Morgunblaðið - 04.01.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 04.01.2020, Síða 14
2.870.000kr. VIVARO VAN Listaverð 3.890.000 kr. Tilboðsverð án vsk. 3.742.000kr. VIVARO COMBI - 9 manna Listaverð 4.990.000 kr. Tilboðsverð án vsk. TILBOÐ Á OPEL ATVINNUBÍLUM FRAMLENGT TIL 31. JANÚAR Frábær vinnukraftur! Birtm eð fyrirvara um verð-og textabrengl. 2.145.000kr. COMBO CARGO Listaverð 2.990.000 kr. Tilboðsverð án vsk. benni.is ReykjavíkKrókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Umferðin á hringveginum á ný- liðnu ári fór vaxandi frá árinu á undan eða alls um 2,4% á milli ára. Þetta var þó mun minni aukning umferðar en á árunum þar á undan þegar umferð um hringveginn jókst um fimm til 14 prósent frá ári til árs. Þetta kemur fram í nýrri saman- tekt Vegagerðarinnar. Í seinasta mánuði ársins dróst umferð á hringveginum raunar saman um eitt prósent miðað við umferðina í desember árið áður þegar tölur á 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum eru skoðaðar. Mest dróst umferðin saman um Norður- land eða um 8,2% í desember sl. „Umferðin jókst hins vegar aðeins á tveimur landsvæðum eða yfir teljara á og í grennd við höfuðborgarsvæðið en þar jókst umferðin um 1,4% og um Vest- urland um 0,2%. Trúlega stafar þessi samdráttur af, að stórum hluta, vondu veðri í desember á síðasta ári,“ segir í um- fjöllun á vef Vegagerðarinnar um samdráttinn sem varð í umferðinni í desembermánuði. Fram kemur að þegar litið er á þróun umferðarinnar á hringveg- inum yfir allt síðasta ári kemur í ljós að þá mældist samdráttur í þremur mánuðum frá árinu á und- an, eða í mars, september og des- ember. „Mest jókst umferðin í febr- úar eða um 15,8% en mestur samdráttur varð í mars eða 4,1% samdráttur.“ Þegar árið er gert upp í heild jókst umferðin um lykilsniðin 16 um 2,4% eins og fyrr segir. Sam- dráttur varð í fyrra á tveimur land- svæðum eða um 2,3% á Austurlandi og um 1,5% á Suðurland. „Mest jókst umferðin, hins vegar, um Vesturland eða um 5,2%.“ Bent er á að eins og vænta hafi mátt var mest ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum. „Umferð- in jókst alla vikudaga miðað við ár- ið á undan, hlutfallslega mest á sunnudögum eða 4,3% en minnst á miðvikudögum eða 0,9%,“ segir þar. Umferðin jókst í fyrra en hægt hefur á vextinum  Samdráttur á hringveginum á Austurlandi og Suðurlandi Umferðin á hringveginum 2017-2019 Breyting á umferð milli ára í desember og allt árið* Desembermánuður, breyting milli ára Samtals allt árið, breyting milli ára Landsvæði 2017-2018 2018-2019 2017-2018 2018-2019 Suðurland 5,1% -6,8% 7,4% -1,5% Höfuðborgarsvæðið 2,4% 1,4% 4,3% 3,5% Vesturland 6,5% 0,2% 3,4% 5,2% Norðurland 1,3% -8,2% 2,5% 0,1% Austurland 4,5% 4,8% 6,8% -2,3% Samtals 3,4% -1,0% 4,6% 2,4% *Umferð yfir 16 lykilteljara á hringvegi. Heimild: Vegagerðin. Mikil og vaxandi óánægja er meðal fé- lagsmanna innan stéttarfélaga á al- menna markaðinum sem enn eiga ósamið við ríki og sveitarfélögin en samningar þeirra hafa verið lausir í meira en níu mán- uði. ,,Það er alveg ótrúlegt að það skuli ekkert hreyf- ast hjá sveitar- félögunum og rík- inu. Það er kominn mikill kurr í fólk, sem kallar orðið eftir því að stéttarfélögin fari að stíga fram og vill bara að farið verði í aðgerðir. Samningar hafa verið lausir frá því í vor en á sama tíma og allt er að hækka þá standa launin eftir. Sveitarfélögin eru t.d. að hækka gjaldskrár og annað en geta ekki lokið samningum við verkalýðshreyfinguna. Þetta leggst af Vilja að farið verði í aðgerðir  Þolinmæðina að þrjóta gagnvart sveitarfélögum og ríkinu að sögn formanns Framsýnar  Sumir sem bíða án samninga hafa ekki fengið launahækkun frá 2018 töluverðum þunga á ákveðna hópa sem hafa ekki fengið neinar leiðrétt- ingar,“ segir Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður Framsýnar. Félags- menn hans sem eru án samninga við sveitarfélög eru aðallega konur í umönnunar- og aðhlynningarstörfum og hafa margar þeirra ekki fengið neina launahækkun allt frá 1. júlí árið 2018. Langur tími á milli funda ,,Það er bullandi óánægja og full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Menn hafa haft marga mánuði til að ljúka þessu en það sér ekki enn til lands,“ segir Aðalsteinn. Hann gagn- rýnir sérstaklega það áhugaleysi sem hann segir einkennandi meðal ýms- issa viðsemjenda, langur tími líði á milli funda og lítill áhugi virðist fyrir því að ganga í það verk að endurnýja kjarasamninga. Segist hann þeirrar skoðunar að verkalýðshreyfingin geti ekki beðið lengur og setja eigi stefn- una á aðgerðir í febrúar til að knýja á um lausn. Ekki sé hægt að búa við það ástand að fólk fái ekki launahækkun í heilt ár eða í enn þá lengri tíma á sama tíma og ríki og sveitarfélög eru að hækka gjaldskrár og ýmsa þjónustu. Fram kom fyrir áramót á vef Starfsgreinasambandsins að það væri Aðalsteinn Á. Baldursson algerlega óboðlegt fyrir félagsmenn að viðræður hefðu staðið frá vormán- uðum án niðurstöðu. SGS, Efling og sveitarfélögin funduðu hjá Ríkissátta- semjara 19. des. og er næsti fundur boðaður 13. janúar. Beðið er niður- stöðu vinnuhóps um málefni vakta- vinnufólks. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Ríkissáttasemjari Framundan eru annir hjá sáttasemjara. Boðað hefur verið til 10 sátta- eða vinnufunda í kjaradeilum alla virka daga næstu viku. Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með til umsóknar styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 28. júní - 17. júlí 2020. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 20. janúar 2020. Nánari upplýsingar: www.hafrettarstofnun.hi.is. Félag háskólakennara og samn- inganefnd ríkisins undirrituðu í gær nýjan kjarasamning. Um 1.200 félagsmenn eru í Félagi há- skólakennara og er það fjórða fjöl- mennasta aðildarfélag Bandalags háskólamanna. Samningurinn er afturvirkur og er gildistími hins nýja samnings frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Ekki verða veittar nánari upp- lýsingar um samninginn fyrr en síðar en boðað hefur verið til kynningarfunda fyrir félagsmenn í Háskóla Íslands í næstu viku og atkvæðagreiðsla um kjara- samninginn hefst strax í kjölfar fundanna. Félagið var ekki í samstarfi við önnur BHM-félög við samnings- gerðina. 14 aðildarfélög BHM eru enn með lausa samninga. Sjö að- ildarfélög BHM hafa undirritað kjarasamninga við ríkið. Fimm þeirra voru samþykktir en einn felldur. Ríkið semur við háskóla- kennara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.