Morgunblaðið - 04.01.2020, Side 20
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur
gengið frá samningi við ítalska flug-
félagið Neos, sem mun sinna flugi til
allra áfangastaða ferðaskrifstofunn-
ar í sumar og samtals 80% af öllum
ferðum Heims-
ferða á árinu.
Nær samningur-
inn til 34 þúsund
sæta, eða 68 þús-
und leggja, og
kemur vél Neos
til Íslands 21.
mars og verða í
sumar vikulegar
ferðir til Veróna á
Ítalíu auk ferða til
Krítar, Króatíu,
Ítalíu, Malaga, Alicante og Tenerife.
Þá hafa Heimsferðir einnig gert
samning um sölu á tvö þúsund sætum
til ítalskra ferðaskrifstofa næsta
sumar og er talið að þetta geti opnað
fyrir mögulegri fjölgun ítalskra
ferðamanna til Íslands.
Samningurinn er ekki sá fyrsti sem
ferðaskrifstofan gerir við flugfélagið,
útskýrir Tómas J. Gestsson, fram-
kvæmdastjóri Heimsferða. „Fyrsti
samningurinn við Neos var gerður
fyrir tæplega ári og það gekk vel hjá
okkur í sumar. Þeir eru áhugasamir
um frekari samvinnu á næstu miss-
erum og vilja helst auka þetta ár frá
ári. Þessi samningur er aðeins stærri
en í fyrra, en við viljum ekki fara of
geyst í þetta heldur skref fyrir
skref.“ Hann segir Neos mjög spennt
fyrir Íslandi og að félagið hafi áhuga
á því að fljúga meira til Íslands með
ítalska farþega í framtíðinni.
Neos skilur vel þarfir ferðaskrif-
stofa enda er félagið í eigu stærstu
ferðaskrifstofu Ítalíu, Alpitours,
svarar Tómas er hann er spurður
hvers vegna þetta flugfélag hafi orðið
fyrir vali Heimsferða. „Þótt þeir séu
einnig í áætlunarflugi eru þeir skiln-
ingsríkir og hafa mikla þekkingu á
ferðaskrifstofumarkaðnum. Þess
vegna erum við mjög ánægð með þá
og ég á von á því að þetta samstarf
haldi áfram.“
Hann segir Heimsferðir hafa verið
í viðræðum við önnur félög, meðal
annars Smartwing (áður Travel Ser-
vice), en það félag hefur verið í sam-
starfi við ferðaskrifstofuna í um sex-
tán ár. „En þeir voru ekki eins
sveigjanlegir. Vildu að við værum alla
daga vikunnar með vélina. Okkur
fannst það heldur mikið. Eftir fall
Primera air vildum við fara varlega af
stað.“
Fjóra daga í viku
Tómas segir Heimsferðir einnig
nota önnur flugfélög á árinu, sérstak-
lega vegna borgarferðanna. Mun
Smartwings fljúga til Prag og Brat-
islava í vor, en Icelandair og Nor-
wegian mun sinna sérferðum ferða-
skrifstofunnar. „Norwegian er að
fljúga fyrir okkur í janúar, febrúar og
mars til Gran Canaria og Tenerife.
Neos tekur við í mars og flýgur fyrir
okkur til Gran Canaria, Alicante og
til Suður-Spánar með golffarþega.
Síðan hefjast borgarferðir í apríl og
er meðal annars flogið til Mílanó,
Split, Lissabon og fleiri borga í vor,“
útskýrir framkvæmdastjórinn.
Það er í sumar (júní, júlí, ágúst og
fram í september) sem hlutverk Neos
verður mest áberandi að sögn Tóm-
asar. Þá mun flugfélagið þjónusta
Heimsferðir fjóra daga í viku. „Vélin
kemur til landsins á mánudagskvöld-
um og við fljúgum henni hérna hjá
okkur þriðjudag, miðvikudag,
fimmtudag og föstudag,“ segir Tóm-
as, en um er að ræða Boeing 737-800
vél með 186 sæti. „Flugfélögin hafa
mikið notað slíkar flugvélar fyrir okk-
ur í gegnum árin. Þetta eru vélar eins
og Primera var með og Norwegian
hefur verið með fyrir okkur til Gran
Canaria.“
Heimsferðir auka samstarf
við ítalska flugfélagið Neos
Ljósmynd/Neos
Flug Heimsferðir hafa farið varlega af stað í samstarfinu við Neos, en flugfélagið vill fljúga meira til Íslands.
Mun sinna 80% af flugi Heimsferða 2.000 sæti seld til ítalskra ferðaskrifstofa
Tómas
Gestsson
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
4. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.64 122.22 121.93
Sterlingspund 160.68 161.46 161.07
Kanadadalur 93.6 94.14 93.87
Dönsk króna 18.219 18.325 18.272
Norsk króna 13.815 13.897 13.856
Sænsk króna 12.974 13.05 13.012
Svissn. franki 125.36 126.06 125.71
Japanskt jen 1.1168 1.1234 1.1201
SDR 168.3 169.3 168.8
Evra 136.12 136.88 136.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.9418
Hrávöruverð
Gull 1520.55 ($/únsa)
Ál 1799.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.41 ($/fatið) Brent
● Bandaríski raf-
bílaframleiðandinn
Tesla afhenti 112
þúsund bíla á
fjórða fjórðungi
ársins 2019 sem er
það mesta sem
fyrirtækið hefur
gert í einum árs-
fjórðungi. Í frétt
Bloomberg segir
að fyrirtækið hafi
alls afhent 92.550 bíla af gerðinni Mod-
el 3 og 19.450 af gerðunum Model S og
Model X. Fyrra afhendingarmet, sem
sett var á 3. ársfjórðungi 2019, nam 97
þúsund bílum. Samtals námu afhend-
ingar fyrirtækisins á árinu 2019
367.500 sem er 7.500 einingum meira
en fyrirtækið gerði ráð fyrir í lægri vik-
mörkum sínum fyrir árið. Tesla afhenti
auk þess 7 þúsund fleiri bíla en það
framleiddi á ársfjórðungnum. Eftir að
markaðir voru opnaðir í gær hækkuðu
bréf félagsins fljótt, um 5,5%, upp í 454
bandaríkjadali á hvert bréf, en samtals
hækkuðu hlutabréf félagsins um 26% á
árinu 2019. Tesla skilaði að auki nokkuð
óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi
líkt og greint var frá í októbermánuði.
Ekki hefur verið gefið út hvenær fyrir-
tækið mun kynna afkomu sína fyrir
fjórða fjórðung ársins 2019.
Metfjórðungur hjá raf-
bílaframleiðandanum
Elon Musk,
forstjóri Tesla.
STUTT
● Bréf Icelandair Group lækkuðu um
3,9% í Kauphöll Íslands í gær. Námu við-
skipti með bréf félagsins rúmum 57 millj-
ónum króna. Þá lækkuðu bréf Arion
banka um 2,7% í ríflega 426 milljóna
króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Brims
um rúmlega 1,1% í takmörkuðum við-
skiptum upp á ríflega 8 milljónir króna.
Bréf Marels lækkuðu um 1,1% í tæplega
116 milljóna króna viðskiptum. Mest
hækkuðu bréf Sýnar um 1,24%, ríflega
76 milljónir króna. Þá hækkuðu Heima-
vellir um tæp 0,9% í afar takmörkuðum
viðskiptum upp á rúmar 7 milljónir króna.
Verð á bréfum Origo, VÍS, Festar, TM
og Skeljungs hreyfðust hins vegar ekki.
Lítil viðskipti voru með bréf Origo og
Skeljungs en veltan með bréf Festar nam
251 milljón, VÍS 63 milljónum og TM tæp-
um 54 milljónum.
Icelandair og Arion banki lækkuðu mest