Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur www.ag.is ag@ag.is 510 7300   á skrifborðsstólum VETRAR TILBOÐ -30% Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur væru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2019. Viðurkenningarráð Hagþenkis stendur að valinu, en það skipa þau Ásta Kristín Benediktsdóttir, Kol- brún S. Hjaltadóttir, Lára Magn- úsardóttir, Snorri Baldursson og Þórólfur Þórlindsson. Borgarbóka- safn og Hagþenkir standa fyrir bóka- kynningu fyrir almenning 15. febrúar kl. 13 í Borgarbókasafninu í Grófinni, þar sem höfundarnir kynna bæk- urnar. Viðurkenningin verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöð- unni í byrjun mars. Verðlaunin nema 1.250.000 krónum. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skip- að fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu. Eftirfarandi höfundar og bækur eru tilnefnd í stafrófsröð höfunda. Með fylgir umsögn viðurkenning- arráðsins:  Andri Snær Magnason. Um tím- ann og vatnið. Mál og menning. „Ein- staklega vel skrifuð og áhrifarík bók sem fléttar umfjöllun um loftslags- breytingar af mannavöldum við per- sónulega reynslu, fræði og alþjóðlega umræðu á frumlegan hátt.“  Árni Einarsson. Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi. Mál og menning. „Í máli og glæsi- legum myndum er sjónum beint að lítt þekktum leyndardómi Íslands- sögunnar, fornaldargörðunum miklu, á ljósan og lifandi hátt.“  Árni Heimir Ingólfsson. Tónlist liðinna alda. Íslensk handrit 1100- 1800. Crymogea. „Falleg og vönduð bók sem veitir innsýn í forna tónlist Íslendinga í máli, myndum og tónum og breytir viðteknum hugmyndum um söngleysi þjóðar fyrr á öldum.“  Björk Ingimundardóttir. Presta- köll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II. Þjóðskjalasafn Íslands- .„Yfirgripsmikið uppflettirit ásamt kortum sem auðveldar yfirsýn yfir sögu landsins og á eftir að nýtast í margvíslegum rannsóknum um lang- an aldur. Sagnfræðilegt stórvirki.“  Haukur Arnþórsson. Um Alþingi. Hver kennir kennaranum? Haukur Arnþórsson gefur út. „Frumleg og beinskeytt greining á gögnum um störf löggjafans. Athyglisvert fram- lag til gagnrýninnar umræðu um stjórnmál á Íslandi.“  Margrét Tryggvadóttir. Kjarval. Málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn. „Í bókinni er saga manns og aldarfars tvinnuð saman við myndlist af sérstakri næmni sem höfðar til fólks á öllum aldri.“  Ragnheiður Björk Þórsdóttir. Listin að vefa. Vaka-Helgafell. „Bók- in leiðir lesendur inn í undurfallegan heim vefiðnar og veflistar. Skýr framsetning á flóknu efni, studd frá- bærum skýringarmyndum.“  Rósa Eggertsdóttir. Hið ljúfa læsi. Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema. Rósa Eggertsdóttir gefur út. „Metnaðar- full og vönduð samantekt á rann- sóknum, hugmyndafræði og kennslu- háttum. Kærkomin handbók, gerð af innsæi, þekkingu og reynslu.“  Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Ný menning í öldrunarþjónustu. Ömmu- hús. „Tímabær hugvekja um öldr- unarþjónustu með manngildi í fyrir- rúmi, skrifuð af ástríðu og þekkingu.“  Unnur Birna Karlsdóttir. Öræfa- hjörðin. Saga hreindýra á Íslandi. Sögufélag. „Vandað og aðgengilegt sagnfræðirit um einkennisdýr aust- uröræfanna, einstaka sögu þeirra og samband við þjóðina.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Framúrskarandi Höfundar þeirra tíu framúrskarandi rita sem tilnefnd eru til viðurkenningar Hagþenkis þetta árið. Tilnefningar Hagþenkis 2019  Tilnefnd verk kynnt 15. febrúar  Verðlaunin nema 1.250.000 krónum Borgarbókasafn- ið í Kringlunni og Borgar- leikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar áhugasömum fyrir frumsýn- ingu. Eitt slíkt verður í dag kl. 17.30 í safninu en þá mun Ágústa Skúladóttir leik- stjóri segja gestum frá uppsetn- ingu Borgarleikhússins á hinu sí- gilda ævintýri um spýtustrákinn Gosa. Að því loknu verður gengið yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leik- mynd og annarri umgjörð sýning- arinnar. Frumsýning Borgarleikhússins á Gosa verður 23. febrúar á Litla sviðinu. Leikarar í sýningunni eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Halldór Gylfason og Haraldur Ari Stefánsson. Ágústa segir frá Gosa í leikhúskaffi Ágústa Skúladóttir Sýning á verkum Kristbergs Ó. Péturssonar myndlistarmanns verður opnuð í dag kl. 16 í Gall- eríi Göngum í Háteigskirkju. Jón Thor Gíslason myndlistarmaður segir m.a. um verk Kristbergs að í þeim kveði við nýjan tón, litirnir séu ríkari en í eldri verkum hans og einnig sjáist glitta í einhverja veru sem ráfi um á myndfletinum en verk Kristbergs hafa til þessa verið mannlaus. Sýningin stendur yfir til 10. mars. Litir ríkari og glitt- ir í ráfandi veru Listamaðurinn Kristbergur Ó. Pétursson. Nýtt starfsár Listasafns Reykjanes- bæjar hefst með opnun þriggja sýn- inga á morgun, föstudag, klukkan 18. Aðalsýning safnsins, Sögur úr Safnasafni, er sett upp í tilefni af 25 ára afmæli hins þekkta safns um al- þýðulist á Svalbarðseyri í Eyjafirði. Á sýningunni eru verk frá Safna- safninu eftir Hálfdan Ármann Björnsson, Jón Eyþór Guðmunds- son, Sæmund Valdimarsson og Sig- urð Einarsson. Þeir þrír fyrstnefndu eru „afkomendur fornrar tréskurð- arhefðar og í verkum þeirra renna saman fjörlegir hugarheimar þeirra og íslensk alþýðumenning, frásagnir af óvæginni lífsbaráttu almúgafólks og tilraunum þess til að gera sér lífið bærilegra með frásögnum af „kyn- legum kvistum“ og íbúum í álfa- byggð. Málverk Sigurðar Einars- sonar umlykja þessar veraldarsýnir þrívíddarlistamannanna, uppfull með síkvikt samspil mannsækinnar náttúru og náttúrutengds mannlífs.“ Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur. Leirlistakonan Arnbjörg Drífa Káradóttir opnar líka sýninguna Líf- angar þar sem til sýnis verða verk unnin úr leir og postulíni, en inn- blástur þeirra er jörðin, jurtaríkið og dýraríkið. Loks verður opnuð sýning á úrvali verka úr safneign. Verk frá Safnasafni í safninu í Reykjanesbæ Fjörleg Verk frá Safnasafni í aðalsal Listasafns Reykjanesbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.