Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Betri svefn
Melissa Dream er
hannað til að stuðla
að djúpri slökun og
værum svefni.
Þessi blanda inniheldur ekki efni
sem hafa sljóvgandi áhrif.
Valið besta
bætiefni við streituhjá National Nutrition
í Kanada
„Þvílíkur munur!
Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og
vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að
vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“
Elsa M. Víðis.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Allt frá íshellu heimskautanna til
Mariana-djúpálsins á 10 km dýpi í
vestanverðu Kyrrahafi gætir meng-
unar frá örtrefjum gerviefna sem
þvottavélar spúa frá sér í hvert sinn
sem þveginn er þvottur í þeim. Hún
er fyrir hendi í öllum heimshöf-
unum.
Vitundarvakning hefur átt sér
stað undanfarin misseri um pláguna
sem fylgt hefur notkun einnota
plastefna, allt frá flöskum og sog-
rörum niður í eyrnarpinna og hvers
kyns burðarpoka. Í fjölda ríkja hef-
ur verið gripið til lagasetningar til
að takmarka notkun þessara hluta
eða banna hana alveg.
Drjúgur hluti þessara sýnilegu
úrgangsefna endar í höfunum þar
sem hann dregst saman í fljótandi
eyjar, sem sjávardýr og fuglar
flækjast í og festast. Er sem þessar
eyjar svífi hangandi í yfirborðinu
eins og dauðar marglyttur.
En allt þar til nú hefur annars
konar uppspretta sjávarmengunar
farið meira og minna framhjá mönn-
um; örsmáir og nær ósýnilegir bitar
pólýesterefna, nælons og akrílþráða.
Flest fólk áttar sig ekki á þessu
en „meirihluti fatnaðar okkar er
framleiddur úr plasti“, segir Imo-
gen Napper, rannsóknarmaður við
Plymouthháskóla við AFP-
fréttaþjónustuna. „Við þvoum fatn-
að okkar reglulega og hundruð þús-
unda örsmárra trefjaþráða skolast
út í hverjum þvotti. Þetta gæti verið
ein helsta uppspretta plastmeng-
unar í lífríki sjávarins.“ Hún bætti
við: „Hvernig getum við fjarlægt
það sem er svo örsmátt?“
Í skýrslu stofnunar sem kennd er
við siglingakonuna Ellen McArthur
frá 2015 var álitið að árlega bærist
hálf milljón tonna af örþráðum út í
höfin.
Ár hvert eru framleidd um 53
milljón tonn af nýjum voðum. Með-
altalsfjölskylda í Bandaríkjunum og
Kanada losar ár hvert meira en 500
milljónir örþráða út í vistkerfi jarð-
arinnar, að sögn stofnunarinnar
Ocean Wise.
Minnkið kaup á fatnaði
Mikill meirihluti þessara agn-
arlitlu vefjarefna – úr gerviefnum
eða ekki – er stöðvaður í vatns-
hreinsistöðvum en tæplega 900 tonn
sleppa og dagar uppi í heimshöfun-
um.
Í ríkjum sem verr eru sett á sviði
þróunar eru efni þessi ekki stöðvuð
og bætast við flóð plastefna sem
streymir út í sjó. Sjávarlíffræðingar
segja að örplastið sé ótvírætt eins
skaðlegt smáum lífverum og inn-
kaupapokar séu skjaldbökum. Erf-
iðlega hefur þó gengið að afla sönn-
unargagna um það efni, að sögn
Peters Ross, meðhöfundar að
skýrslu Ocean Wise. „Sönnunar-
gögnin hverfa fljótt er aðrar sjáv-
arlífverur éta veikar eða dauðar ör-
verur,“ segir hann.
Rannsóknir að undanförnu hafa
beinst að því hvernig draga megi úr
því magni örmengunarinnar sem
hverfur með skolvatni þvottavéla –
fyrir utan hið augljósa ráð að þvo
fatnaðinn sjaldnar.
„Það má draga úr högginu með því
að lækka hitastig þvottavatnsins. Yf-
ir 30 gráðum á Celsius brotnar hin
ofna flík miklu auðveldar niður,“ seg-
ir Laura Diaz Sanchez, baráttukona
óháðs félags umhverfissinna, Plastic
Soup Foundation. „Fljótandi þvotta-
efni er skárra en duft sem skrúbbar
þvottinn. Og forðist að brúka þurrk-
ara,“ bætir hún við.
Minni fatakaup skipta líka máli því
rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrsti
þvottur nýs fatnaðar losi langtum
meira af flestum örtrefjum. „Þetta er
nokkuð sem við getum stöðvað,“
staðhæfir Mojca Zupan, stofnandi
slóvenska sprotafyrirtækisins Plan-
etCare. „Í bílnum þínum eru síur og
þær ættu líka að vera í þvottavélinni
þinni,“ segir hún, en fyrirtæki henn-
ar framleiðir síur sem hlotið hafa við-
urkenningu Plastic Soup Founda-
tion. „Héðan í frá ættu allar
þvottavélar að vera mengunarfríar,“
bætir hún við.
Menning skynditísku
Til eru önnur apparöt til þvotta
sem auglýst eru sem vistvæn en
ágæti margs af slíkum fullyrðingum
er dregið í efa.
Tindóttir boltar – búnir til úr
blasti – og netpokar til að halda flík-
unum í skefjum eru einnig kynntir
sem vistvænir fylgihlutir til notk-
unar í þurrkurum.
„Vel má vera að gagnlegt sé að
koma í veg fyrir stórar fatabendur
en það breytir engu fyrir litlu
fatatrefjarnar,“ segir Francesca de
Falco, rannsóknarmaður hjá ítalskri
stofnun sem fæst við rannsóknir á
fjölliðum, samsettum efnum og líf-
efnum.
Málið er að á þessum vanda eru
engar kraftaverkalausnir. „Sú eina
sem virka myndi væri að við klædd-
um okkur yfirleitt alls ekki,“ segir
áðurnefnd Sanchez.
Að sögn Falco er besta nálgunin
sú að ráðast á vandann eftir að-
skildum aðferðum sem skraddara-
sniðin væru að sérhverjum þætti
ferlisins – fataframleiðslunni, þvott-
inum og vatnshreinsistöðvum.
Hvert og eitt gerviefni hefur sína
eiginleika sem byggjast á hvernig
það er ofið. Gæti það haft sín áhrif.
Í viðleitni til að gera betur vinna
sumir framleiðendur með vísinda-
mönnum að því að prófa fatnað sem
er einkar liðugur til að losa sig við ör-
plastið, svo sem jakka og teygjan-
legar T-skyrtur. Spyrja mætti hvort
lausnina sé að finna í náttúrulegum
trefjum. Svo einfalt er það ekki,
segja sérfræðingar. Baðmull þurfi til
að mynda gríðarlegt vatnsmagn og
skordýraeitur þegar hún er að vaxa á
plantekrum. „Í raun felst svarið ekki
í náttúrulegum efnum því þau geta
verið fokdýr og glíma við sinn eigin
umhverfisvanda,“ segir Napper.
„Við lifum á tímum „skynditísku“-
menningar. „Og þegar hugleitt er
hvað við kaupum í raun mikið af föt-
um, þá er það beinlínis ógnvekjandi.“
Þvottavélar settar á sakabekk
Minni fataþvottur og minni fatakaup myndu draga úr örtrefjamengun í úthöfunum
AFP
Þvegið og þurrkað Hundruð þúsunda örsmárra trefjaþráða skolast út í hverjum þvotti þegar föt eru þvegin í
þvottavélum. Á myndinni sjást þvottavélar og þurrkarar í heimilistækjaverslun á Manhattan í New York.
Mikil mildi þykir að enginn hafi látist
þegar farþegaflugvél á vegum tyrk-
neska lágfargjaldafélagsins Pegasus
Airlines rann fram af flugbraut við
Sabiha Gokcen-flugvöllinn í Istanbúl
í gær. Vélin, sem var af gerðinni Bo-
eing 737-800, var í aðflugi þegar hún
brotlenti með þeim afleiðingum að
eldur kom upp í vélinni og fór hún í
sundur á tveimur stöðum.
177 manns voru um borð í vélinni,
þar af sex í áhöfn hennar, þegar at-
vikið varð og þurfti að flytja 52
þeirra á sjúkrahús með misalvarlega
áverka. Flugmenn vélarinnar, Tyrki
og Suður-Kóreumaður, voru á meðal
þeirra, og voru áverkar þeirra sagðir
mjög alvarlegir. Aðrir farþegar gátu
hins vegar gengið svo til óskaddaðir
frá borði.
Ástæður slyssins eru raktar til
veðuraðstæðna, en mikið rok og
rigning var í Istanbúl í gær.
Loka þurfti Sabiha Gokcen-flug-
vellinum vegna slyssins, en hann er
annar af tveimur alþjóðaflugvöllum í
Istanbúl.
Ríkissaksóknaraembætti Tyrk-
lands hefur tekið málið til athugun-
ar, en oft þarf að fresta flugferðum
til Istanbúl að vetrarlagi vegna slag-
viðris.
AFP
Flugslys Vélin fór í þrjá hluta þegar hún brotlenti, en enginn lét lífið.
Flugvélin í þrennt
en allir lifðu af