Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 34
Á ferð um landið ÍSAFJÖRÐUR OG NÁGRENNI
Vestfirðir er perla landsins og
þar leyna faldir fjársjóðir á hverju
strái. Djúpið, firðirnir, Hornstrand-
ir, afskekkt náttúra og harðfiskur
koma eflaust upp í huga þeirra
sem skipuleggja ferð vestur. DV
tók saman efnivið í vestfirska
ævintýraferð og verður lesanda
vonandi innblástur í ferðalag yfir
Steingrímsfjarðarheiði.
RATSJÁRSTÖÐIN Á BOLAFJALLI
Bíltúr upp Bolafjall í góðu veðri býður upp á ótrúlegt útsýni yfir mynni Ísa-
fjarðardjúps og yfir til Hornstranda. Vegurinn er í góðu ástandi og flestum
bílum fær. Á Bolafjalli er ratsjárstöð og þar fylgjast starfsmenn Landhelgis-
gæslunnar með umferð um íslenska lofthelgi. Til stendur að opna útsýnis-
pall efst í fjallinu og má ætla að það muni trekkja fjölda fólks að. Því fer hver
að verða síðastur til að hafa þennan ótrúlega stað út af fyrir sig.
GÖNGUTÚR UM ÓSHLÍÐ – Á EIGIN ÁBYRGÐ
Óshlíð er brött hlíð á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Vegurinn þar var af-
lagður þegar Óshlíðargöngin voru opnuð og hefur vegurinn látið mikið á sjá
síðan. Á köflum er vegurinn gjörónýtur og ljóst að náttúran ætlar sér að
gleypa hann allan. Hann er þó enn sem komið er vel hjóla- og göngufær og
býður upp á afbragðs útsýni á leiðinni.
VALAGIL Í ÁLFTAFIRÐI
Í botni Álftafjarðar er Valagil.
Valagil er stórfenglegt gil og innst
í gilinu er vatnsmikill foss. Göngu-
leiðin er ekki löng, en hægt er að
leggja bíl við Djúpveg hjá Selja-
landi. Þaðan er svo slóði inn að
gilinu og fossi.
KÍKJA Á SÖGUSÝNINGU ELFARS LOGA
Leikarinn Elfar Logi Hannesson setur upp einleik sinn,
Gísla á Uppsölum, í Dýrafirði í sumar. Elfar Logi var í
Fréttablaðinu sagður vera eini atvinnuleikari Vest-
fjarða og hafa leiksýningar hans getið sér gott orð
meðal heimamanna og gesta. Elfar Logi er jafnframt
þekktur fyrir hlutverk sitt sem Ingjaldsfíflið úr Gísla-
sögu Súrssonar. Hægt er að nálgast miða á sýningar
Elfar um Gísla á Uppsölum á tix.is.
KVÖLDMATUR Á TJÖRUHÚSINU
Einn allra besti fiskveitingastaður
landsins er staðsettur á Ísafirði og
heitir Tjöruhúsið. Húsið sjálft er
byggt 1782 og því með þeim elstu
á landinu sem enn eru í notkun.
Stemningin inni í salnum er eins
og hvergi annars staðar og rétt-
irnir sem kokkarnir bera fram ein-
stakir. Engin ferð vestur á Ísafjörð
getur verið fullkomin án kvöldmál-
tíðar í Tjöruhúsinu.
MELRAKKASETRIÐ Í SÚÐAVÍK
Melrakkasetrið er fræðasetur
sem helgað er íslenska melrakk-
anum, eina upprunalega land-
spendýrsins. Hér er rebba gamla
gert hátt undir höfði og geta gestir
nálgast fróðleik á safninu og hjá
starfsmönnum þess. Á Súðavík
er líka fjölskyldugarðurinn Ragga-
garður og minnisvarði um þau sem
létust í snjóflóðinu 1995.
MYND/SIGTRYGGUR ARI
MYND/BOLUNGARVIK.IS
MYND//WESTFJORDS.IS
MYND/AÐSEND
MYND/FACEBOOK MYND/MELRAKKI.IS
DAGSFERÐ UM HORNSTRANDIR
West Tours bjóða upp á dagsferð til Hornstranda og miða sérstaklega að
þeim sem ráða ekki við margra daga göngu eða hafa ekki tímann í það.
Ferðirnar eru færar öllum þeim sem geta gengið 12–16 klst. Siglt er frá Ísa-
firði snemma morguns í þann fjörð sem siglt er til þann daginn og gengið
yfir í þann næsta og hópurinn sóttur þangað. Heimsókn á Hornstrandir ætti
að vera á lista allra Íslendinga.
DAGSFERÐ Í VIGUR
Í miðju Ísafjarðardjúpi liggur eyjan Vigur. Þar er ferða-
þjónusta og veitingastaður. Eyjan er þekkt fuglavarp og
hægt að treysta því að sjá þar lunda, teistu og æðar-
fugl til að nefna fáa. Selir eru sjáanlegir á skerjum utan
við eyjuna og útsýnið frá eyjunni allt um kring er afar
fagurt. Siglt er frá Ísafirði, til dæmis með West Tours,
sem bjóða siglingar út ágústmánuð.
MYND/WESTFJORDS.IS
MYND/WESTFJORDS.IS
SKJÁSKOT/RUV.IS
34 FÓKUS 24. JÚLÍ 2020 DV