Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is Gott úrval af reimum í snjósleða, fjórhjól og bíla. í snjósleða, bíla og fjórhjól 2012 2019 reimar BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Margir hafa und- anfarið skrifað greinar um alvarlegt ástand á Landspítalanum og meðal annars undirrit- aður í Fréttablaðinu. Tvær athyglisverðar greinar hafa nýlega birst í Morgunblaðinu um vanda Landspít- alans. Þar eru greinar eftir Reyni Arn- grímsson, formann læknafélagsins, 17. janúar og grein eftir Óla Björn alþingismann 22. janúar. Ef ég skil tillögur þeirra rétt þá vilja þeir að sem mest af skipulagðri starfsemi Landspítalans verði fært til einkaaðila. Þá væri um að ræða valaðgerðir eins og lið- skiptaaðgerðir og aðr- ar aðgerðir sem eru skipulagðar. Þar með myndi skapast legu- rými fyrir þá sjúklinga sem eru fastir á bráða- móttökunni. Þar er fyrst og fremst um að ræða eldra fólk sem til- heyrir lyflækn- isdeildum Landspít- alans. Fersk brot myndu líka hagnast af þessari ráðstöfun. Það sem ég hjó þó sérstaklega eftir var eftirfarandi í grein Reynis „sem hægt væri að fela öðrum sem þegar eru reiðubúnir að sinna þeirri heilbrigðisþjónustu“. Stóra spurningin í mínum huga er, getur það verið að hægt sé að flytja þessa starfsemi frá Landspít- alanum með mjög skömmum fyr- irvara og leysa þannig vanda Land- spítalans svo til strax. Mér finnst þetta mjög mikilvæg spurning. Í nú- verandi ástandi á Landspítalanum líður fólk miklar kvalir og deyr jafn- vel vegna vangetu Landspítalans að taka við sjúklingum frá bráða- móttökunni. Ef þessi breyting er möguleg verður að koma henni sem fyrst í framkvæmd því það er um velferð meðborgara okkar að ræða og jafnvel um líf þeirra. Í raun er það skelfilegt að horfa upp á refskák stjórnmálanna þar sem eldri borgarar með beinbrot eða fjölþætt vandamal eru fórn- arlömb átakanna. Til þess að tals- menn einkaframtaksins nái fram vilja sínum er hið opinbera kerfi svelt. Svo er annar hópur jafn sanntrúaður sem vill kæfa einka- framtakið samtímis og hið opinbera kerfi er svelt. Það virðist sem póli- tískur rétttrúnaður skapi meiri van- líðan fyrir eldri borgara okkar með beinbrot eða þá sem liggja fastir á bráðamóttökunni með fjölþætt vandamál en margt annað í heil- brigðiskerfi okkar. Aldraðir sam- ferðamenn okkar sem við geymum á göngum bráðamóttökunnar og hafa greitt skatta áratugum saman og byggðu upp velferðarkerfið okkar áttu von á allt öðrum móttökum en þessum, frá okkur. Ef hægt er að létta núna á Land- spítalanum með því að flytja val- aðgerðir til einkaaðila þannig að eldri einstaklingar þurfi ekki að þjást í 30 til 50 klst. með beinendana að nuggast saman á bráða- móttökunni þá verðum við að fara þá leið algjörlega án tillits til pólitískra skoðana. Bráðveikir sjúklingar Landspítalans verða að fá lausn sinna mála núna, það er það eina sem skiptir máli. Grein undirritaðs má finna á vef Fréttablaðsins undir liðnum „Skoð- un“ frá 14. janúar sl. Grein Reynis Arngrímssonar má finna í gagnasafni Morgunblaðsins 17. janúar sl. Grein Óla Björns má finna í gagnasafni Morgunblaðsins 22. jan- úar sl. Eftir Gunnar Skúla Ármannsson » Bráðveikir sjúkling-ar Landspítalans verða að fá lausn sinna mála núna, það er það eina sem skiptir máli. Gunnar Skúli Ármannsson Höfundur er læknir á LSH í Fossvogi. gunnarskuli@gmail.com Sjúklingum Landspítalans liggur á Leikskólastigið er það skólastig sem hef- ur tekið hvað mestum breytingum, það þró- aðist út frá uppeld- isfræðilegum kenn- ingum ólíkt öðrum skólastigum þar sem áherslan hefur verið á kennslufræðilegar nálganir. Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 markar ný tímamót þar eru settir fram sameiginlegir grunnþættir fyrir leik-, grunn- og framhalds- skóla. Ástæða þess að verið er að mynda samfellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig byggist á öðru. Því skiptir miklu máli að hugað sé að innra starfi leikskóla, það er til þess lögboðna mennta- og uppeldis- hlutverks sem hann hefur. Menntun leikskólakennara og annarra fag- stétta sem starfa innan leikskóla er grundvöllur þess að hægt sé að starfa samkvæmt ramma aðal- námskrár. Sé horft til þeirrar sam- fellu sem skólastigin eiga að mynda þá má spyrja, hvort það hefur áhrif á frekara nám almennt þegar ekki er hlúð nægjanlega að mennt- unarstigi þeirra sem starfa við fyrsta skólastigið. Í dag dvelja börn orðið allt að 5 ár í leikskóla, Þetta er afar mótandi tími þar sem lagður er grunnur að frekara námi barns- ins á öðrum skólastigum. Leik- skólagangan hefur því mikið gildi fyrir framtíðarmenntun barna. Leikskólinn er að mestu á ábyrgð sveitarfélaga hvað varðar rekstur og kostnað, hann er menntastofnun um leið og hann er þjónustustofnun fyrir foreldra og samfélagi allt. Í lögum um leikskóla er sveitar- félögum veitt heimild til þess að endurskipuleggja skólastarf út frá faglegum og fjárhagslegum sjón- armiðum. Þau fá víðtækt umboð í gegnum lögin til að móta stefnu sína um skólamál. Þau bera því ábyrgð á starfsemi leikskólans, t.d. þróun einstakra leikskóla og á framkvæmd leikskólastarfsins (lög um leikskóla 90/2008). En megin- ábyrgð menntastefnu í landinu ligg- ur hjá stjórnvöldum. Því þurfa stjórnvöld að taka afgerandi ákvörðun um að fjölga kennurum þannig að leikskólastigið geti starf- að samkvæmt lögbundnu hlutverki. Það er áhyggjuefni hve lágt hlutfall leikskólakennara er starfandi í dag í leikskólum landsins. Umræða um leikskólann mótast gjarnan af hlutverki hans um þjón- ustu við foreldra, en minna er rætt um uppeldis- og menntahlutverk hans. Í ljósi þess að leikskólinn breytist hratt og sífellt yngri börn- um er boðin dvöl, er mikilvægt að taka umræðuna út frá hagsmunum barna og því hlutverki sem leikskól- inn hefur. Í markmiðum laga um leikskóla er hnykkt á að velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi og þeim veitt umönnun og menntun (aðalnámskrá leikskóla, 2011). Til þess að leiða þessa umræðu þannig að hún leiði til skólaþróunar á leik- skólastiginu, þarf að auka rann- sóknir á námi og námsumhverfi barna og stefnumótun sveitarfélaga unnin út frá því. Umræður um leikskólastigið eiga ekki að snúast um upphrópanir, heldur hvernig umgjörð, viljum við búa börnum á grundvelli aðalnáms- skrár leikskóla. Umræðan þarf að vera ígrunduð og í samvinnu við foreldra, því við megum ekki gleyma því að leikskólinn annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna. Hver er framtíðarsýn leikskólans? Hin lagalega og menntunarlega umgjörð leikskóla á Íslandi er mjög góð, sé litið til leikskóla annarra landa. Það breytir því ekki að ávallt þarf að huga að innviðunum og leik- skólinn þarf að standa undir þeim verkefnum sem honum hafa verið falin af hálfu stjórnvalda. Í hröðum samfélagsbreytingum er erfitt að rýna inn í framtíðina, það er hvernig við búum börnin undir komandi ár sem við vitum ekki hvernig mótast. Því er mik- ilvægt að huga að því hvernig skóla- starf þróast og það þarf að gerast í samtali við foreldra, nærumhverfið og bestu þekkingu um nám og vel- ferð ungra barna. Er komin tími til þess að hugsa upp á nýtt innra skipulag leikskóla til þess að leikskólastigið eigi sér aukna samsvörun við önnur skóla- stig? Þetta er spurning sem nauð- synlegt er að setja fram og leita svara við til þess að hægt sé að marka samfellu í íslensku skóla- samfélagi. Umræðan þarf ávallt að vera sú að verið sé að fylgja þeim áherslum sem leikskólinn byggist á. Það má ekki missa sjónar á þeim gildum sem leikskólinn stendur fyr- ir og leiknum sem námsleið leik- skólans. Setjum börnin í fyrsta sætið. Setjum börn í fyrsta sæti Eftir Halldóru Pét- ursdóttur og Jen- nýju Dagbjörtu Gunnarsdóttur » Veröldin breytist og mennirnir með á sannarlega við þegar leikskólinn á í hlut. Halldóra Pétursdóttir Halldóra er leikskólafulltrúi Garða- bæjar. Jenný Dagbjört er þróunar- fulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS SMARTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.