Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 24
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gerð nýrrar landfyllingar við Klettagarða í Sundahöfn hefur gengið framar vonum. Útlit er fyrir að framkvæmdum ljúki í sumar, mörgum mánuðum á undan áætlun. Eins og fram hefur komið eru uppi hugmyndir um að á landfyllingunni verði höfuðstöðvar Faxaflóahafna í framtíðinni. Mikið magn af efni fer í landfyll- inguna, eða allt að 380 þúsund rúm- metrar. Jón Þorvaldsson, sem gegndi stöðu aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna þar til um síðustu áramót, mun hafa umsjón með verk- inu allt til loka. Jón áætlar að um 30 þúsund vörubílshlössum verði sturt- að í sjóinn til að mynda landfyll- inguna. Þar af koma um 25 þúsund vörubílshlöss úr grunni Nýja Landspítalans við Hringbraut. Enda hafa vöru- bílar verið í stanslausum ferðum mánuðum saman með efni úr grunninum. Um 5 þúsund hlöss koma frá Sundahöfn, þar sem höfnin geymdi efni. Í apríl 2018 tók stjórn Faxaflóa- hafna sf. til afgreiðslu erindi Nýs Landspítala dags. 23. mars 2018 þar sem óskað var eftir að skoðað yrði hvort mögulegt væri að nýta upp- gröft af lóð spítalans til landfyll- ingar. Jafnframt var lagt fyrir minnisblað hafnarstjóra, þar sem tekið var jákvætt í erindið. Hafnarstjórn samþykkti að óska heimildar Reykjavíkurborgar fyrir landfyllingu við Klettagarða í sam- ræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Fylling verði aðallega gerð úr efni sem tekið er úr grunni nýja Land- spítalans. Mikill sparnaður er fólginn í þessu fyrirkomulagi fyrir Nýja spít- alann og þar með ríkissjóð, því ekki þurfti að aka með efnið langar leiðir út fyrir höfðuðborgina. Þegar öll leyfi lágu fyrir var haf- ist handa við landgerðina af fullum krafti. Hafa framkvæmdir gengið það vel að þeim mun ljúka langt á undan áætlun, sem var á árinu 2021. Jón Þorvaldsson segir að spreng- ing í grunni Nýja Landspítalans sé langt komin og henni ljúki vænt- anlega í apríl nk. Í haust buðu Faxaflóahafnir út keyrslu á efni sem höfnin átti í Sundahöfn. Þeirri efniskeyrslu á að ljúka í marslok. „Það efni er fyrst og fremst sjávargrús, sem var afgangs- efni frá því við vorum að byggja Sundabakkann. Þá vorum með farg- hauga þar, 50-60 þúsund rúmmetra, sem voru notaðir aftur og aftur til að fergja væntanlegt athafnasvæði. Þegar fergingu lauk fluttum við hauginn suður fyrir bakkann. Nú erum við að fjarlægja þann haug því hann er fyrir á staðnum og honum fylgir fokhætta og fleira. Þegar þessum efnisflutningum öllum lýkur núna í apríl verður öll fyllingin kom- in í meginatriðum,“ segir Jón. Þegar byrjað var að sprengja í grunni spítalans við Hringbraut kom á daginn að það fékkst mjög mikið af völdu stórgrýti úr grunn- inum. „Við höfum flokkað þetta efni frá og verið með í gangi grjótröðun í sjóvörn samhliða efniskeyrslunni og ég reikna með því að grjótröðun verði að mestu leyti lokið á sama tíma og efnisflutningunum lýkur,“ segir Jón, og reiknar með að þetta verði í maí eða júní. Ekki þarf að fergja neitt á nýju landfyllingunni að sögn Jóns. Að mestu leyti verður hún á hreinni klöpp og þegar austar kemur í fyll- inguna verður komið út á setlög og laus botnlög. En þau eru ekki svo þykk, kannski 3-4 metrar. Það þýðir að sig verður öll á fyllingartímanum, þ.e. þegar fyllingin er komin í fulla hæð er sigi lokið. Þetta er mjög ólíkt því þegar t.d. fyllingar eru gerðar á 10-12 metra setlögum, sem þá þarf að fergja sérstaklega til að gera landið byggingarhæft. Ljósmynd/Hnit Landfylling við Klettagarða Framkvæmd verksins hefur gengið vonum framar og verður að fullu lokið í sumar. Á fyllingunni verða höfuðstöðvar Faxaflóahafna mögulega reistar í framtíðinni. Þrjátíu þúsund vörubílshlöss  Gerð nýrrar landfyllingar í Sundahöfn lýkur í sumar  Framkvæmdin er langt á undan áætlun Jón Þorvaldsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FERMINGAR MYNDIR Forstöðumenn þriggja sendi- skrifstofa í utan- ríkisþjónustunni munu flytja sig um set í sumar. Árni Þór Sig- urðsson, sendi- herra í Helsinki, verður sendi- herra í Moskvu 1. júní og leysir Berglindi Ásgeirsdóttur sendi- herra af hólmi sem kemur til starfa í utanríkisráðuneytið. Auð- unn Atlason verður sendiherra í Helsinki 1. júní en hann hefur gegnt stöðu deildarstjóra Norður- landadeildar utanríkisráðuneytis- ins. Þá verður Hannes Heimisson sendiherra í Stokkhólmi 1. ágúst. Estrid Brekkan, sem verið hefur þar sendiherra undanfarin ár, verður í stað hans prótókollsstjóri utanríkisráðuneytisins. Sendiherrar flytja sig milli staða Árni Þór Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.