íþróttabraut. Mérfinnst mjöggaman í vinnunni og þetta á örugglega eftir að vera mitt ævistarf." — Ég hef heyrt að það sé alveg einstaklega skemmtilegt að vera á íþróttaskólanum á Laugarvatni. Gurrý er sögð leika best þegar mikið liggur við og andstæðingarnir eru sterkastir. Hvað er svona skemmtilegt og af hverju ákvaðstu að gerast íþrótta- kennari? „Fyrir mér hefur Iffið aldrei verið neitt annað en íþróttir. Annað nám kom hreinlega ekki til greina. Þeir, sem voru í námi á Laugarvatni á sama tíma og ég, eru alveg ógleymanlegir. Nægir þar að nefna Magnús Teitsson, Gunnar Gíslason, Ólaf Lárusson, Brynjar Kvaran, Guðmund Þórðar- son, Ágúst Má Jónsson, Hjálmar Að- alsteinsson, Stefán Konráðsson, Heimi Bergsson, Ársæl Hafsteinsson, Bjarna Jóhannsson, Jóhönnu Guð- jónsdóttir, Auði Harðardóttur, Rósu Ólafsdóttur, Ingibjörgu Eggertsdóttur og Petrínu Bj. Jónsdóttur svo ein- hverjir séu nefndir. íþróttaskólinn á Laugarvatni er baraeinsog lítið heimili því nemend- urnir eru saman allan daginn. Mór- allinn á svona stað verður alveg ein- stakur. Jú, það er rétt að mörg ástar- sambönd byrja á Laugarvatni en það er ekkert skrýtið. Að mínu mati er mjög erfitt að vera f námi á Laugar- vatni og eiga maka í bænum. Sömu- leiðis hlýtur að vera erfitt að vera maki í bænum. Þetta eru ógleyman- legir tímar." — Finnst þér eitthvað sem mætti betur fara á Laugarvatni hvað við- kemur skólanum sjálfum? „Að mínu mati vantar sérmennt- aða kennara til þess að kenna hverja grein fyrir sig. Það er alveg synd að svo sé ekki því við eigum mjög hæft og sérmenntað fólk. Þeir, sem sjá um kennsluna, eru alls ekki slæmir en þeir eru að kenna 2-3 íþróttagreinar sem þeir hafa ekki fullkomna þekk- ingu á. Svo koma nemendur f skól- ann sem eru landsliðsmenn í ákveðnum greinum og vita jafnvel meira en kennarinn um hvað málið snýst." — Hvað er eftirminnilegast frá dvöl þinni á Laugarvatni? „Skíðaferðalagið til Austurríkis er alveg ógleymanlegt þvf sumir í hópn- um kunnu lítið á skíðum. Guðmund- ur Þórðarson og Ólafur Lárusson voru þar fremstir í flokki. Minningin um Guðmund þar sem hann renndi sér niður brekkurnar í græna hall- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.