Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 TORMEK Brýnsluvélar s Tormek T-4 Verð 58.500 s Tormek T-8 Verð 97.900 Allar stýringar fyrirliggjandi Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 SVX-150: Skærastýring Verð 7.980 HTK-706: Aukahlutasett fyrir hnífa, skæri o.fl. Verð 21.950 Tormek T-2 Atvinnu eldhúsbrýni Verð 108.730 SVD-186: Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn Verð 11.980 SVM-140: Hnífastýring Verð 7.740 SVA-170: Axarstýring Verð 2.420 SVM-00: Stýring fyrir tálguhnífa Verð 4.980 SE-77: Stýring fyrir hefiltennur og sporjárn Verð 9.530 Vefverslun brynja.is NÝTT Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Lögreglan á Suðurnesjum fékk nokkrar tilkynningar um áramótin vegna „óæskilegrar meðferðar á flugeldum“, eins og það er orðað í dagbókinni. Í Sandgerði köstuðu unglingar flugeldum inn í anddyri fjölbýlishúss. Lögregla fór á stað- inn en þá voru þeir á bak og burt. Í Njarðvík voru unglingar staðnir að því að sprengja flug- elda inni í nýbyggingu. Þeir ætl- uðu að forða sér þegar þeir urðu lögreglu varir en það tókst ekki. Lögreglumenn ræddu við þá um atvikið og höfðu jafnframt tal af forráðamönnum þeirra. Þá var til- kynnt um pilta að kasta flugeldum í íþróttahús. Þeir náðu að komast undan á hlaupum. Eldur kom svo upp í bílskúr í Keflavík. Grunur leikur á að hann hafi kviknað út frá flugeldi sem lenti á skúrnum. Auk þessa kviknaði í pítsukassa sem skilinn hafði verið eftir á eldavél í íbúðarhúsnæði í Keflavík. Einhverjar skemmdir urðu af völdum reyks. Unglingar köstuðu flugeldum inn í hús Ríflega 100 hross fórust í hamfara- veðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra í desember sl. Í yfirliti frá Mat- vælastofnun, MAST, kemur fram að þetta séu mestu afföll á hrossum í ára- tugi og svari til um 0,5% þeirra 20 þúsund hrossa sem talið er að hafi verið á útigangi á þessu landsvæði. Hross fórust á 46 bæjum, þar af 61 á 29 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu, 20 hross á 9 bæjum í Vestur-Húna- vatnssýslu og 22 hross á 8 bæjum í Skagafirði. Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ. Matvælastofnun segir dreifinguna endurspegla að afföllin verði ekki rak- in til óviðunandi aðbúnaðar eða undir- búnings á einstaka bæjum en ljóst megi vera að veðrið kom mishart nið- ur á svæðum innan landshlutans. Samkvæmt upplýsingum frá MAST voru hrossin á öllum aldri; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust 15 hestar, flestir full- orðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu. „Algengast var að hross hefði hrak- ið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti,“ segir í yfirliti MAST. Stofnunin bendir á að afar óvenjulegt sé að saman fari svo hart norðan áhlaup með mikilli úrkomu og hita- stigi við frostmark. Veðurskilyrðin hafi leitt til þess að slydda hafi lagst á hrossin og frosið þar. Hrossin hafi orðið klömbruð og þung, sem hafi gert þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stórhríð sem á eft- ir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk fellibyls á köflum. „Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjólveggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi,“ segir MAST. Yfir 100 hross fórust í óveðrinu á 46 bæjum  Mestu afföll á hrossum í áratugi, segir Matvælastofnun Hross í hamfaraveðri » Yfir 100 hross drápust á 46 bæjum. » Það gera um 0,5% af þeim hrossum sem voru á útigangi á Norðurlandi vestra. » Af þessum hrossum voru 29 folöld og 30 hryssur. Ljósmynd/Landsbjörg Hamfaraveður Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu bændur við að grafa hross úr fönn. Nú liggur fyrir að yfir 100 hross drápust í hamfaraveðrinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.