Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 1
ÍÞRÓTTAFÓLK SEM
SKARAÐI FRAM
ÚR Á LIÐNU ÁRI
MYNDRÆN PLATA
VEKUR EFTIRTEKT
TÓNLISTARHÓPURINN HLÖKK 45VERÐLAUN VÍÐA UM LAND 12
Jólasveinarnir kvöddu mannabyggð í Vest-
mannaeyjum heldur snemma þetta árið því
ÍBV hélt þrettándagleði sína í gærkvöldi,
þremur dögum fyrir síðasta dag jóla. Úti-
skemmtun á þrettándanum á sér langa hefð í
Eyjum en í nokkur ár hefur verið haldin hátíð
sem nær yfir heila helgi, einskonar bæjarhátíð
sem dregur að sér fjölda fólks. Það voru ekki
aðeins Kertasníkir og hinir jólasveinarnir sem
kvöddu í gær heldur komu álfar og tröll og
skemmtu sér með hátíðargestum. Að vanda
voru sungnir álfasöngvar.
Eyjamenn halda þrettándagleði heila helgi
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Kertasníkir kvaddi mannabyggð í Eyjum aðeins of snemma
Ferðaskrifstofan Heimsferðir hef-
ur samið við ítalska flugfélagið
Neos um að sinna flugi til allra
áfangastaða fyrirtækisins í sumar.
Mun Neos því sinna um 80% af ferð-
um Heimsferða. Nær samningurinn
til 34 þúsund flugsæta eða 68 þús-
und flugleggja.
Í sumar munu Heimsferðir bjóða
upp á vikulegar ferðir til Veróna á
Ítalíu, auk ferða til Krítar, Króatíu,
og þriggja áfangastaða á Spáni. Í
tengslum við samstarfið við Neos
hafa Heimsferðir selt 2.000 flug-
sæti til ítalskra ferðaskrifstofa og
er sú ráðstöfun talin auka líkurnar
á frekari straumi ferðamanna frá
Ítalíu hingað til lands. »20
Heimsferðir semja
við ítalskt flugfélag
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálstofnun (VMST), áætlar að
allt að 9.400 manns verði á atvinnu-
leysisskrá í ár þegar mest lætur. Til
samanburðar eru nú um 7.600 manns
á atvinnuleysisskrá.
Spár um hagvöxt á þessu ári hafa
verið endurmetnar til lækkunar. Nú
síðast spáði Arion banki 0,6% hag-
vexti í ár. Samkvæmt VMST munu
þá aðeins verða til 400-500 störf á
þessu ári en það er langt undir nátt-
úrulegri fjölgun á vinnumarkaði.
Fjölgun annað árið í röð
Af þeim sökum er útlit fyrir að
fólki á atvinnuleysisskrá muni fjölga.
Með því yrði þetta annað árið í röð
þar sem atvinnuleysið eykst.
Vegna minna vinnuframboðs mun
samkeppni um störf harðna. Nýlegt
dæmi er að 80 manns sóttu um starf
kynningarfulltrúa hjá fyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu. Ingólfur
Bender, aðalhagfræðingur Samtaka
iðnaðarins, segir stefna í 1% hagvöxt
í ár. Niðurstaðan muni að hluta ráð-
ast af viðbrögðum stjórnvalda.
Karl segir minna framboð af störf-
um jafnan hafa leitt til brottflutnings
fólks frá landinu.
Fleiri munu verða án vinnu
Áætlun VMST bendir til að lítil fjölgun starfa í ár leiði til meira atvinnuleysis
Kólnun á vinnumarkaði gæti birst í auknum brottflutningi fólks frá landinu í ár
Minni yfirvinna í boði
» Yfirvinna hefur í gegnum
tíðina verið hátt hlutfall
heildarlauna á Íslandi.
» Dregið hefur úr yfirvinnu í
byggingariðnaði undanfarið og
það haft áhrif á laun.
MÚtlit fyrir aukið … »6
Jarðfræðingurinn Arnþór Óli Ara-
son hefur gengið 43 þúsund kíló-
metra á sautján árum. Samsvarar
það rúmlega ummáli jarðar um mið-
baug og er hann því kominn á annan
hring umhverfis hnöttinn.
Arnþór hefur gengið af ástríðu í
mörg ár, sérstaklega eftir að hann
fór á eftirlaun fyrir fimm árum.
Hann gengur mest um Reykjavík og
Reykjanesskagann en einnig víðar
um landið. Þá gengur hann töluvert
víðar um Evrópu. Hann er mikill ná-
kvæmnismaður og skráir ferðir sín-
ar í tölvu, merkir inn á kort og útbýr
myndabækur um leiðirnar.
Árið 2007 setti Arnþór sér það
takmark að ganga allar götur
Reykjavíkur og lauk því verkefni
fyrir nokkru. „Ég bíð eftir að nýjar
götur verði göngufærar og fer þá af
stað,“ segir hann.
Arnþór samsinnir því að hann sé
líklega eini maðurinn sem gengið
hefur allar götur Reykjavíkur-
borgar. »SunnudagsMogginn
Gengið allar göturnar
Göngugarpur kominn á annan hring um hnöttinn
Morgunblaðið/Ásdís
Göngugarpur Arnþór Óli Arason
merkir göngurnar inn á landakort.
Tilraunir til margvíslegra fjársvika á
netinu sem beindust gegn viðskipta-
vinum Landsbankans voru 76% fleiri
í fyrra en árið 2018, að sögn Her-
manns Þórs Snorrasonar, sérfræð-
ings á fyrirtækjasviði Landsbank-
ans. Hann sagði að netsvik af ýmsu
tagi færðust stöðugt í vöxt.
Netsvik eru flokkuð niður og á
fyrrnefnd aukning við átta stærstu
flokkana. Landsbankinn styðst við
sömu flokkun og notuð er í ná-
grannalöndunum. Reglulegir fundir
eru haldnir með samstarfsbönkum í
öðrum löndum. Fjárfestasvik eru
umfangsmesti flokkurinn og fjölgaði
slíkum tilvikum þar sem verið var að
blekkja viðskiptavini Landsbankans
í fyrra um 152% frá árinu 2018.
„Ljóst er að íslenska lögreglan
þarf að búa yfir nægilegum styrk og
tæknilegri getu til að rannsaka net-
og tölvuglæpi. Geta hennar til þess
er í dag lítil,“ segir í nýrri stefnu-
miðaðri greiningarskýrslu embættis
ríkislögreglustjóra. »22
Tilraunum til netsvika
fjölgaði um 76% 2019
L a u g a r d a g u r 4 . j a n ú a r 2 0 2 0
Stofnað 1913 3. tölublað 108. árgangur