Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 ✝ Óskar Jónssonfæddist á Þor- valdsstöðum í Breiðdal 24. maí 1932. Hann lést 23. janúar 2020. Foreldrar Ósk- ars voru hjónin Jón Björgólfsson, bóndi á Þorvalds- stöðum, f. 1881 d. 1960, og Guðný Jónasdóttir hús- freyja, f. 1891, d. 1956. Fóst- urforeldrar frá 1932-1948 þau hjónin Guðjón Jónsson, bóndi í Tóarseli í Breiðdal, f. 1874, d. 1966, og Jónína S. Eiríks- dóttir húsfreyja, f. 1879, d. 1944. Óskar var næstyngstur í röð eftirtalinna systkina: Sig- urður, f. 1916, d. 1986, Krist- ín, f. 1917, d. 1993, Árni Björn, f. 1918, d. 2010, Björg- ólfur, f. 1919, d. 2001, Helga Björg, f. 1920, d. 2010, Einar, f. 1921, d. 2006, Oddný Aðal- björg, f. 1923, d. 2005, Hlíf Þórbjörg, f. 1924, d. 2009, Jónas, f. 1926, d. 1980, Pétur, f. 1929, d. 2020. Guðmundur, f. 1930, Þórey, f. 1936 d. 2011. ára aldurs en flytur þá búferl- um með fósturforeldrum ásamt fóstursystur sinni, Unni Guðjónsdóttir, og eiginmanni hennar, Pétri T. Oddssyni presti, í Hvamm í Dölum. Þar dvelur Óskar til 1948 er hin ramma taug til átthaganna dregur hann til Þorvalds- staða, þar sem hann dvelur hjá foreldrum sínum næstu tvö árin. 1950 lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Óskar stundaði í fyrstu verkamanna- vinnu og sjómennsku. Nam járnsmíði hjá Landsmiðjunni og síðar húsasmíði hjá Einari bróður sínum og lauk sveins- prófi í þeirri iðn 1961, en meistararéttindi hlaut hann 1976. Óskar kom að uppbygg- ingu Breiðholts og Árbæjar, meðal annars hjá Ármanns- felli hf. og Sveinbirni Sigurðs- syni byggingameistara. Frá 1968-1970 í vinnu við fram- kvæmdir á suðurhluta Græn- lands. Starfaði sem húsasmið- ur hjá Steypustöðinni frá 1982-2002 og lauk þar form- lega starfsævi sinni sem húsa- smiður, sjötugur að aldri. Útför Óskars fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 6. febrúar 2020, kl. 13. Jarðsett verður í heimagrafreit á Þor- valdsstöðum í Breiðdal. Óskar kvæntist 30. desember 1956 Hólmfríði Þorsteinsdóttur frá Reykjavík, f. 21. maí 1937, d. 19. nóv. 2000. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þórðarson vél- stjóri, f. 1892, d. 1944, og Jódís Pálsdóttir húsmóðir, f. 1895, d. 1982. Börn þeirra Óskars og Hólm- fríðar: 1) Guðni Már, f. 1955, kvæntur Prayin Sorrnoy. 2) Þorsteinn Jón, f. 1956, d. 2012. 3) Guðjón Hróar, f. 1960. 4) Brynjólfur, f. 1964, unnusta hans Harpa Jak- obsdóttir. 5) Hlíf Berglind, f. 1966, synir hennar og Leifs Þorleifssonar eru Þorleifur Óskar, f. 1993, og Arnar Gabríel, f. 2000. Vegna veikinda móður sinnar eftir erfiða fæðingu fer Óskar í fóstur hjá hjón- unum Jónínu Sigurbjörgu Ei- ríksdóttir húsfreyju og Guð- jóni Jónssyni bónda í Tóarseli í Breiðdal. Þar er hann til 11 Ég hef verið mjög heppin í lífinu að eiga Óskar Jónsson sem pabba og besta vin því við mæðginin vorum mjög sam- rýnd. Það voru ansi margar veiðiferðir sem við fórum ásamt systkinunum og mömmu sem sat oftast og prjónaði. Því hún hafðir takmarkaðan áhuga á veiði en fannst gaman að komast út í náttúruna með prjónana sína. Pabbi kenndi mér snemma að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrum. Pabbi var mikill dýravinur og öll dýr soguðust að honum, það kom máfur reglulega á svalirn- ar til pabba á Melabrautina og fékk að éta, hann kallaðir hann Mása og ekki megum við gleyma Krumma (kisa) sem pabbi átti til að ofdekra en hann var ákveðinn í því að við gætum aldrei dekrað of mikið við bless- uð dýrin eða börnin. Pabbi var kletturinn í lífi okkar systkina og afastrákanna sinna sem hann var mjög hreyk- inn af og eyddi miklum tíma með þeim, var fastur partur í lífi þeirra. Pabbi var mikill húmoristi og skaut föstum skotum, síðan var hlegið mikið. Ein skemmtileg minning um pabba var að hann var aðeins farinn að tapa minni og var hann að tala um það. Segi ég þá við hann: „Pabbi minn, þú ert nú með miklu betra minni en ég.“ Hann horfir á mig segir svo: „Hlibba mín, þú verð- ur nú að hugsa um að þú fékkst nú heilahimnubólgu svo þú gengur nú ekki heil til skógar.“ Ég öskraði úr hlátri. „Pabbi þú varst hreinlega að segja að ég væri heimsk.“ Mikið hlógum við að þessu og ég minnti hann nú oft á þetta, þá skellihló hann. Pabbi hafði líka mjög sterkar skoðanir á hlutunum, ég lærði fljótt að tala ekki um stjórnmál við pabba, hann var með þau viðhorf að við ættum öll að hafa skoðun í þessum efnum. Það var oft ansi glatt á hjalla á Melabrautinni í denn, við vor- um fimm systkinin og vinir okk- ar ásamt mörgu fólki. Ótrúlegt hvað pabbi var alltaf þolinmóður því bræður mínir voru nú ekki lágværustu börn í heimi en for- eldrar mínir voru ótrúlega sam- stilltir þannig að þetta gekk allt upp og mamma eldaði alltaf fyr- ir sirka fimmtán manns því hún bjóst alltaf við auka fólki í mat. Ein af mínum bestu minning- um er frá því að sumri til og við Binni bróðir ásamt vinum okkar biðum eftir að pabbi kæmi heim úr vinnunni og færi með okkur að veiða í Elliðavatni. Hann veiddi nú minnst sjálfur en var aðallega að beita fyrir okkur. Pabbi var mjög söngelskur maður, ef hann var ekki syngj- andi var hann flautandi. Notaði hann þá tækni ef við vorum að suða um eitthvað, þá fór hann að syngja eða flauta. Nú er ferðalaginu lokið hér, við tekur nýtt ferðalag þar sem mamma, Steini bróðir ásamt öllu góða fólkinu sem er farið tekur vel á móti þér. Söknuður er mikill þegar ég kveð þig veiðiferðirnar mörgu sátum við þögul í kyrrðinni biðum eftir þeim stóra hann lét oft bíða eftir sér. Höndin þín stóra klappaði létt á kollinn minn faðmlag þitt þétta þegar þú huggaðir mig hlátur þinn mikli bræddi hjarta mitt nú kveð ég þig pabbi stóra klettinn minn fullt er mitt hjarta af góðum minningum um þig. Fátækleg orð um yndislegan pabba. Þín dóttir Hlíf Berglind Óskarsdóttir. Faðir minn var náttúrubarn, fæddist í sveit. Stangveiði var hans aðal- áhugamál alla tíð og ég var ekki gamall þegar ég byrjaði að veiða með pabba og svo komu afa- strákarnir 2, 3 ára byrjaðir að veiða líka. Góðar stundir, þrír ættliðir saman. Þegar pabbi veiktist fyrir sirka 7 árum var það mjög erfitt fyrir hann náttúrubarnið. Hann gat ekki stundað veiðiskapinn eins mikið og hann var vanur. Hann náttúrubarnið þrjósk- aðist þangað til fyrir sirka þrem árum, þá fór hann í sína síðustu veiðiferð. Pabbi sagði við mig: Núna verður þú að fara einn hér eftir. Veikindin drógu smám saman úr honum máttinn. Ég vissi í hvað stefndi, hann var orðinn gamall og þreyttur, margir sam- ferðamennirnir farnir. Þegar þetta er orðið svona er best að fara að kveðja og fara heim á Þorvaldsstaði undir hlíð- um fagurra fjalla og hvíla sig við hliðina á mömmu. Þegar Steini bróðir dó var það mikið högg fyrir pabba, eins og hann sagði: Enginn á að jarða barnið sitt. Hann beit á jaxlinn og hélt áfram og eins ætla ég að gera og kveðja þig stoltur og þakka fyrir alla ást- ina, umhyggjuna og allar sam- verustundirnar í veiðinni og í líf- inu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Með þökk fyrir allt. Þinn sonur, Guðni Már Óskarsson. Óskar Jónsson var í augum okkar bræðra mikilmenni, afi var klettur sem alltaf var hægt að treysta á. Hann var ábyrgur fyrir mörgum af skemmtileg- ustu minningum okkar í bernsku. Þær minningar eru frá því úti í náttúrunni í stangveið- inni og munum við bræður halda því áfram um ókomin ár. Afi var líka mikill spilakall, við bræð- urnir mxunum báðir vel eftir því að spila klukkutímum saman við hann rommý. Hann passaði sig samt að vinna ekki of oft í röð svo við myndum ekki hætta. Við bræðurnir erum á einu máli um að án afa hefði bernska okkar verið tómleg og margar góðar lífslexíur ekki lærst. Það er tómlegt að koma á Melabrautina núna, það er eins og húsið hafi misst alla sál. Það er sárt að sakna mikil- mennis eins og þín. Takk fyrir allar góðu minningarnar og von- andi er stutt í veiði þar sem þú hvílir núna. Veiðiferð Vaknaði snemma og beint út í bíl Leiðin lá suður fjöllin fuku framhjá blíð Kastaði taumi og settist með þér Tíminn sat kjurr og þögnin urraði að mér Brýtur mér kleinu og býður mér öl Síðan bognar stöng samt ekki mín því hún var of löng Samt mér leyfir að draga kannski hjálpar smá til Og segir: Þessi er þrjú pund eða þar um bil Ástarkveðja, Þorleifur Óskar og Arnar Gabríel. Óskar Jónsson Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn, systursonur og vinur, SIGURÐUR DARRI BJÖRNSSON, Erluási 31, Hafnarfirði, lést af slysförum 29. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 7. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Björn Arnar Magnússon Rannveig Sigurðardóttir Salvör Svanhvít Björnsdóttir Hinrika Salka Björnsdóttir Sigurður Þórðarson Gróa Guðbjörnsdóttir Sigríður Sigurðardóttir fjölskyldur og vinir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN BJARKAR VALDIMARSDÓTTIR ferðaþjónustubóndi, Dæli, Víðidal, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga laugardaginn 1. febrúar. Víglundur Gunnþórsson Hrafnhildur Ýr Víglundsd. Davíð Stefán Hanssen Vilmar Þór Víglundsson Anna Nordberg Kristinn Rúnar Víglundsson Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Eva Rún, Óskar Freyr, Gabríel Þór og Víglundur Bolli Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR SIGURÐSSON, Krókahrauni 8, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 3. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. Hjördís Jónsdóttir Reynir Þ. Ragnarsson Þórunn B. Tryggvadóttir Ragnar V. Reynisson Fríða Kristjánsdóttir Tryggvi Þ. Reynisson Javiera I. Rámila Hjördís H. Reynisdóttir Rafn Emilsson Hrafn I. Reynisson Kristín B. Hallvarðsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR, Hulduborgum 5, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 4. febrúar á hjúkrunarheimili Hrafnistu. Útförin verður auglýst síðar. Óli Örn Tryggvason Tryggvi Ólason Hugrún Hansen Bryndís Óladóttir Sævar Skaptason Gunnar Ólason Hilmar Þór barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GRÓA VALDIMARSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. janúar. Valdimar Bjarnason Unnur Edda Müller Berta Karen Rumens Kristmundur Már Bjarnason Bjarni Steinar Bjarnason Arnar Bjarnason Áslaug Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma í Gröf, GERÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, sunnudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 15. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Dvalarheimilisins Fellaskjóls, reikningsnúmer 0321-13-301300, kt. 460110-1300. Guðrún H. Bjarnadóttir Þorgeir Már Reynisson Hjördís H. Bjarnadóttir Ingi Þór Guðmundsson Jón Sverrisson Sjöfn Sverrisdóttir Sigurður Ólafur Þorvarðarson Lárus Sverrisson Kristín Halla Haraldsdóttir Halldóra Sverrisdóttir Eyleifur Ísak Jóhannesson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, ÓLÖF SIGRÍÐUR RAFNSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Geðhjálpar. Sólveig Halldórsdóttir Kristín Auður Halldórsdóttir Þorsteinn Sigurður Guðjónsson Gunnar Páll Ingvarsson Ólöf Jóhanna Ingvarsdóttir Mats Anderson og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT ÓLAFSSON, fyrrverandi forstjóri Glófaxa, áður til heimilis í Langagerði 114, lést þriðjudaginn 28. janúar á LSH, Fossvogi. Útförin fer fram frá Kristskirkju Landakoti föstudaginn 14. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Ólafur Benediktsson Kristín Benediktsdóttir Birna E. Benediktsdóttir Hilmar Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.