Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 11
„UNGIR LEIKMENN ERU DÁLÍTIÐ HRÆDDIR VIÐ AÐ TAKA Á SIG ÁBYRGÐ" Bo lofaði aðstoðarmenn sína í hástert og nefndi meðal annars Þorstein nuddara, sem er til vinstri á myndinni, og Lárus Loftsson, aðstoðarþjálfara. - SAMTALS GAFST ÞÚ 46 LEIK- MÖNNUM TÆKIFÆRI MEÐ LANDSLIÐINU OG HÉLST ÞVÍ FRAM AÐ EYJÓLFUR SVERRISSON OG RÍKHARÐUR DAÐASON VÆRU FRAMTÍÐARFRAMLÍNU- MENN LIÐSINS. HVERS VEGNA GAFSTU ÖLLUM ÞESSUM LEIK- MÖNNUM TÆKIFÆRI ÚR ÞVÍ ÞÚ HAFÐIR EKKI HUG Á ÞVÍ AÐ DVELJA HÉR LENGUR EN í TVÖ ÁR. HVERS VEGNA EKKI AÐ VELJA STERKUSTU OG REYNSLUMESTU LEIKMENN ÍSLANDS í LIÐIÐ HVERJU SINNI OG REYNA MEÐ ÞVÍ AÐ NÁ SEM BESTUM ÁR- ANGRI, FYRIR SJÁLFAN ÞIG, í STAÐ ÞESS AÐ HUGA AÐ FRAM- TÍÐINNI SEM VAR EKKI ÞITT ÁHYGGJUEFNI? „Það, sem mér finnst skipta mestu máli, erframtíð íslenska landsliðsins, en ekki það hvort ég sé að ná árangri með lið þar sem engin endurnýjun á sér stað. Úrslit sumra leikja er ekki það sem skiptir máli heldur það hvort verið sé að búa til lið sem kemur til með aðnáárangri. Eféghefði hugsað um sjálfan mig sem þjálfara hefði ég ekki teflt fram ungum og óreyndum leikmönnum gegn Tyrkjum en þá unnum við einmitt 5:0. Auðvitað hefði ég getað stillt upp reyndum jöxlum í allar stöður og reynt að knýja fram hagstæð úrslit fyrir sjálfan mig. Þannig vinn ég ekki. Þessu starfi fylgir áhætta hvað þetta varðar en það sama gerði ég þegar ég þjálfaði atvinnumannalið í Grikklandi. Þá kippti ég gömlum leikmönnum út úr liðinu og setti unga efnilega stráka inn." - FINNST ÞÉR EÐLILEGT AÐ GEFA 46 LEIKMÖNNUM TÆKI- FÆRI MEÐ LANDSLIÐINU Á TVEIMUR ÁRUM? „Nei, það finnst mér ekki en að baki þessum fjölda liggja ástæður. Ég þekkti ekkerttil íslenskra leikmanna þegarég varráðinntil starfafyrirtæp- um tveimur árum en þá var farið í keppnis- og æfingaferð til Bandaríkj- anna. Landsliðsnefndin valdi þá leik- menn sem fóru í ferðina og ég treysti þeim fyrir því. Fram að vináttuleikn- um við Dani lék landsliðið 15 lands- leiki og má því segja að 3 nýliðar hafi verið valdir í hvern landsleik. Ein af ástæðum þess að ég hef gefið svo mörgum tækifæri er sú að ég hef dvalið hér á landi meira eða minna í tvöár, fylgst mjög náið með liðum í 1. og 2. deild og litist vel á marga leik- menn. Ef maður sækir fáa leiki og fylgist lítið með hlýtur maður að velja sömu leikmenn frá leik til leiks. Is- land á mjög marga miðju- og sóknar- leikmenn sem koma til greina í lands- liðið en fáa varnarmenn." - HVER ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ VIÐ EIGUM EKKI FLEIRI EFNILEGA VARNARLEIKMENN? „Það er erfitt að segja en ungum fótboltastrákum þykir í flestum tilfell- um mest gaman að vera mikið með boltann og leika í sókninni eða á miðjunni í stað þess að vera í vörn. Slíkt er ágætt og allt gott um það að segja en þegar leikmenn eru sextán ára verða sumir að einbeita sér að því að verða góðir varnarmenn. í sumar fylgdist ég með tuttugu og fjórum fjórtán ára gömlum strákum á Laug- arvatni og þar kom þetta glöggt í Ijós. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.