Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 ● Jötunn vélar, fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í sölu á vélum og búnaði tengd- um landbúnaði og verktökum, lagði í fyrradag fram beiðni um að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta stað- festi Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við mbl.is í gær. Þrjátíu og fimm manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Selfossi og útibú á Akureyri og Egils- stöðum að auki, en um er að ræða eitt stærsta þjónustufyrirtækið í land- búnaði á Íslandi. Það var stofnað árið 2004 og nam velta fyrirtækisins 2,6 milljörðum króna í fyrra. Finnbogi segir að það sé „fúlt“ að svona hafi farið og að þetta sé erfitt fyrir margt starfsfólk, sem hefur starfað lengi hjá fyrirtækinu. „Við stóðum af okkur hrunið en auðvitað beit það okkur í hælinn núna þegar kreppti að. Það eru mjög fá fyrirtæki í innflutningi sem voru með kennitölu frá 2004,“ segir Finnbogi. Hann segir að vonandi verði hægt að vinna þannig úr málum á næstu vikum að starfsemin geti haldið áfram á nýjum grunni. Á þann hátt verði hægt að tryggja hagsmuni við- skiptavina í íslenskum landbúnaði, sem og starfsmanna Jötuns véla. Jötunn vélar hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hagvöxtur á Íslandi verður 0,8% í ár, gangi spár Seðlabanka Íslands eftir. Horfurnar hafa versnað til mikilla muna. Fyrir þremur mán- uðum gerði bankinn ráð fyrir því að hagvöxturinn myndi nema 1,6%. Hinar breyttu horfur voru kynntar samhliða þeirri ákvörðun peningastefnunefndar bankans að lækka meginvexti niður í 2,75% úr 3%. Síðast lækkaði nefndin vexti í nóvember á síðasta ári og þá einnig um 0,25 prósentur. Frá upphafi árs 2019 hafa stýrivextir því lækkað um 1,75 prósentur. Hinar versnandi hagvaxtarhorf- ur rekur bankinn einkum til tveggja þátta, annars vegar erfiðari stöðu útflutningsatvinnugreina og hins vegar versnandi fjármögnun- arskilyrða innlendra fyrirtækja. Í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings SÍ, á kynningar- fundi í gær kom fram að útflutn- ingur vöru og þjónustu hefði dreg- ist saman í fyrra um 5,8% og væri það mesti samdráttur frá árinu 1991. Þá gerir bankinn ráð fyrir að enn muni draga saman sem nemi 1,4% í ár. Gangi sú spá eftir er það í fyrsta sinn sem samdráttur mælist samfellt í tvö ár frá árunum 1991- 1992. Líkt og meðfylgjandi mynd sýnir hefur fyrrnefndur samdráttur fyrst og fremst birst á þjónustuhliðinni og þar vegur ferðaþjónustan lang- þyngst. Hefur Seðlabankinn nú dregið niður væntingar um að út- flutningurinn muni hjarna við. Ræður þar mestu hægari bati í ferðaþjónustu, langvinnari fram- leiðsluhnökrar í áliðnaði en gert var ráð fyrir og loðnubrestur sem virðist óhjákvæmilegur annað árið í röð. Í máli aðalhagfræðingsins kom þó fram að ýmislegt gæti hreyft við þessari spá, t.d. ef nýju flugfélagi yrði hleypt af stokkunum í ár. Gæti slíkur atburður aukið útflutnings- tekjur af ferðaþjónustu sem af slík- um umsvifum myndu hljótast. Reiptog innanhúss Á kynningarfundi bankans var Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekað spurður út í afstöðu hans til þeirrar ákvörðunar sem tekin var af FME, fyrir sameiningu við Seðlabankann, um að hækka sveiflujöfnunarauka í eiginfjárkröf- um á viðskiptabankana. Hún tók gildi 1. febrúar síðastliðinn. Vék bankastjóri sér fimlega undan því að taka afstöðu til ákvörðunarinnar enda ljóst að hún gerði bönkunum erfiðara um vik við að auka útlán sín. Virðist ákvörðun sameinaðrar stofnunar því auka enn á það sem bankinn nefnir sjálfur „versnandi fjármögnunarskilyrði innlendra fyrirtækja“. Rannveig Sigurðar- dóttir varaseðlabankastjóri, sem hefur peningastefnu á sinni könnu, ítrekaði að ákvörðunin væri við- leitni til að draga úr kerfisáhættu. Tók Ásgeir undir það og benti á að peningastefnunefnd hefði ekki að- komu að því að auka við sveiflujöfn- unaraukann. Hann ítrekaði þó að nefndin og bankinn hefðu önnur tæki til að örva hagkerfið og að það mætti gera í gegnum „efnahags- reikning bankans“. Þar kæmi til greina að draga úr bindiskyldu eða taka aðrar ákvarðanir sem auka myndu peningamagn í umferð. Hagvöxtur helmingi minni í ár en fyrri spá gerði ráð fyrir Vísitala útfl utnings og þróun útlána til heimila og fyrirtækja Útlutningur vöru og þjónustu frá 2008 til 2019* Útlán lánakerfi sins 2013 til 2019** 300 280 260 240 220 200 180 160 140 120 100 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19'08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Vísitala, 2005=100 Breyting frá fyrra ári Vörur Þjónusta Alls Heimili Fyrirtæki Heildarútlán *Fjögurra ársfjórðunga hreyfanlegt meðaltal. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2019. **Leiðrétt fyrir endurfl okkun og skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda. Án útlána til innláns- stofnana, fallinna fjármálafyrirtækja og hins opinbera. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjóna heimilum. Tölur fyrir 4. ársfj. 2019 eru áætlun Seðlabankans. Heimildir: Hagstofan og Seðlabanki Íslands  Seðlabankastjóri segir bankann hafa fleiri úrræði en vaxtalækkanir í vopnabúrinu Vaxtaákvörðunar- dagar 2020 5. febrúar 0,25% lækkun 18. mars 20. maí 26. ágúst 7. október 18. nóvember ✔ Heimild: Seðlabanki Íslands Fjarskiptafélagið Sýn hefur fært niður viðskiptavild félagsins um 2,5 milljarða króna. Niðurfærslan er gerð vegna vegna kaupa á eignum og rekstri 365 miðla, sem gengið var frá í lok árs 2017. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn- ar, segir í tilkynningu sem félagið sendi til Kauphallar að verið sé að hreinsa úr efnahagsreikningi áhrif sem byggðust ekki á raunhæfum áætlunum. „Þetta hefur engin áhrif á reksturinn, hvorki í dag né í framtíð- inni, heldur er einungis til merkis um að við viljum gera efnahagsreikning- inn heilbrigðari. Þeir sem greina fyrirtækið eru löngu búnir að átta sig á þessu en nú er verið að uppfæra efnahagsreikninginn í takt við raun- hæf rekstrarplön,“ segir Heiðar. Bréf félagsins lækkuðu um tæp 0,7% í viðskiptum í gær. Markaðs- virði félagsins er tæpir 10,8 milljarð- ar króna. Hægari framgangur samlegðar Í tilkynningunni segir að lykilfor- sendur á bak við mat á virðisrýrn- uninni séu hægari framgangur sam- legðar í sameinuðum rekstri félaganna og breytingar á sam- keppnismarkaði Sýnar. Hafa stjórn- endur félagsins farið í ýmsar aðgerð- ir síðustu mánuði til takast á við áskoranir í rekstrinum. Niðurfærslan mun hafa þau áhrif samkvæmt tilkynningunni að við- skiptavild félagsins er færð úr 10.646 milljónum króna í 8.146 milljónir og minnkar viðskiptavild sem því nem- ur. Þá segir að miðað við bráða- birgðauppgjör félagsins fyrir árið 2019 muni EBITDA félagsins vera nálægt 5.505 milljónum króna og tekjur félagsins 19.810 milljónir. Af- koma félagsins og eigið fé lækka sem nemur afskriftinni. Morgunblaðið/Hari Fjármál Virðisrýrnunarpróf leiddi til niðurfærslu viðskiptavildar. 2,5 milljarða nið- urfærsla hjá Sýn  Hefur engin áhrif á rekstur félagsins Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Ú T S A L A Ú T S A L A Ú T S A L A 20-50% AFSLÁTTUR Í VERSLUN OKKAR 6. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.45 125.05 124.75 Sterlingspund 161.9 162.68 162.29 Kanadadalur 93.68 94.22 93.95 Dönsk króna 18.399 18.507 18.453 Norsk króna 13.446 13.526 13.486 Sænsk króna 12.911 12.987 12.949 Svissn. franki 128.49 129.21 128.85 Japanskt jen 1.1409 1.1475 1.1442 SDR 171.2 172.22 171.71 Evra 137.52 138.28 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2578 Hrávöruverð Gull 1571.2 ($/únsa) Ál 1693.5 ($/tonn) LME Hráolía 54.33 ($/fatið) Brent STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.