Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 sp ör eh f. Landslagið í bænum Ramsau við Dachstein er einstaklega fallegt. Bærinn liggur á Ramsauer hásléttunni í 1000 –1300 m hæð og tignarlegir alpatindar gnæfa yfir til suðurs. Í ferðinni verður boðið upp á fjölbreyttar gönguleiðir sem liggja allar um stórkostlegt landslag, fjöll og dali. Gist verður á ekta austurrísku 4* alpahóteli sem býr yfir glæsilegri heilsulind. Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 30. maí - 6. júní Trítlað í Ramsau an dóm undirréttar séu þessi réttindi varin en með því að snúa við dómi undirréttar sé þvert á móti grafið undan þeirri vernd sem 1. máls- greinin veitir fyrir dómi. Saga pólitískra afskipta Hvor málsaðili fékk 30 mínútna ræðutíma en beiðni íslenska ríkisins um lengri tíma var hafnað. Hér er ekki rými til að endursegja alla málsvörnina heldur verða tekin almenn dæmi til skýringar. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni langa hefð fyrir pólitískum afskipt- um af dómaravali á Íslandi. Nefndi hann Sjálfstæðisflokkinn sérstak- lega í því samhengi. Það hefði verið tilgangur með breytingum á lögum um dómstóla árið 2010 að tryggja að dómaravalið færi í annan farveg. Vilhjálmur vék að dómum Hæsta- réttar númer 591 og 592/2017 og hvernig þar hefði verið farið hörðum orðum um embættisverk Sigríðar sem ráðherra. Var það mat Vil- hjálms að Hæstiréttur hefði í máli 10/2018 átt að ógilda dóminn í máli umbjóðanda síns og vísa málinu aft- ur til löglega skipaðra dómara. En Hæstiréttur dæmdi að dómur lands- réttar í máli Guðmundar skyldi vera óraskaður. Þá taldi Vilhjálmur þann rök- stuðning Sigríðar fyrir að breyta frá vali hæfnisnefndar ekki sannfærandi að taka bæri meira tillit til kynja- sjónarmiða og dómarareynslu. Það er að gera bæri konum hærra undir höfði og láta reynslu af dóm- störfum vega þyngra í matinu. Alþingi hafi brugðist í málinu Jafnframt taldi Vilhjálmur það mikið alvörumál að með samþykkt sinni á dómaralistanum hefði Alþingi ekki farið að reglum. „Að mati umsækjanda (e. appli- cant) er spurningunni auðsvarað … Það var einfaldlega metið ómögu- legt, af pólitískum ástæðum, að kjósa um hvern og einn umsækjanda. Til að skilja þetta þarf aðeins að hafa hugfast hvað sú framkvæmd hefði þýtt … Alþingi hefði þá með beinum hætti þurft að hafna umsækjanda EJ [Eiríki Jónssyni] sem metinn var sjöundi hæfastur í þágu umsækj- anda sem var mun neðar á listanum. Þá til dæmis JF [Jón Finnbjörnsson] sem metinn var í þrítugasta sæti,“ sagði Vilhjálmur. Með því að stað- festa dómaralistann hefði Alþingi brugðist því hlutverki sínu að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Skiluðu 46 síðna greinargerð Fanney Rós Þorsteinsdóttir, sett- ur ríkislögmaður, og breski lögmað- urinn Timothy Otty fluttu málið fyrir hönd íslenska ríkisins. Áður hafði ríkislögmaður skilað inn 46 blaðsíðna greinargerð fyrir áðurnefndan frest 11. nóvember. Morgunblaðið ræddi við Fanneyju Rós þegar réttarhöldunum var lokið. „Meginrökin eru að það var ekki brotið á mannréttindum kæranda því Arnfríður Einarsdóttir var lög- lega skipuð. Kjarninn í okkar mál- flutningi var að dómstóllinn þarf að virða nálægðarreglu og að Ísland hafi unnið úr málinu. Það liggur fyrir skýr dómur Hæstaréttar. Það var farið í gegnum hann í löngu máli,“ sagði Fanney um kjarna málsins. Með nálægðarreglu vísar hún til þeirrar reglu að dómstólum beri að eftirláta það innlendum dómstólum að túlka innlend lög. Þá vísar hún til dóms Hæstaréttar í máli númer 10/ 2018 en þar hafnaði rétturinn þeim málflutningi Vilhjálms að umbjóð- andi hans hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar og mannréttinda. Hins vegar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember 2017 að Sigríður hefði sem ráðherra ekki sinnt rannsóknarskyldu er hún kaus að víkja frá hæfnisröð dómaranefnd- ar. Sem kunnugt er færði hún fjóra dómara ofar í hæfnisröð dómara- nefndar, þ.m.t. Arnfríði, og staðfesti Alþingi breyttan lista. Fimmtán dómarar voru skipaðir en 33 um- sækjendur voru metnir. Landsréttur tók til starfa 1. janúar 2018. Hver og einn hafði þann rétt Undirréttur MDE fann að því að Alþingi hefði ekki greitt atkvæði um hvert og eitt þeirra 15 dómaraefna sem tilnefnd voru í samræmi við reglur. Að sögn Fanneyjar var farið vel yfir atkvæðagreiðsluna. Þau hafi bent á að Alþingi hafi sjálft ákveðið ferlið þegar kosið var um dómara- efnin. Hver og einn þingmaður hafi haft tækifæri til að krefjast at- kvæðagreiðslu um hvert dómaraefni. Athygli vakti að í upphafi ræðu sinnar lagði Fanney Rós áherslu á að íslenska ríkið tæki Mannréttinda- dómstól Evrópu alvarlega og hefði tekið ríkt tillit til dóma hans. Standa við skuldbindingar Hún segir aðspurð að fjallað hafi verið um þetta í löngum kafla í grein- argerðinni sem skilað var inn fyrir 11. nóvember. Sem dæmi hafi Ís- lendingar umbylt réttarkerfi sínu í kringum 1990 vegna máls frá MDE um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds í héraði. Þá hafi svo- nefndur dómarafulltrúadómur Hæstaréttar leitt til endurupptöku mála og ógildingu dóma. Málið hafi varðað þá framkvæmd að löglærðir starfsmenn dómstóla, sem voru háð- ir framkvæmdavaldinu, hafi dæmt í málum. Þessi dómur hafi fallið árið eftir lögfestingu mannréttindasátt- málans og því sýnt, líkt og breyting- arnar 1990, að Ísland standi við sínar skuldbindingar. Ekki var gefið út hvenær dómur yfirréttar liggur fyrir. Síðast tók undirréttur sér rúman mánuð til að kveða upp dóm. Tókust á um réttmætið í Strassborg  Verjandi Guðmundar Andra í landsréttarmálinu gagnrýndi Hæstarétt og Alþingi fyrir yfirrétti MDE  Starfandi ríkislögmaður segir það kjarna málsins að dómari í landsréttarmálinu var löglega skipaður Ljósmynd/MDE Yfirréttur Evrópudómstólsins Fjölmenni fylgdist með réttarhöldunum ytra. Sautján dómarar dæma í málinu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Margmenni var í dómsalnum þegar yfirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg tók fyrir mál Guðmundar Andra Ást- ráðssonar gegn íslenska ríkinu, svo- nefnt landsréttarmál. Undirréttur MDE kvað upp þann dóm 12. mars í fyrra að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Guðmundar til réttlátrar málsmeðferðar vegna þess hvernig staðið var að skipun Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara í landsrétt. Sigríður Á. Andersen sagði þá af sér sem dómsmálaráð- herra en hún var í dómsalnum í gær. Íslenska ríkið óskaði eftir því í apríl sl. að málinu yrði skotið til yfir- réttar MDE og var sú beiðni sam- þykkt í september síðastliðnum. Þinghaldið fór fram á ensku og var þýtt á frönsku, mál heimamanna, og rússnesku. Dómarar frá Úkraínu voru boðsgestir dómstólsins. Þá voru lögmenn frá Rússlandi í salnum. Málsaðilar höfðu frest til 11. nóv- ember til að skila inn greinargerð- um. Þriðju aðilar höfðu tækifæri til að skila inn greinargerð innan tilskil- ins frests. Samþykkti dómstóllinn að taka við greinargerðum frá félaga- samtökum í Varsjá, stjórnvöldum í Póllandi og umboðsmanni almenn- ings í Georgíu. Greinargerð Sigríðar var hins vegar ekki samþykkt, enda of seint fram komin. Verja þurfi grundvallarréttindi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Guðmundar Andra, gerði grein fyrir meginsjónarmiðum sínum í málinu. Kjarni málsins snerist um að vernda 1. málsgrein 6. greinar mannréttindasáttmálans um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hún sé sennilega mikilvæg- asta málsgrein 6. greinarinnar. Séu réttindin í 1. málsgreininni ekki vernduð sé varanlega grafið undan öðrum málsgreinum 6. greinarinnar. Með því að staðfesta vel rökstudd- Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samkeppniseftirlitið vill að gengið verði lengra í frumvarpi forsætis- ráðherra um vernd uppljóstrara en þar sé lagt til og að verndin verði enn víðtækari. Með frumvarpinu á að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða hátt- semi og að starfsmenn sem gera það geti talið sig örugga og notið vernd- ar ef þeir greina frá brotum. Verndin nái líka til háttsemi sem ekki hefur átt sér stað Samkeppniseftirlitið leggur til í umsögn við frumvarpið að gildissvið hugtaksins starfsmaður verði rýmk- að „og verndin nái einnig til ráð- gjafa, stjórnarmanna, verktaka, starfsnema, tímabundinna starfs- manna, fyrrverandi starfsmanna og sjálfboðaliða. Jafnframt leggur Samkeppniseftirlitið til að verndin nái einnig til háttsemi sem ekki hef- ur átt sér stað en mjög líklegt sé að eigi sér stað. Einnig telur Sam- keppniseftirlitið mikilvægt að skoð- að verði ítarlega hvort bæta þurfi við núverandi lög greinum sem miða að því að auka hvata mögulegra uppljóstrara til þess að stíga fram,“ segir m.a. í umsögninni. Þá leggur Samkeppniseftirlitið til að þeim sem eiga að fylgja lögunum eftir „verði veitt fjármagn til þess að kynna efni þeirra og hvernig uppljóstrarar geti borið sig að búi þeir yfir upplýs- ingum um lögbrot eða ámælisverða háttsemi“. Bent er á mikilvægi uppljóstrara við framfylgd samkeppnislaga þar sem aðstoð þeirra geti varpað ljósi á alvarleg brot. Það hafi mikla þýð- ingu fyrir almannahagsmuni að ein- staklingar geti stigið fram og upp- lýst m.a. um alvarleg efnahagsbrot. Jafnframt segir að skynsamlegt geti verið að koma á sterkari hvöt- um fyrir uppljóstrara til að stíga fram hér á landi. Um 30% ríkja í könnun á vegum OECD hafi nú þeg- ar lögfest hvata til að einstaklingar stígi fram og greini frá lögbrotum og ámælisverðri háttsemi. „Geta þeir hvatar t.a.m. falist í umbun í kjölfarið fyrir að vernda hagsmuni almennings. Nefna má að í Bret- landi greiða bresk samkeppnisyfir- völd allt að 100.000 pundum til handa þeim sem stíga fram með upplýsingar um ólögmætt samráð keppinauta þar í landi.“ Vill víðtækari vernd uppljóstrara  Verði umbunað fyrir að stíga fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.