Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 50
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Það voru sex vinir sem ákváðu einn góðan veðurdag að þeir ætluðu að opna bakarí – sem væri samt ekki hefðbundið bakarí. Allir voru þeir úr hverfinu og höfðu því sterkar rætur og skýra sýn á hvernig þeir vildu sjá hverfið þróast og hvaða þjónusta yrði að vera í boði. Úr varð Brauðkaup sem hefur notið mikilla vinsælda og hefur áfram að stækka og dafna í höndum þeirra félaga. Af hverju ákváðuð þið að bæta þessu við? „Við eignuðumst húsið í maí 2018, en þá var Kornið og sjoppa með rekstur þarna. Í lok desember 2018 fer Kornið svo á haus- inn og við setjum allt á fullt að hefja rekst- ur á Brauðkaupum, sem hófu starfsemi sína 6. febrúar 2019. Í lok september rann svo leigusamningur sjoppunnar út og við förum þá aftur á fullt með að stækka Brauðkaup sem voru opnuð eftir viðbæt- urnar í lok nóvember. Okkar framtíðarsýn á þetta fallega hús við inngang Kársness er að hafa veitingarekstur í öllu húsinu, þannig að þetta var bara eðlilegur þáttur í okkar framtíðarsýn,“ segir Jóhannes Hlyn- ur Hauksson, einn eigenda staðarins. Með stækkun Brauðkaupa er ekki bara boðið upp á súrdeigsbrauð, kaffi, bakkelsi og úrvals samlokur. „Nú höfum við bætt við steikarhamborgurum, pönnukökum, djúpsteiktum vængjum, kúluís og sjeikum. Þannig bjóðum við upp á þrjá mismunandi borgara, en allir eru þeir 120 g steik- arborgarar sem innihalda chuck-nauta- steik, lund og fillet ásamt 25% fituhlutfalli, sem gerir þá extra djúsí. Þetta grillum við alltaf medium/medium rare þannig að borgarinn er safaríkur og meyr. Svo not- um við cheddarost og Óðals-Búra til að fullkomna þetta. Og auðvitað erum við áfram með grilluðu súrdeigssamlokurnar okkar, Don Heffe, De Niro og Kylie Jen- ner. Höfum svo bætt við Nelson, sem er lambakjötsloka, og Rocky Ribeye, sem segir sig dálítið sjálf. Þessu er hægt síðan að breyta í máltíð (franskar og gos) fyrir litlar 400 kr. Við höfum reynt eftir megni að vera sanngjarnir í verði og þannig er enginn réttur yfir 2.000 kr. – nema fjöl- skyldutilboðið okkar. Vonandi geta núna þá flestir fundið eitthvað við hæfi sem koma í heimsókn til okkar í Brauðkaupin litlu.“ Eins og fram hefur komið er Brauðkaup verkefni sex félaga sem búa nánast allir á Kársnesinu. Það er margt búið að ræða og pæla og dreyma. En Brauðkaup eru hægt og rólega að þróast í að vera eitthvað sem á engan sinn líka; svona hverfisstaður með þægilegu andrúmslofti og alls konar fyrir alla, súrdeigsbrauð, bakkelsi, kaffi, ham- borgara, samlokur, ís og sjeik. „Við köll- um þetta oft fyrsta „burger joint bakery“ á Íslandi. Við erum allavega mjög ánægð- ir með það sem við höfum og ekki síður það sem við stefnum að.“ Eitthvað sem hefur komið á óvart? „Viðtökurnar. Þær hafa verið æðislegar og umfram vonir. Kársnesingar og aðrir sem sækja okkur heim hafa tekið þessu mjög vel og gera það klárlega að verkum að við getum haldið áfram að þróa okkar framtíðarsýn,“ segir Jóhannes. Hver eru næstu skref? „Næstu skref eru að reka Brauðkaup vel og bjóða upp á úrvals mat og þægilega stemningu. Við viljum halda vel utan um hlutina á næstu mánuðum og misserum. Kannski bæta einu og einu við matseð- ilinn, svo gerum við eitthvað skemmtilegt þegar sólin fer að rísa og sumarið kemur.“ Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur? „Rekstur og starfsemi í öllu húsinu. Brauðkaup stækki og dafni vel. Og við fé- lagarnir allir bestu vinir áfram.“ Brauðkaup bætir verulega í Ein skemmtilegasta hverfisbúlla landsins, Brauðkaup á Kársnesinu, er sannarlega orðin mátt- arstólpi í hverfinu. Hún vex og dafnar og hefur nú bætt við sig heitum mat svo að nú mætti með réttu kalla staðinn hverfisbúllubakarí – sem er auðvitað ekki orð en á engu að síður svo vel við hugmyndafræðina sem liggur að baki og svínvirkar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ómótstæðilegir Grillaðir lím- ónukjúklinga- vængir með lím- ónuberki og sjávarsalti. Oinkers chili cheese bacon fries. Stökkar franskar með ostasósu, chipotle-chilimajói, vor- lauk, chili og beikoni. Ostborgari draumanna Grófhakkað rib eye, nautalund og chuck-steik og hárrétt magn fitu. Cheddarostur, Búri, dill- gúrkur, pikklaður laukur, tóm- atur, lambhagasalat, japanskt majó, sætt sinnep. Spennandi tímar Það er nóg að gera í Brauðkaupum og hér má sjá hinn brosmilda Ásgeir Þór Jónsson. Þéttur hópur Á bak við Brauðkaup standa sex strákar sem eiga sterkar rætur í Kópavogi. Þar af búa fimm þeirra á Kársnesinu og sá sjötti er sagður á leiðinni þangað. Skemmtileg stemning Stað- urinn er skemmtilega hannaður og stemningin þykir frábær. Eldgrilluð rib-eye-súrdeigsloka:120 g rib eye-steik, steiktir sveppir og rauð- laukur með béarnaisesósu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.