Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 60 ára Aldís er Vest- mannaeyingur og er eigandi kaffihúsins Café Varmó. Hún er í oddfellowstúkunni Vil- borgu. Maki: Kristinn Ævar Andersen, f. 1947, fyrr- verandi sjómaður. Börn: Sigurdís Ösp, f. 1977, Atli Freyr, f. 1978, d. 1979, Hlynur Már, f. 1980, og Elín Björk, f. 1990. Fóstursonur er Daníel Ingi, f. 1998. Börn Kristins eru Lilja, Ingi og Arnar. Barnabörnin eru samtals fjór- tán og langömmubörnin eru þrjú. Foreldrar: Kristín Frímannsdóttir, f. 1941, húsmóðir, og Atli Elíasson, f. 1939, d. 2006, framkvæmdastjóri Steypu- stöðvar Vestmannaeyja. Aldís Atladóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu daginn til þess að gera langtímaáætlanir í fjármálum. Njóttu þess að hafa nægan tíma núna til að sinna sjálfsræktinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að læra aga og hófsemi. Vertu til taks fyrir vin. Sittu við stýrið í eigin lífi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það skiptir þig miklu máli að finna til öryggiskenndar, en þú hefur ekki fundið fyrir henni í einhvern tíma. Nú verður breyting á eftir samning sem þú gerir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert eitthvað viðkvæm/ur. Sum- ir hlutir eru bara til þess að hlæja að þeim. Haltu áfram að synda á móti straumnum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sú vinna sem þú hefur lagt á þig að undanförnu mun bera árangur innan skamms. Ekki taka vinum sem sjálfsögð- um, vináttu þarf að sinna svo hún haldi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tilfinningarnar eiga það til að hlaupa með þig í gönur. Þú rærð of mikið á sömu mið, reyndu einhver ný. Það er aldrei að vita hvað kemur í netið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Flutningar og breytingar á starfs- högum eru óhjákvæmilegar. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum, þú verður að velja. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að endurmeta stöðu þína í félagi eða sambandi. Þú þarft að æfa þig betur í þolinmæði. Ekki leita langt yfir skammt í leit að hamingjunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki hætta í miðjum klíðum að sinna verkefni sem er á þína ábyrgð. Þú gætir setið eftir með sárt ennið fljótlega en það jafnar sig fjótt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu berast með straumnum og gerðu þitt besta. Það er nóg. Þú færð vissan hlut á silfurfati. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fylgdu innsæi þínu. Gefðu þér góðan tíma til þess að sníða stakk eftir vexti, góðir hlutir gerast hægt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fólk er tilbúið til að veita þér allan þann stuðning sem þú þarft því það trúir á það sem þú ert að gera. Búðu þig undir að slá í gegn á árinu sem er gengið í garð. Gunnari Ingimundarsyni viðskipta- fræðingi, framkvæmdastjóra og fjögur börn þeirra eru Davíð fram- kvæmdastjóri, eiginkona hans er Nína Björg Arnbjörnsdóttir hús- móðir og börn þeirra eru Kjartan klukkustundar langt spjall þar sem við fórum yfir árið.“ Davíð fylgist enn vel með fréttum og helstu áhugamálin eru tónlist, lestur og fjölskyldan. Þau hjónin ferðast einnig töluvert. „Ég elska Mozart, við hjónin erum nýkomin úr ferð í Austurríki, fórum í göngu- ferðir um Alpana. Lífið hefur borið mig á höndum sér.“ Fjölskylda Fyrri kona Davíðs var Soffía Mathiesen f. 3.8. 1930, d. 7.1. 1964, húsmóðir og kennari, dóttir Jóns Mathiesen, kaupmanns í Hafnar- firði, og konu hans, Jakobínu Mat- hiesen, f. Petersen. Börn Davíðs og Soffíu eru: 1) Laura, f. 1954, hjúkrunarfræðingur hjá embætti landlæknis, gift Magn- úsi Pálssyni viðskiptafræðingi og þrjár dætur þeirra eru: Soffía, sál- fræðingur, maki hennar er Salvar Geir Guðgeirsson prestur og eiga þau eina dóttur á leikskólaaldri, Emblu Sóleyju; Björg fjölmiðla- kona og Perla leiðsögumaður, maki hennar er Guðmundur Lúther Hall- grímsson verkefnastjóri. 2) Hrund, f. 1957, doktor í hjúkrunarfræði, deildarstjóri á Landspítala, gift D avíð Scheving Thor- steinsson fæddist 4. janúar 1930 á Ísafirði en flutti nokkurra mánaða með foreldr- um sínum til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp, lengst af á Laufás- veginum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og prófi í heimspeki- legum forspjallsvísindum frá HÍ ári síðar. Davíð var framkvæmdastjóri hjá Smjörlíki hf. og Sól hf. 1964-1995, en Sól var oftsinnis kosið vinsæl- asta fyrirtækið hjá tímaritinu Frjálsri verslun. Hann var formað- ur nefndar sem samdi reglur um starfshætti hlutafélaga á Íslandi, og þær reglur eru núna orðnar reglur Kauphallar Íslands. Hann sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda 1968-1974, og var formaður félags- ins 1974–1982, hann sat í fram- kvæmdastjórn samtaka atvinnulífs- ins og varaformaður 1978-1990, formaður bankaráðs Iðnaðarbank- ans 1982-1989, varamaður í banka- ráði Landsbanka Íslands 1972- 1980, varamaður í bankaráði Seðla- banka Íslands 1980-1993 og aðalmaður í stjórn Seðlabanka Ís- lands 1993-1998. Hann sat í stjórn Rauða kross Íslands og var formað- ur hans um árabil og sat í stjórn minningarsjóðs frú Stefaníu Guð- mundsdóttur 1984-2006. Davíð var formaður ráðgjafarnefndar Íslands hjá EFTA um árabil, ræðismaður Írlands og síðar aðalræðismaður 1977-2018 og formaður Ræðis- mannafélags Íslands 2007-2018. Davíð var sæmdur fálkaorðunni ár- ið 1982. „Það sem er eftirminnilegast á ferlinum fyrir utan ævistarfið hjá Sól er líklega formennskan í Félagi íslenskra iðnrekenda og störfin hjá Seðlabankanum. Þau tóku ansi mik- inn tíma, eins og að semja þessar reglur um ársreikninga félaga. Við störfuðum mikið saman, við Jó- hannes Nordal, og ég tel hann til einkavina minna en við fórum oft í veiðiferðir saman. Störfin fyrir Vinnuveitendasambandið eru líka eftirminnileg. Við Guðmundur jaki vorum til dæmis miklir vinir og á hverju gamlárskvöldi áttum við vörubirgðastjóri, Kolbrún mennta- skólanemi, Soffía Hrund grunn- skólanemi og Gunnar Óli grunn- skólanemi; Jakob tónlistarmaður; Soffía sálfræðinemi í Háskóla Ís- lands og Magnús stuðningsfulltrúi. 3) Jón, f. 1963, stærðfræðingur, framkvæmdastjóri, kvæntur Ragn- heiði Harðardóttur landsréttar- dómara og tvö börn þeirra eru: Vera, nemi í stjórnmálafræði við Bandaríska háskólann í París, og Ari, nemi við tölvubraut Tækniskól- ans í Reykjavík. Seinni kona Davíðs er Stefanía Svala Borg, f. 24.11. 1940, húsmóðir og læknaritari, dóttir Geirs Borg framkvæmdastjóra og konu hans Guðrúnar Ragnars Ólafssonar frá Akureyri. Börn Davíðs og Stefaníu eru: 1) Magnús, f. 1968, framkvæmda- stjóri, kvæntur Þóreyju Eddu Heiðarsdóttur sálfræðingi og þrjú börn þeirra eru: Davíð nemi í fjár- málaverkfræði; Hekla mennta- skólanemi og Þór grunnskólanemi. 2) Guðrún, f. 1971, barnalæknir. Dóttir hennar er Eyrún Jóhanns- dóttir, nemi í sálfræði í Háskóla Ís- lands. Faðir Eyrúnar er Jóhann Ragnar Guðmundsson, fyrrverandi Davíð Sch. Thorsteinsson, fv. framkvstj. og formaður Félags ísl. iðnrekenda – 90 ára Kátur Davíð er ánægður með lífið og tilveruna og hefur nóg fyrir stafni. „Lífið hefur borið mig á höndum sér“ Hjónin Stödd í Bonifacio á Korsíku fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Jim Smart Afinn Davíð les fyrir barnabörnin Tómas og Sólveigu Jóhannsbörn. 30 ára Harpa er Reykvíkingur, ólst upp í Smáíbúðahverfinu og býr þar. Hún er með BS-gráðu í véla- verkfræði frá HÍ og kláraði meistaranám í endurnýjanlegri orku- verkfræði frá Tækniháskólanum í Gautaborg. Harpa vinnur á bygging- arsviði hjá EFLU verkfræðistofu en er í fæðingarorlofi. Maki: Elfar Freyr Helgason, f. 1989, knattspyrnumaður með Breiðabliki. Dóttir: Melkorka Elfarsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Jóhanna Ólafsdóttir, f. 1957, bankamaður, og Gísli Hafþór Jónsson, f. 1955, verkstjóri hjá Eykt. Þau eru búsett í Reykjavík Harpa Sif Gísladóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Melkorka Elfars- dóttir fæddist 22. maí 2019 kl. 12.32 á Landspítalanum. Hún vó 3.255 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Harpa Sif Gísladóttir og Elfar Freyr Helgason. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.