Morgunblaðið - 04.01.2020, Side 8

Morgunblaðið - 04.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Í nýrri Hagsjá Landsbankans erfjallað um launa- og kaupmátt- arþróun síðustu ára og er óhætt að segja að þær tölur sýni stórbætt kjör almennings hér á landi á liðn- um áratug.    Kaupmáttur núer 26% hærri en hann var hæstur fyrir fall bankanna, sem var um mitt ár 2008.    Þessi þróun á sér stað þrátt fyrirbankafallið, sem hafði vita- skuld neikvæð áhrif, og lýsir gríð- arlegum árangri á síðustu árum.    Í Hagsjánni kemur einnig framað ekki séu mikil merki launa- skriðs um þessar mundir og tekið er fram að spenna á vinnumarkaði hafi farið minnkandi eins og sjáist til dæmis á auknu atvinnuleysi og minni atvinnuþátttöku.    Þetta er það neikvæða við þærmiklu launahækkanir sem orð- ið hafa á síðustu árum. Þó að mikl- ar launahækkanir séu fagnaðar- efni hafa þær í raun verið umfram það sem atvinnulífið getur staðið undir.    Afleiðingar þessa koma fram ífækkun starfsfólks með marg- víslegri hagræðingu, auknum fjár- festingum í tækni sem dregur úr þörf á vinnuafli og jafnvel flutningi á störfum út fyrir landsteinana.    Um leið og því er fagnað aðlaunahækkanirnar hafa ekki brotist út í aukinni verðbólgu er nauðsynlegt að huga að þessum af- leiðingum. Þær eru áminning um að í þessu eins og flestu er sígandi lukka best. Kaupmátturinn og lukkan sígandi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umsóknarfrestur um þátttöku í hönnunarsam- keppni um brú yfir Fossvog er liðinn. Allar þátttökuóskir voru rafrænar og voru opn- aðar í viðurvist fulltrúa Borgarlínunnar, Kópa- vogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Mjög góð þátt- taka var í útboðinu og bárust óskir frá 17 hönnunarteymum, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óskir um þátttöku bárust bæði frá innlendum og erlendum verkfræði- og arki- tektastofum. Í flestum teymum er um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila. Matsnefnd mun nú fara yfir umsóknirnar og velja fimm teymi til að taka þátt í hönnunarsam- keppninni. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyr- ir um miðjan janúar og að hönnunarsamkeppnin hefjist í framhaldinu. Þau fimm hönnunarteymi sem verða valin munu fá greitt fyrir sitt framlag í samkeppninni. Að lokinni samkeppni er gert ráð fyrir að samið verði við sigurvegarann um fulln- aðarhönnun nýrrar brúar yfir Fossvog. Nýja brúin verður hluti af fyrsta áfanga upp- byggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar í Kópavogi og Hlemms. Á brúnni verður gert ráð fyrir hjóla- og göngu- stíg ásamt akreinum fyrir almenningssamgöngur sem tengjast stíga- og gatnakerfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Ekki er gert ráð fyrir al- mennri umferð ökutækja. sisi@mbl.is Margir vilja hanna Fossvogsbrú Fossvogsbrúin Hugmynd að útliti. Hönnunar- teymi verður falin endanleg útfærsla brúarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í gær auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Um er að ræða dómaraembætti sem losnaði þegar Ingveldur Einars- dóttir var skipuð dómari við Hæsta- rétt. Á skömmum tíma hefur dóms- málaráðuneytið auglýst þrjú emb- ætti landsréttardómara. Fram kem- ur þar að ráðuneytið hyggst hraða ráðningarferlinu. Stefnt er að því að skipa í emb- ættið í stað Ingveldar hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni um- sækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum, segir í auglýsingunni. Enda hefur Ingveldur nú þegar hafið störf við Hæstarétt. Umsókn- ir skulu berast dómsmála- ráðuneytinu eigi síðar en 20. janúar 2020. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu með rafræn- um hætti. Skömmu fyrir jól auglýsti dóms- málaráðuneytið tvö embætti lands- réttardómara laus til setningar. Umsóknarfrestur er til 6. janúar næstkomandi. Sett verður í þau embætti eins fljótt og auðið er eftir að nefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn sinni, að því er fram kom í auglýs- ingu. Hjörtur O. Aðalsteinsson, dóm- stjóri við Héraðsdóm Suðurlands, og Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, hafa verið sett tímabundið í embætti landsréttar- dómara frá 1. janúar 2020 til 30. júní í sumar, samkvæmt tillögu hæfnisnefndar. sisi@mbl.is Ráðningarferli dómara við Landsrétt hraðað Morgunblaðið/Hanna  Þrjú dómaraembætti auglýst laus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.