Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fullt af nýjungum í grænmetis-
og vegan vörulínunni okkar
Kynntu þér málið hjá söludeild okkar
Veisluþjónustur
Skólar • Mötuneyti
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Nína Dagbjört Helgadóttir flytur
lagið Ekkó í Söngvakeppninni í ár og
freistar þess að fara með það lag alla
leið til Rotterdam. Nína er aðeins 19
ára gömul og tiltölulega óreynd.
Hún hefur að vísu gefið út nokkur
lög á YouTube, m.a. með Javi Valiño,
en það myndband hefur fengið yfir
200.000 áhorf.
Eins og með svo marga aðra sem
taka þátt í keppninni í ár var það
ekki í plönunum hjá henni að taka
þátt í Söngvakeppninni. „Þetta var
mjög óvænt. Ég þekkti lagahöfund-
inn ekki neitt, hann hafði bara sam-
band við mig á Facebook eftir að
hafa séð myndböndin mín á You-
tube,“ segir hún en þrátt fyrir að
þetta sé hennar fyrsta skipti í
Söngvakeppninni er reynsla á bak
við atriðið.
„Mamma mín tók þátt í keppninni
2001 og 2006. Svo fór hún og söng
bakraddir með Selmu árið 1999.
Hún verður með mér á sviðinu núna
og syngur bakraddir,“ segir Nína en
auk þess nýtur hún leiðsagnar og
stuðnings reynsluboltans Einars
Bárðarsonar en hann semur íslensk-
an texta lagsins.
Nína stígur á svið laugardags-
kvöldið 15. febrúar, í seinni undan-
riðlinum, með mömmu, og vonandi
þjóðina alla, sér við hlið.
Mamma
með í bakröddum
Til í júró Nína er
tilbúin að takast á
við áskorunina að
syngja í Söngva-
keppninni.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Ég myndi vilja taka út stundatöfl-
ur. Einhvers staðar einhvern tím-
ann ákvað einhver að 40 mínútur
væri hentugur tími. Við erum enn
þá að nota þetta form. Það stoppar
allt flæði milli kennara og nem-
enda,“ sagði Sigríður Karlsdóttir
sem hefur stundað kennslu síðan
2006 í samtali við Síðdegisþáttinn á
K100 í vikunni. Sagði hún
grunnskólakerfið í landinu vera
ónýtt og þörf vera á kúvendingu á
kerfinu. Hún hefur að eigin sögn
verið dugleg að skrifa og gagnrýna
grunnskólakerfið og „rugga bátn-
um“ en hún birti meðal annars
skoðanapistil um málefnið undir
nafninu „Fokk jú ALLIR“á Vísi.is í
síðustu viku.
Sagðist Sigríður í þættinum
einnig vilja taka út námsmat og
hætta með próf.
„Ég er búin að halda því fram í
tvö ár. Maðurinn minn er í doktors-
námi og er búinn að vera í fimm ár
að rannsaka námsmat en ég held
því samt fram að við eigum að taka
út námsmat. Ég vil að við hættum
að leika í þessu písa leikriti og
þessum samræmdu-prófasirkus.
Við erum stanslaust að bera saman
nemendur,“ sagði Sigríður og bætti
við að kennarar væru einnig oft á
tíðum bugaðir út af námsmatskerf-
inu.
Er ekki að fría foreldra
„Af hverju mælum við ekki ár-
angur í vellíðan. Af hverju erum
við alltaf í þessu leikriti að mæla
hvað við erum klár. Af hverju horf-
um við ekki á þetta frá allt öðrum
vinkli,“ sagði hún.
Sagðist hún vilja taka fram að
hún væri ekki að fría foreldra með
gagnrýni sinni á skólakerfið.
„Flest vandamál sem börn eru að
kljást við eru foreldravandamál.
Við vitum það alveg sem höfum alið
upp börn að þau spegla okkur og
annað. Ég er ekki að fría foreldr-
ana með þessu en ég er samt að
gagnrýna skólakerfið,“ sagði hún.
Spurði hún þáttastjórnendur í
framhaldinu hvort þeir hefðu séð
börn koma út af sjálfstyrking-
arnámskeiðum eins og Dale Carne-
gie og benti á hversu sjálfsörugg
þau væru og fullviss um getu sína.
„Svo horfi ég á mína nemendur
og þeir bara: „Ég get ekkert“. Það
er eitthvað beyglað þarna. Ef
grunnskólinn væri 70% eitt stórt
sjálfstyrkingarnámskeið þar sem
væri verið að efla þrautseigju, efla
náungakærleikann og öll þessi gildi
sem við þurfum til þess að vera
virkir samfélagsþegnar. Svo gæt-
um við lagt inn þekkingu,“ sagði
hún. „Nemendum sem líður illa og
eru full kvíða geta ekki lært mik-
ið.“
Barst talið þá að stærðfræði-
kennslu og Sigríður spurði þátta-
stjórnendur hvort þeir hefðu notað
algebru mikið eftir grunnskólann
og svöruðu þeir neitandi.
„Jói sem hefur ekki náð tökum á
plús og mínus situr samt í sex tíma
í kennslustund að reyna að ná tök-
um á algebru. Af því að það eru
samræmd próf handan við hornið,“
sagði hún og bætti við að betur
færi fyrir Jóni ef grunnskólinn
myndi taka honum sem einstaklingi
og einblína á að styrkja hann.
Mikil þekking í
skólum tilgangslaus
„Segjum að það sé sól sem skín í
gegnum eldhúsgluggann hjá mér
og það er súkkulaði á borðinu sem
er að bráðna. Það er vandamál.
Grunnskólinn, eins og hann er í
mörgum grunnskólum, ég ætla
ekki að segja öllum, myndi segja:
„Ókei Sigga, hvernig er gard-
ínustöng búin til? Hvaða ár var hún
búin til? Hvenær voru gardínu-
stangirnar fluttar til landsins?“ og
svo framvegis. Þetta er þekking
sem nýtist ekki,“ sagðir Sigríður.
„Þekkingin sem myndi nýtast mér
væri: Hefur þú hugrekki og þor til
að biðja um aðstoð. Grunnskólinn
gæti kennt það. Hefur þú þor til að
fara á Youtube til að leita þér upp-
lýsinga um það hvernig þú getur
sett upp gardínur.“
„Það er svo mikil þekking inni í
grunnskólanum sem er verið að
kenna og mata sem er tilgangs-
laus,“ sagði hún.
Sagði Sigríður nauðsynlegt fyrir
grunnskólana að mæta nemendum.
„En við getum það ekki ef við erum
með 28 nemendur í bekk og einn
kennara og menningu. Það er fyrst
og fremst þessi menning sem skap-
ast. Ef við ætlum að prófa eitthvað
nýtt þá er það fjöldinn og menn-
ingin sem kæfir það af því að við
höfum alltaf gert eitthvað öðruvísi.
Við þorum ekki að kúvenda þessu.“
Segir grunnskólakerfið ónýtt
Sigríður Karlsdóttir
kennari heimsótti
Síðdegisþáttinn á K100
í vikunni. Hún telur
að kúvenda þurfi
í skólakerfinu.
Ljósmynd/K100
Árangur Sigríður Karlsdóttir kennari: „Flest vandamál sem börn eru að kljást við eru foreldravandamál.“