Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Qupperneq 50

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Qupperneq 50
Senna (í miðið) ásamt félaga sínum og keppinauti, Gerhard Berger (t.v.) kvæmlega eins bíl og ég þannig að samanburðurinn er fullkomlega marktækur. Það, sem skiptir máli hjá okkur úr því ökum fyrir sama fyrir- tækið, eru hæfileikarnir." En Gerhard Berger og Ayrton Senna semur vel. Ökumennirnir vinna svo vel saman að Honda-Marl- boro-McLaren keppnisliðið er full- komlega sátt — en önnureru afbrýði- söm. Andlegur styrkur Senna hefur vakið furðu og þykir stundum dálítið leyndardómsfullur. „Sumir halda því fram að ég sé ódauðlegur eða vernd- aður af því ég trúi á Guð," segir Senna. „Það er fáránlegt. Þetta fólk veit ekki um hvað það er að tala. Ég hef aldrei beðið Guð um aðstoð til þess að sigra." Senna ber miklu umhyggju fyrir fólki og deilir því, sem gaf honum trú á sjálfan sig, með öðrum. „Það er mjög erfitt að útskýra þetta og enn erfiðara að skilja það því þetta gerist ekki á hverjum degi. Styrkurinn og orkan, sem þetta gefur mér, færir mig nær Guði. Mér finnst það ákveðin forréttindi að hafa fundið þessa leið. Og ég vil notfæra mér þetta út í ystu æsar. Ég þrái að uppgötva allt sem þessi orka getur hugsanlega gefið mér tækifæri til að uppgötva. Ég vildi að ég gæti miðlað þessum krafti til annarra svo að fólk gæti skilið og fundið fyrir framförunum af hans völdum. Krafturinn gæti gert öllum auðveldara fyrir." Það þykir undarlegt að svona at- hugasemdir skuli koma frá manni sem er vanur að setja met á rúmlega 300 km hraða, alls staðar í heimin- um. Svona undarleg sjónarmið hafa stundum komið Senna í vandræði. Hann lætur sig það litlu skipta en er engu að síður mjög viðkvæmur mað- ur. Fátt sést þó á yfirborðinu. „Ég svara aldrei neinum ásökunum því það er ekki til neins. Það, sem skiptir mig mestu máli, er minn innri friður. Ég lærði ákveðna reglu af fjölskyld- unni minni: Ég veit hver ég er, hvað ég er að gera og hvert ég stefni. Ef ég ætti að svara öllum ásökunum í minn garð yrði ég sturlaður." Það, sem fer stundum ítaugarnar á Senna, er skortur á óhlutdrægni. Hann, sem eralltaf að leitafullkomn- unar í því sem hann tekur sér fyrir hendur, á erfitt með að sætta sig við viðhorf eins og „hvað með það". Sjálfur gerir hann mikinn greinarmun á því hvað skiptir máli í hans augum og hvað ekki. Gerard Ducarouge, fyrrum tækni- legur ráðgjafi Lotus, sem vann með Senna í þrjú ár, segir að það séu þrjár ástæður fyrir því að Senna sé besti ökumaður heims. „Hann hefur ótrú- lega hæfileika frá náttúrunnar hendi, hann er óvenjulega greindur og hann eyðir öllum sínum tíma og krafti í aðeins eitt: Að sigra." Fyrir utan það að vera keppnis- maðurfram ífingurgóma þykirSenna ákaflega spennandi persónuleiki. Hann þykir skemmtilegur, aðlað- andi, þægilegur í umgengni og yfir- höfuð ólíkur því sem hann er sem kappakstursmaður. Metnaðurinn er þó sá sami í daglega lífinu því hann þolir enga meðalmennsku. Orðið „vinna" kemur oft upp í hugann þegar Senna ber á góma því hann er stöðugt að vinna að því að verða betri — á allan hátt. Senna er stundum kallaður „Herra Meira" í kappakstr- inum. Meiri hæfileikar, meiri gáfur, meiri vinnusemi. En er hann „fyrirbæri"? Sjálfur neitar hann því. Hann segist vera á uppleið á mörgum sviðum ogenginn veit hvenær það tekur enda. „Fyrir nokkrum árum bjóst ég ekki við að endast mjög lengi í kappakstrinum," segir Senna. „í dag sé ég hlutina í nýju Ijósi. Ég er búinn að semja við McLaren-Honda til næsta árs og á að mínu mati eftir að læra mjög margt í íþróttinni." En hvað tekur við þegar kappakst- ursferlinum lýkur? „Ég er með nokkr- ar hugmyndir í kollinum en það er of snemmt að ræða þær. Mig langar til þess að eignast fjölskyldu og það er möguleiki á því að ég flytjist aftur til foreldra minna í Brasilíu." Senna hefur alla tíð þótt gaman að keppa í rigningu. „Mér finnst frábært að keppa í rigningu — ekki vegna þess að það er hættulegt. Ég tek alls ekki neinar áhættur við slíkar að- stæður því enginn getur búist við kraftaverkum þegar skilyrði eru slæm. Mér líkar rigningin vegna þess að hún gerir keppendur jafnari. Eig- inleikar bílanna nýtast ekki eins vel í rigningu og þá skiptir leikni öku- mannsins öllu máli," segir þessi yfir- vegaða kappaksturshetja sem á eng- ann sinn líka. Lokastaðan í keppninni um heimsmeistaratitilinn í kappakstri 1990 1. A. Senna 78 2. A. Prost 71 3. N. Piquet 43 4. G. Berger 43 5. N. Mansell 37 6. Th. Boutsen 34 7. R. Patrese 23 8. A. Nannini 21 9. J. Alesi 13 10. R. Moreno 6 l. Capelli 6 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.