Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 30
(41) ★ Hver er prúðasti leikmaður 1. deildar? 19 svöruðu Bjarni Sigurðsson 18 svöruðu Björn Jónsson 13 svöruðu Magni Blöndal Pétusson 7 svöruðu Birkir Kristinsson 5 svöruðu Hafsteinn Jakobsson 5 svöruðu Valur Valsson 16% leikmanna svöruðu ekki en af þeim sem það gerðu telja flestir Bjarna Sigurðsson, markvörð Vals, prúðasta leikmann 1. deildar. Björn Jónsson, varnarmaður úr FH, varð í 2. sæti ogMagni Bl. Pétursson í 3. sæti. 41 leikmað- ur komst á blað en það sýnir best að mjög erfitt er að gera upp hug sinn þegar velja á prúðasta leikmann deildarinn- ar. (42) ★ Gætir þú hugsað þér að snúa þér að þjálfun eftir að knattspyrnuferlinum lýkur? 70% svöruðu já 28% svöruðu nei 2% voru óákveðnir Þetta ættu að vera mjög jákvæðar niðurstöður fyrir knattspyrnuna í heild sinni því það er alltaf þörf á góð- um þjálfurum. Leikmenn hafa greinilega áhuga á því að stuðla að betri knattspyrnu í framtíðinni. (43) ★ Hver er besti knattspyrnumaður heims? 53 svöruðu Lothar Mattáus 11 svöruðu Maradona 6 svöruðu Roberto Baggio 6 svöruðu John Barnes 5 svöruðu Ruud Gullit 47% þeirra sem svöruðu telja „Knattspyrnumann Evrópu 1990", Vestur-Þjóðverjann LotharMatháus, besta knattspyrnumann heims. 26% leikmanna svöruðu ekki spurningunni. Argentínski snillingurinn Maradona fékk næst flest atkvæði. Gylfi Rútsson fékk 1 atkvæði en hann leikur með 2. flokki IBV eftir því sem næst verður kosið. Þarna lagði einhver leikmaður í 1. deild þunga pressu á ungar herðar. (44) ★ Fylgist þú með framvindu mála í neðri deildum? 38% fylgjast með 2., 3. og 4. deild 32% fylgjast með 2. og 3. deild 24% fylgjast eingöngu með 2. deild 2% fylgjast eingöngu með 3. deild 1% fylgist ekkert með 3% leikmanna svöruðu ekki spurningunni en al- mennt virðast leikmenn í Samskipadeildinni fylgjast grannt með gangi mála í neðri deildunum. 94% leik- mannafylgjast meðframvindu mála Í2. deild, 72% með gangi mála í 3. deild og 34% fylgjast með 4. deildinni þegar á heildina er litið. (45) ★ Hvaða aðra íþróttagrein en fótbolta gætir þú hugsað þér að stunda? 44 sögðu handbolta 42 sögðu golf 25 sögðu körfubolta 9 sögðu tennis 41% leikmanna gæti hugsað sér að leika handbolta en margir knattspyrnumenn léku handbolta á yngri árum. Golfið er líka vinsæltog körfuboltinn sömuleiðis. Annars er íþróttaáhugi leikmanna mjög víðtækur. 5 leikmenn gætu hugsað sér að stunda vaxtarrækt, 2 box, 2 ameríska fótboltann, 1 svifdrekaflug og 1 tugþraut. Einn leikmaður sagðist geta hugsað sér að stunda dvergakast. Alls voru 25 íþróttagreinar tilgreindar. (46) ★ Með hvaða öðrum íþróttagreinum en fótbolta fylgist þú? 137 nefndu handbolta 107 nefndu körfubolta 70 nefndu frjálsíþróttir 21 nefndu sund 51 nefndu annað Knattspyrnumenn virðast fylgjast vel með öðrum íþróttagreinum ef marka másvör þeirra. Handboltinn er vinsælastur fyrir utan fótboltann og köríuboltinn sömu- leiðis. (47) ★ Hvenær er æskilegast að hefja undirbúning fyrir keppnistímabilið? 34% svöruðu janúar 13% svöruðu febrúar 10% svöruðu nóvember 9% svöruðu janúar/febrúar 7% svöruðu desember 27% leikmanna gáfu önnur svör en meginþorri leik- manna vill hefja undirbúningstímabilið snemma. Nokkrir vilja byrja strax í október en það er Ijóst að leikmenn er tilbúnir til þess að leggja töluvert á sig til þess að komast í sem best form fyrir tímabilið. Sumir vilja byrja rólega í nóvember en hefja síðan fullan undirbúning í febrúar. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.