Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Elsku afi minn, nú ertu kominn í sumarlandið til hennar Jórunnar þinnar. Mikið afskaplega er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur yfir kaffibolla, eða í yndislegu mat- arboðunum sem þú og við vor- um dugleg að plana saman á Kjalarnesinu. En ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu öll mín 33 ár og þykir yndislegt að Hreinn Jónsson ✝ Hreinn Jónssonfæddist 12. jan- úar 1943. Hann lést 8. desember 2019. Útför Hreins fór fram í kyrrþey. stelpurnar mínar fengu tækifærið að kynnast þér og muna vel eftir afa á Kjaló. Ég mun sakna þín og sakna þess að koma til þín í heimsókn á Kjalar- nes og spjalla og flissa yfir lúmska húmornum sem þú hafðir, elsku afi minn. Ég mun halda í allar þær minningar sem ég á um þig frá Þverá og Kjalarnesinu. Minningin þegar þú gafst mér sykurmola með smá kaffi í á Þverá, augljóslega að stelast því mamma og amma máttu alls ekki sjá til, finnst mér lýsa þér vel; afskaplega rólegur en húm- oristi og stríðinn. Setning sem ég mun alltaf tengja við þig er „viltu ekki fá þér meira?“ eða „má ekki bjóða ykkur meira“ því það þekkja það flestir sem komu til ykkar Jórunnar og maður fór aldrei svangur heim. Elsku afi minn, takk fyrir allt og skelltu kossi á Jórunni frá okkur. Þín Hafdís Björk Jónsdóttir. Okkur langar að skrifa örfá orð til viðbótar til minningar um föður okkar Hrein Jónsson og konu hans, Jórunni Vang Lárusdóttur. Þau leiðu mistök urðu við skrif æviágrips pabba að þar kom ekki fram að hann ann- aðist Jórunni síðustu árin á heimili þeirra í langvinnum veikindum hennar, af einstakri ástúð, þar til hún lagðist inn á Vífilsstaði þar sem hún dvaldi til æviloka, 31. desember 2016. Skömmu eftir að pabbi kvaddi vorum við að leitast við að finna einhvern kveðskap eft- ir hann og fannst eins og okkur hefði verið vísað að kíkja í bókahillu í svefnherberginu. Þar fannst þessi vísa sem hann hafði hripað aftan á um- slag og finnst okkur að hún verði að fylgja: Gestir skópu gleðifund, glæstrar konu minni. Eiga slíka aftanstund, allra gleður sinni. Pabbi og Jórunn kynntust árið 1995 og eftir nokkurra ára sambúð á Þverá í Blönduhlíð fluttu þau suður á Kjalarnes, þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili og sóttu bæði vinnu í Reykjavík. Þar var alltaf gott að koma og iðulega einhverju gómsætu skellt á grillið, sama hvernig viðraði. Þau voru dugleg að ferðast og gera ýmislegt sér til skemmtunar, sem þeim hafði ekki verið auðið með bústörf- unum. Meðal annars komu þau sér upp glæsilegu hjólhýsi í Þjórsárdal þar sem þau dvöldu eins mikið og hægt var. Á einu ferðalaginu höfðu þau gist hjá vinafólki og skildi pabbi eftirfarandi vísu eftir á bjórflösku sem þakkir fyrir gestrisnina: Ótal margt fær aldrei séð, úti döggin grætur. Bjórinn allra bætir geð bjartar sumarnætur. Pabbi trúði því að eitthvað tæki við eftir að jarðneskri vist lýkur og var afar næmur á slíka hluti. Það gerum við líka og vitum að þau eru nú sameinuð á ný eftir þriggja ára aðskilnað og laus við alla þá líkamlegu kvilla sem hrjáðu þau síðustu árin. Hvílið í friði elsku pabbi og Jórunn og takk fyrir allt. Sjáumst einhvern tímann. Þangað til biðjum við að heilsa. Til óskalandsins fljúgum við saman frjáls og ein. Þar fáum við öllu jarðnesku böli að gleyma. Á vegi þínum á jörð er steinn við stein. Í stjörnuborgum söngvanna áttu heima. Þú elskar ljóðin, lifir í anda hans. Ég lofsyng nafn þitt, helga þér ver- öld mína. Mín vígða brúður, drottning míns draumalands. Í drottins nafni krýp ég við fætur þína. Með þig í faðminum flýg ég burt í nótt. Nú finn ég gleðinnar töfra um hjart- að streyma. Að elska er að hafa eld til guðanna sótt og opnað þeirra fegurstu sólar- heima. Þó jörðin sé frosin og fokið í hin gömlu skjól, þá fylgir þeim gæfa, sem treysta á ástina og vorið. Með einum kossi má kveikja nýja lífsins sól. Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið. (Davíð Stefánsson) Fyrir hönd barna Hreins og fjölskyldna, Arnfríður Hanna Hreinsdóttir. ✝ Einar Kjart-ansson fæddist í Þórisholti í Mýrdal 3. desember 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 24. desember 2019. Ein- ar var sonur hjónanna Þorgerðar Einarsdóttur (1901- 2003) og Kjartans Einarssonar (1893- 1970), fjórði í röð sjö systkina. Þrjú eru látin; Borghildur, Einar Sigurður og Ingveldur Guðríður. Sigurgeir, Kristinn Matthías og Kjartan lifa bróður sinn. 10-14 ára gekk Einar í Reyn- isskóla og 11 ára vann hann við vegalagningu hjá breska setulið- inu. Sem ungur maður starfaði hann m.a. við fiskverkun í Vest- mannaeyjum, verslunarstörf á Minni-Borg og við vöruflutninga hjá Ólafi Ketilssyni. Einar kvæntist 1.6. 1954 Sigur- björgu Pálsdóttur frá Litlu-Heiði, f. 6.2. 1932, og tóku þau við búi í Þórisholti með yngri bræður og foreldra Einars í heimili. Þau eignuðust sex börn: 1. Kjartan Páll, kvæntur Dagnýju Þóris- dóttur, dætur þeirra: a) Anna dóttir Sigrúnar og Ívars Páls Bjartmarssonar er Þorgerður Sól, sambýlismaður Egill Helgi Guð- jónsson. Börn Einars og Sigríðar Sigurðardóttur eru Svanhildur; Ragnheiður, gift Kristni Guðna- syni, börn þeirra Embla Björt og Jakob Freyr; og Sigurður Ágúst, kvæntur Bergdísi Björk Sigur- jónsdóttur, dætur þeirra Guðrún Katrín og Sigríður Elma. Einar var virkur í félagsstörf- um en um tíma sat hann í sveitar- stjórn Hvammshrepps, var for- maður Lionsklúbbsins Suðra, félagi í Búnaðarfélagi Hvamms- hrepps og stofnfélagi í Samherja, félagi eldri borgara. Lengi starf- aði Einar sem sóknarnefndarfor- maður, meðhjálpari og hringjari í Reyniskirkju og var virkur félagi í kirkjukór Reyniskirkju ásamt Sigurbjörgu. Um árabil bjuggu þau í félagsbúi með sonum sínum Grétari og Guðna í blönduðu búi en hættu svo búskap árið 1995. Sama ár festu þau kaup á Árbraut 2 í Vík. Ferðalögunum fjölgaði þar á eftir, einkum til Kanaríeyja ásamt ýmsum ferðalögum með fjölskyldunni. Árið 2016 fluttu Einar og Sigurbjörg að Fossvegi 2 á Selfossi og frá maí 2018 dvaldi Einar á hjúkrunardeildinni Foss- heimum. Útför Einars fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal á morg- un sunnudag, 5. janúar 2020, klukkan 13. Jóna, sambýlis- maður Rúnar Örn Ágústsson, dætur þeirra Dagný Katla og Embla Björg, b) Auður, gift Pétri Péturssyni, synir þeirra Pétur og Rú- rik, c) Hildur Björg. 2. Guðni, kvæntur Höllu Ólafsdóttur, börn þeirra: a) Íris, börn hennar og Benedikts Brynleifssonar eru Nökkvi, Björg og Einar, b) Ívar, sambýliskona Kristina Hajnikova, synir þeirra Alex og Grétar Juli- us, c) Einar, d) Þorgeir. 3. Þor- gerður, gift Guðmundi Pétri Guð- geirssyni, börn þeirra: a) Berglind, börn hennar og Kjart- ans Kárasonar eru Guðmundur Atlas og Katrín Alexía, b) Eygló, sambýlismaður Alexander Harra- son, c) Hlynur. 4. Grétar, kvæntur Sædísi Ívu Elíasdóttur, börn þeirra: a) Rakel, sambýlismaður Ágúst Leó Sveinsson, börn þeirra Freyja og Dagur, b) Birkir, c) Fjölnir. 5. Vilborg, gift Pétri Pét- urssyni, börn þeirra: a) Steinn El- liði, b) Þorfinnur, c) Fríða Björg. 6. Sigrún Lilja, gift Einari Svans- syni, sonur þeirra Einar Björgvin; Enn er rofið skarð í hóp okkar sjö systkina, sem fædd vorum og ólumst upp í Þórisholti á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Það voru mín forréttindi að alast upp í þeim hópi sem Einar bróðir, rúm- um sjö árum eldri, markaði þó öðrum fremur. Hann kenndi mér handtökin við hin ýmsu störf sveitalífsins fyrir daga vélvæðing- ar. Deutz-dráttarvél kom ekki fyrr en 1954. Það var ómetanlegt að njóta stóra bróður; aldrei kom til mis- klíðar, maður gegndi honum eins og foreldrum. Hjólið hans stóð mér alltaf til boða, þá sjö ára, þurfti reyndar að hjóla undir stöng. Einar lauk fullnaðarprófi með hæstu einkunn ásamt Kjartani Pálssyni lækni og seinna mági. Um miðjan fimmta áratuginn herjaði mænuveikifaraldur á Mýr- dalinn. Einar veiktist en slapp við varanlega lömun. Varð hans skólaganga því ekki lengri og tjáði hann mér síðar að eftir mænu- veikina hefði hann misst allan þrótt til lærdóms sem hann þó endurheimti að mestu er frá leið. Á þessum tíma fóru flestir ung- lingar í „verið“ og um tvítugt lá leið hans til Vestmannaeyja þar sem hann fékk inni hjá Andrési föðurbróður. Ári síðar réðst hann til starfa hjá Árna föðurbróður, við verslunina á Minni-Borg í Grímsnesi. Sumarið 1953 gekk í garð, heilsufari föður okkar fór hratt hrakandi sem endaði með aðgerð þar sem tekinn var hluti af öðru lunga vegna langvarandi bólgu- hnúts, afleiðingar lungnabólgu sem hafði nær lagt hann að velli um tvítugt og háði honum æ síðan. Sveitastörf urðu honum nú ofviða, ekki lá annað fyrir en hætta bú- skap sextíu og eins árs. Á þessum tíma var Einar í til- hugalífi með Sigurbjörgu Páls- dóttur á Litlu-Heiði. Þau voru bæði að störfum; hún í mötuneyti Skógaskóla og hann á Minni-Borg og undi þar vel sínum hag. Ekki veit ég hvað foreldrum okkar og þeim Einari og Sigurbjörgu fór á milli þessa vormánuði, enda að heiman í námi, en um vorið þegar ég kom heim höfðu þau gift sig og tekið við búi í Þórisholti. Eldri hjónin stigin til hliðar en héldu hluta af efri hæð fyrir sig og okkur bræðurna. Þau voru áfram liðtæk hjálp við heimilisstörfin að því er þrek og heilsa leyfði. Aldrei getum við systkinin full- þakkað þeim hjónum að þau veittu foreldrum okkar friðsælt ævi- kvöld. Einnig þau forréttindi okk- ar að geta komið heim þar til við reistum sumarbústaðinn, sælu- reitinn okkar allra í Djúpaleiti. Læt ég hér lokið minningarorð- um um kæran bróður, hann fær nú hvíld í sveitinni sem hann unni og helgaði sína starfskrafta. Við hjónin vottum Sigurbjörgu og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu sam- úð. Sigurgeir. Látinn er móðurbróðir minn Einar Kjartansson bóndi í Þóris- holti í Mýrdal. Einstakur öðlingur og ljúflingur í alla staði. Ég var ekki gömul þegar ég kom fyrst til sumardvalar í Þórisholti. Afi Kjartan og amma Þorgerður voru vissulega þau sem leyfðu mér að koma og dvelja í Þórisholti. En það voru engu að síður Ein- ar og Silla kona hans sem voru þau sem leiddu mig í allan sannleika í sveitastörfunum og voru í raun mínir uppalendur. Einar þreyttist aldrei í því að taka okkur krakkana með til allra starfa. Hann var líka hafsjór af fróðleik og var sífellt að fræða okkur, leiðbeina og hvetja til að gera hlutina sjálf. Þannig var hann hvetjandi og styðjandi á all- an hátt. Umhverfið, kennileiti og veður- far varð eins og hluti af daglegum viðfangsefnum og alltaf var það Einar sem vissi og sagði frá. Þau hjónin Einar og Silla voru samstiga og samhuga og það mátti margt læra af þeim og þeirra lífs- viðhorfi. Heimili foreldra minna var alla tíð fastur viðkomustaður Einars og Sillu þegar þau komu til borgarinnar og það var alltaf eins konar hátíð og við systkinin vild- um alls ekki missa af þessum heimsóknum. Einar hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana og frá- sagnir hans alltaf spennandi og lif- andi. Þórisholt og Mýrdalurinn var í hans huga hin helga jörð. Fjöllin, jökullinn, Reynisfjaran og hafið urðu að undraheimum fyrir hans orð og áhuga. Leiðsögumaðurinn Einar var einstakur og lét ekki ár- in stöðva sig í því að fara með hópa á fjöll og fræða fólk. Gönguhópur- inn minn sem naut leiðsagnar hans í nokkra daga ferð talar enn um ást hans og virðingu fyrir landinu og sköpunarverkinu. Einar tók okkur með í Reynis- kirkju oftar en ekki þegar hann annaðist um hana og lét sér annt um kirkjuna og hennar boðskap. Hann kenndi okkur að bera virð- ingu fyrir hinu heilaga og ganga með virðingu og þakklæti um kirkjugarðinn. Svo kunni hann sögu allra sem hvílu eiga í garð- inum og með því að segja sögu þessa fólks tengdi hann nútíð og fortíð. Fjársjóður sem í dag er ómet- anlegur opnar augu manns fyrir því að lífið er gjöf en ekki sjálf- sagður hlutur. Nú fær Einar frændi hvílu í þessum helga reit sem hann hafði annast af kærleika. Ég þakka hon- um fyrir alla hans leiðsögn og hvatningu og bið góðan Guð að blessa Sillu, börnin þeirra og þeirra fjölskyldur. Unnur Ólafsdóttir. Einar Kjartansson Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem ekki sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Hann Óli hafði einstaklega góða nærveru. Mér fannst hann Ólafur Einar Magnússon ✝ Ólafur EinarMagnússon fæddist 26. júlí 1932. Hann lést 19. nóvember 2019. Útför hans fór fram 3. desember 2019. tendra ljós í boðun- um hennar Bobbu; alltaf ljúft bros, vin- semd og það sem mestu varðar staðfesta. Ég hef lítið séð hann síðan þau Fríða skildu, en svo mikið skildi hann eftir hjá mér að ekki kemur til greina annað en minnast hans og þakka fyrir. Ég hef glaðst innilega yfir að vita að hann hafi fundið sér góð- an lífsförunaut og þau hentað hvort öðru mjög vel. Já, það týnist úr hópnum, en minningarnar lifa og eru ómetan- legar. Ég vil senda afkomendum hans innilegar samúðarkveðjur svo og Hlíf, konunni sem hann fann ham- ingjuna með. Blessuð sé minning hans. Megi þér, Hlíf, ganga allt í hag- inn í þínu lífi. Rúna Knútsdóttir. Ástkær og yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og ekki síst, amma. Okkar stoð og styrkur, HRAFNHILDUR ÞÓRDÍS PÁLMADÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 20. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast Hrafnhildar er bent á Hringinn, Styrktarsjóð Barnaspítala Hringsins. Einar Einarsson Einar Kristinn Einarsson Kristín Björg Einarsdóttir Haukur Þórðarson Elín Dröfn Einarsdóttir Jonas Himmelev Carlsen Hrafnhildur B. Einarsdóttir Ásdís Birta Einarsdóttir Alexander Einar Hauksson Sólon Þórður Hauksson Oliver Krummi Hauksson Halldóra Anna Hafliðadóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL MAGNÚSSON útibússtjóri, áður til heimilis á Melhaga 8, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 12. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir kærleiksríka umönnun. Þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimilið Grund. Magnús, Ásta María, Sigríður Margrét og fjölskyldur Innilegar kveðjur og þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur hluttekningu og væntumþykju við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar, tengdasonar og bróður, HÖSKULDAR KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR, Víðigrund 8, Akranesi. Umhyggjan yljar og líknar. Kristjana Jóna Jóhannsdóttir Jóhann Úlfar Lilja Dís Hafliði Már Hulda Sigríður Guðmundur Þ. Friðjónsson Sigríður Illugadóttir Hulda Ágústsdóttir og systkini

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.