Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Fimmtán ár skilja þá Björg- vin Pál Gústavsson og Viktor Gísla Hallgrímsson að, en þeir skipa markvarðapar íslenska landsliðsins í handbolta á EM síðar í janúar. Gaman verður að sjá þann kornunga og þann gamla vinna saman og hvernig sem gengi Íslands á mótinu verður, lærir Viktor væntanlega gríðarlega mikið af því að vera með Björgvini á stórmóti. Blandan í leikmannahópnum er yfirhöfuð afar skemmtileg. Ungir leikmenn eins og Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson og Viktor Gísli eru þar í slagtogi með hinum fertuga Guðjóni Val Sigurðssyni, 39 ára Alexander Petersson og 34 ára Björgvini Páli. Það líður væntanlega ekki langur tími þar til þeir ungu þurfa að taka við af þeim sem eldri eru og gæti mótið í ár ver- ið mikilvægur þáttur í því ferli. Liðið ætlar sér hins vegar fyrst og fremst góðan árangur á mótinu og hefur alla burði til þess. Margir leikmenn liðsins hafa spilað virkilega vel með fé- lagsliðum sínum á leiktíðinni og innkoma Guðjóns Vals og Alex- anders gerir mikið innan og ekki síður utan vallar. Guðjón Valur spilaði á sínu fyrsta stórmóti áður en Viktor Gísli og Haukur fæddust. Íslenska liðið ætlar sér að eiga möguleika á sæti á Ólymp- íuleikunum, en til þess að það geti orðið að veruleika má lítið út af bera. Tvö sæti eru eftir fyr- ir Evrópuþjóðir í undankeppni Ólympíuleikanna og takist Ís- landi að ná öðru þeirra bíður riðill með annaðhvort Frakklandi og Króatíu eða Þýskalandi og Svíþjóð, ásamt einni þjóð frá annarri heimsálfu. Þar þarf Ís- land að hafna í öðru af tveimur efstu sætunum til að komast á Ólympíuleikana. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Nikolaj Jacob- sen, landsliðs- þjálfari karlaliðs Dana í hand- bolta, segir það helvíti að mæta Íslandi í fyrsta leik á Evr- ópumeist- aramótinu sem fram fer í Aust- urríki, Noregi og Svíþjóð. Danmörk og Ísland mætast í fyrsta leik sínum á mótinu í E-riðli keppninnar hinn 11.. janúar næst- komandi en Jacobsen tók við danska liðinu af Guðmundi Guð- mundssyni, núverandi þjálfara ís- lenska liðsins. Hann segir Guðmund vera stað- ráðinn í að vinna danska liðið vegna þessa. „Það verður maður á hinum bekknum og það liggur við að hon- um verði sama um milliriðla, svo lengi sem hann getur unnið þennan leik. Ég hefði frekar viljað spila við Slóveníu, Pólland og Sviss, eins og Svíarnir. Maður getur lent í basli með Slóveníu en hinir leikirnir ættu að vinnast og þá er maður kominn áfram. Það er ekki hægt að segja um Ungverjaland og Rússland og leikurinn við Ísland verður helvíti,“ sagði Jacobsen við BT. Danir eru ríkjandi heimsmeist- arar og ætla sér stóra hluti á EM. Helvíti að mæta Íslandi í fyrsta leik Nikolaj Jacobsen HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta er búið að vera flott. Við er- um að verða tilbúnir og þetta lítur vel út. Allir eru í góðu standi og við erum spenntir,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í hand- bolta, í samtali við Morgunblaðið. Liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir Evrópumótið í Svíþjóð, Noregi og Austurríki sem hefst 9. janúar, en ís- lenska liðið leikur sína leiki í Malmö í Svíþjóð. Sigvaldi lék á fyrsta stórmóti sínu á HM í Þýskalandi og Danmörku á síðasta ári. Hornamaðurinn er spenntur fyrir öðru stórmóti og möguleikum Íslands, en í íslenska hópnum er skemmtileg blanda af ungum leikmönnum og svo eldri og reyndari. Daníel Þór Ingason, Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson léku á fyrsta stórmóti sínu í fyrra og þeir eru mættir aftur, reynslunni ríkari. Þá verða reynslu- boltarnir Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með. Skemmtileg blanda „Maður er aðeins slakari núna. Hópurinn er ungur og að hafa eins árs reynslu gerir mikið fyrir þennan hóp. Lexi er svo kominn inn og Gaui er klár, svo þetta er skemmtileg blanda af reyndum mönnum og ung- um strákum,“ sagði Sigvaldi. Hann segir liðið ætla sér betri hluti en á HM í fyrra, þar sem það fór í milliriðil en tapaði öllum sínum leikjum þar. „Þetta var erfitt í fyrra en við ætlum okkur alltaf stóra hluti, við erum með það gott lið. Við viljum vinna alla leiki sem við spilum. Þetta er rosalega erfiður riðill en við ger- um okkar besta til að komast áfram.“ Sigvaldi hefur leikið afar vel með Elverum í Noregi og varð hann norskur bikarmeistari á dögunum, annað árið í röð. Hornamaðurinn skoraði 18 mörk í undanúrslitum bikarsins og var svo aftur marka- hæstur í úrslitaleiknum með níu mörk. Liðið varð norskur meistari á síðustu leiktíð og er nú í toppsæti deildarinnar með þriggja stiga for- skot. Þá er Sigvaldi fyrirliði liðsins og markahæstur í Meistaradeild Evrópu með 48 mörk í 10 leikjum. Sagði nei við þýsku liðin Góð frammistaða Sigvalda vakti athygli utan Noregs og samdi hann á dögunum við pólska liðið Kielce, sem er eitt það sterkasta í heimi. Eins og gefur að skilja er Sigvaldi spenntur fyrir félagsskiptunum, en hann gengur formlega til liðs við Kielce fyrir næsta tímabil. „Ég er búinn að standa mig vel í Meistaradeildinni og þeir hafa fylgst með mér í svolítinn tíma. Þeir eru að missa góðan leikmann, við erum svipaðir og ég á að koma í staðinn fyrir hann. Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu landsliðsverkefni í jan- úar og svo næsta tímabili í Póllandi,“ sagði Sigvaldi spenntur. Hann viðurkennir að fleiri félög hafi haft samband. „Ég sagði nei við nokkur þýsk lið eftir að þetta kom upp. Ég var spenntastur fyrir Kielce. Þetta var aldrei spurning.“ Sigvaldi verður ekki eini Íslend- ingurinn sem spilar með Kielce á næstu leiktíð því Selfyssingurinn Haukur Þrastarson samdi einnig við félagið fyrir skömmu. „Við höfum spjallað svolítið saman. Það verður flott fyrir okkur báða að geta notað íslenskuna eitthvað,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson. Sigvaldi er í 17 manna landsliðs- hópnum sem hélt til Þýskalands í gærmorgun, en Íslendingar mæta Þjóðverjum í vináttulandsleik í Mannheim klukkan 16.20 í dag. Ís- land er í E-riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi á Evrópumótinu og verður leikið í Malmö. Fyrsti leikurinn er gegn Dönum laugardaginn 11. janúar. Reynslan frá HM mikil- væg fyrir þennan hóp  Sigvaldi Björn bíður spenntur eftir að Evrópukeppnin hefjist um næstu helgi AFP Hornamaður Sigvaldi Björn Guðjónsson lék í fyrsta skipti á stórmóti þegar Ísland tók þátt í lokakeppni HM í Þýska- landi fyrir ári og fagnar hér marki gegn Frökkum í þeirri keppni. Hann hefur spilað 20 landsleiki. Gary Martin, leikmaður ÍBV og markahæsti leikmaður úrvals- deildar karla í knattspyrnu á síð- ustu leiktíð, er að ganga til liðs við enska utandeildarliðið Darlington á láni en það er staðarblaðið í Dar- lington sem greinir frá þessu. Dar- lington er í tíunda sæti í sínum riðli með 33 stig eftir 23 spilaða leiki. Framherjinn mun snúa aftur til Vestmannaeyja um miðjan mars og taka slaginn með ÍBV í 1. deildinni næsta sumar en liðið endaði í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll um deild. Sá markahæsti fer til Darlington Ljósmynd/Sigfús Gunnar Markheppinn Gary Martin tekur slaginn með ÍBV í 1. deildinni. Martin Hermannsson átti mjög góðan leik fyrir Alba Berlín þegar liðið heimsótti Valencia í Evrópudeildinni í körfuknattleik í gær. Leiknum lauk með fjórtán stiga sigri Valencia, 91:77, en Martin var næststigahæstur í liði Alba Berlín ásamt Litháanum Okas Giedraitis en þeir skoruðu báðir 13 stig. Þá gaf Martin einnig fimm stoðsendingar á þeim rúmu 26. mínútum sem hann spil- aði. Alba Berlín leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 42:38, en seinni hálfleikurinn var eign spænska liðsins sem fagnaði þægilegum sigri í leikslok. Alba Berlín hefur ekki gengið vel í Evrópudeildinni á þessari leiktíð en þýska liðið er í sautjánda og næst- neðsta sæti deildarinnar með einungis fimm sigra og tólf töp eftir sautján spilaða leiki. Zenit frá Pétursborg er í neðsta sætinu með fjóra sigra en Anadolu Efes og Real Madrid eru í topp sætunum með fjórtán sigra hvort. Góður leikur dugði skammt Martin Hermannsson Elvar Már Friðriksson náði sér ekki á strik fyrir Borås þegar liðið heimsótti Köping Stars í toppslag efstu deild- ar Svíþjóðar í körfuknattleik í gær. Leiknum lauk með 92:76-sigri Köping Stars en Elvar skoraði sjö stig í leikn- um og gaf sjö stoðsendingar á þeim rúmlega hálftíma sem hann spilaði. Köping Stars byrjaði leikinn betur og leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta. Leikmenn Borås mættur ekki til leiks í öðrum leikhluta sem Köping Stars vann með 29 stigum gegn 13 stigum Borås og staðan því 45:26, Köping Stars í vil, í hálfleik. Þrátt fyrir 10 stiga sigur Borås í þriðja leikhluta dugði það ekki til. Borås er áfram í öðru sæti deildarinnar eftir leik gærdagsins en liðið er með 32 stig eftir 20 spilaða leiki. Köping Stars er í efsta sætinu, einnig með 32 stig, en Köping Stars á leik til góða á Borås. Sextán stiga tap í toppslag Elvar Már Friðriksson Ramus Lauge, leikstjórnandi danska karlalandsliðsins í hand- knattleik, meiddist á fæti á æfingu liðsins á dögunum en það eru danskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Lauge mun því ekki leika með danska liðinu í Gulldeildinni eins og til stóð. Þá er óvíst hvort hann verði búinn að jafna sig þegar Danir mæta Íslandi í Malmö í fyrsta leik sínum á EM í E-riðli keppn- innar en leikurinn fer fram11. jan- úar. Lauge var lykilmaður í liði Dana þegar þeir urðu heimsmeist- arar á síðasta ári í Herning. Óvíst um þátttöku leikstjórnandans Ljósmynd/@SEHALeague Meiddur Rasmus Lauge leikur með Veszprém í Ungverjalandi.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (04.01.2020)
https://timarit.is/issue/408789

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (04.01.2020)

Aðgerðir: