Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 51

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 51
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Til stendur að opna fleiri MNKY HSE-staði í bæði New York og Mið- Austurlöndum og eru æfingabúðirnar liður í þeim undirbúningi. Að sögn rekstraraðila Burro mun staðurinn mæta með sína matseðla og drykki, hljóðkerfi og innanstokks- muni til að upplifun viðskiptavina verði sem raunverulegust. MNKY HSE hefur verið gríð- arlega vinsæll meðal þotuliðsins sem keppist við að mæta þangað en meðal fastagesta eru Beckham-hjónin, Kate Moss, Vivienne Westwood og Naomi Campbell. Staðurinn þykir einn sá allra heitasti og er í senn veitinga- staður og klúbbur. Hann er í Mayfer- hverfinu í nágrenni við veitingastað- ina Novikok og Sexy Fish. Bæði GQ og Esquire hafa kallað hann uppá- haldsveitingastaðinn sinn. Einstakur viðburður sem á engan sinn líka Búast má við mikilli flugeldasýn- ingu um helgina en um sögulegan við- burð er að ræða þar sem það er óþekkt að jafn frægur veitingastaður og MNKY HSE mæti með allt sitt besta fólk. Það er því ljóst að þetta er viðburður sem enginn má missa af og því eins gott að bóka borð með góðum fyrirvara. Veitingastaðurinn MNKY HSE (monkey house) mun yfirtaka veitingastaðinn Burro nú um helgina en viðburðurinn er hugsaður sem æfingabúðir fyrir starfsfólk staðarins. Clubstorante par excellence! MNKY mætti lýsa sem veitingastað sem breytist í klúbb að kvöld- verði loknum eða Clubstorante eins og það kallast. Hörpuskel Maturinn þykir afar smekk- lega útfærður og er hugsaður fyrir öll skilningarvitin. Ljósmynd/MNKY HSE Ljósmynd/MNKY HSE Sá allra heitasti Þotulið Lundúnaborgar flykkist á MNKY og vinsælt er að halda þar veislur og afmæli. Einn heitasti veit- ingastaður heims með pop-up á Íslandi Spennandi matargerð Maturinn á MNKY HSE þykir framúrskarandi en yfirkokkurinn Mark Morrans þykir afar fær. Suðuramerísk matargerð Maturinn er undir suður- amerískum áhrifum, nánar tiltekið frá Perú. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.