Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 40
STJARNAN: Varnarlega er lið Stjörnunnar sterkt en það gæti átt í erfiðleikum með sóknarleikinn. Liðið vantar tilfinnanlega rétthenta skyttu en er með góða leikmenn á miðj- unni. Leikmenn liðsins eru jafnir að getu og það er spurning hvernig Eyj- ólfur Bragason þjálfari vinnur úr efni- viðnum. BREIÐABLIK: Þar sem liðið er að koma upp úr 2. deild gæti það átt erfiðan vetur framundan. Líklega mun erlendur leikmaður leika með Breiðabliki í vetur þótt það sé ekki komið á hreint en það mun vitanlega styrkja liðið. HK: Liðið gæti átt erfiðan vetur fyrir höndum eins og Breiðablik. Með liðinu leikur tékkneskur leik- maður, sem heitir Mikael Tonar, en hann á eftir að setja skemmtilegan svip á Islandsmótið. Hann býr yfir þeim eiginleika að geta skotið án þess að þurfa að stökkva upp en slík skot hafa íslenskir markverðir oft átt erfitt með að verja. FRAM: Liðið er mjög skemmtilegt og skipað ungum leikmönnum en það er spurning hvernig þeim tekst upp í vetur. Það á eftir að koma í Ijós hvort svo mikið búi í liðinu að það blandi sér í toppbaráttuna. Leikmenn liðsins eru flinkir og skemmtilegir sóknarmenn en varnarlega er liðið ekki nógu sterkt. GRÓTTA: Fyrir hvert keppnis- tímabil reiknar maður aldrei með miklu af Gróttu en einhvern veginn klórar liðið sig vel í gegnum tímabil- in. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í vetur en brotthvarf Hall- dórs Ingólfssonar yfir í Hauka á eftir að reynast Gróttu dýrkeypt." Eins og flestum handboltaunnend- um er kunnugt eru reglur, eða öllu heldur „regluleysi", varðandi félaga- skipti leikmanna orðið eitt allsherjar bull. Hafi leikmaður áhuga á þvf að skipta um félag getur það lið sem hann lék með hreinlega kyrsett hann með því að verðmerkja hann stjarn- fræðilegri upphæð. Og gildir einu hvort leikmaðurinn hafi verið vara- maður allt síðastliðið keppnistíma- bil, stundað sjóinn einn veturogekk- ert leikið eða sé landsliðsmaður. Nái félögin ekki samkomulagi um verð á leikmanninum á hann þaðá hættu að vera settur í 6 mánaða keppnisbann. Hver heilvita maður sér að svona rugl gengurekki mikið lengur og er orðið tímabært að taka á þessum málum. Hvað finnst landsliðsþjálfaranum um þetta? „Fyrir næsta keppnistímabil verð- ur breyting á þessu. Það er nokkuð Ijóst," segir Þorbergur. „Að mínu mati á að búa til lista yfir alla leik- menn þarsem hverogeinnermetinn eftir aldri, landsleikjafjölda, fjölda leikja með meistaraflokki og svo Sigurður Gunnarsson hefur náð mjög góðum árangri með ÍBV framvegis. Síðan er búinn til ákveð- inn margföldunarstuðull til þess að fá út rétta upphæð. Með þessu móti vita félögin og leikmennirnir sjálfir hvað hver og einn kostar. Svona fyrir- komulag er viðhaft hvað varðar fé- lagaskipti knattspyrnumanna og við erum aðtala um peninga sem lenda í ákveðinni hringrás á milli félaganna. Ákveðinn dómstóll á síðan að skera úr um þau vandamál sem kunna að koma upp. Eins og þessu er háttað í dag eru leikmenn hreinlega leik- soppar lélegra reglna. Þessu verður að breyta." — Hvaða verkefni eru framundan hjá landsliðinu í vetur? „Við leikum tvo leiki heima við Tékka, 15. og 16. október, og tökum þátt í túrneríngu í Ungverjalandi 12.- 18. nóvember. Milli jóla og nýárs og eftir áramótin leikum við 5 landsleiki á íslandi en óvíst er hverjir mótherjar okkar verða. Þó er Ijóst að Finnar er eitt þeirra landsliða sem heimsækja okkur. Dagana 22.-26. janúar 1992 tökum við þátt í túrneríngu í Austur- ríki og í byrjun mars leikum við heima gegn Búlgaríu og Júgóslavíu en það verða síðustu landsleikirnir fyrir B-keppnina sem fer fram 17.-30. mars." — Er orðið Ijóst hvaða landsliðs- menn gefa kost á sér í verkefni vetrar- ins? „Nei, það er ekki endanlega kom- ið á hreint en við erum að vinna í þeim málum." — Ert þú ekki uggandi yfir því að ekkert bólar á handboltahöllinni sem átti að rísa í Kópavogi? „Þau mál eru loksins komin á hreint því búið er að samþykkja teikningu af íþróttahúsi en þetta hef- urekki enn verið kynnt fyrir fjölmiðl- um." — Heldur þú að slæm fjárhags- staða HSÍ og allt umtalið í kringum sambandið muni setja mark sitt á ís- landsmótið? „Ég á ekki von á því. Auðvitað er það leiðinlegt þegar neikvæð um- ræða er ígangi en hún mun ekki hafa nein áhrif á gang mála í landsliðinu." — Er erfitt að starfa sem landsliðs- þjálfari undir þessum kringumstæð- um? „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á starfsemina í kringum landsliðið og ég hef því ekki undan neinu að kvarta. Hins vegar hefur ekki verið hægt að sinna fræðslustarfsemi HSÍ sem skyldi og ákveðin mál liggja niðri sem stendur vegna fjárskorts." — Heldur þú að handboltinn og körfuboltinn muni ekki heyja ein- hverja baráttu um athygli almenn- ings í vetur? „Égtel að það keppnistímabil sem er að hefjast í handboltanum verði eitt það litríkasta frá upphafi. Eldri og reyndari leikmenn eru að snúa heim úr atvinnumennsku og þeir dreifast sem betur fer á nokkur lið. Liðin er flest nokkuð sterk og hafa öll mjög skemmtilegum handboltamönnum á að skipa sem almenningur vill sjá. Mörg lið eru með erlenda leikmenn í háum gæðaflokki og því reikna ég með að Islandsmótið verði jafnt og skemmtilegt." 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.