Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 48
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com „Blaðamenn fá þrjú upphrópunarmerki til að nota á ferli sínum,“ sagði reyndur blaðamaður við mig þegar ég byrjaði í blaðamennsku fyrir sjö ár- um. Ég passaði því vel að nota einfaldlega punkt aftan við setningar þótt samband mitt við snyrtivörur sé auðvitað mun tilfinningaríkara en svo. Helst langar mig að nota öll þrjú upphrópunarmerkin í þessari umfjöllun svo lesendur átti sig á þeim tilfinningum sem hrærast innra með mér eftir að hafa prófað vorlínu Chanel. Þeir sem fylgjast með mér á Instagram hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið að dást að þessari vorlínu síðan í nóvember síðastliðnum, eða frá því myndir af línunni komu fyrst fram. Eftir að Lucia Pica tók við sem alþjóðlegur listrænn stjórnandi förð- unar- og litasviðs Chanel höfum við séð förðunarlínurnar verða listrænni og stundum mitt á milli þess að vera förðunarvörur og listaverk. Sjálf á ég ósnertar Chanel-snyrtivörur sem eru einfaldlega sýningargripir. Í ár er förðunarlína Chanel fyrir vorið þó öllu klassískari og hef ég ekki oft heyrt af jafnmikilli eftirvæntingu fyrir förðunarlínu áður. Desert Dream eða Eyðimerkurdraumur nefnist línan og sækir Lucia Pica innblástur í fágaða og róandi tóna eyðimerkurinnar. Í eyðimörkinni ríkir friður á milli þess sem vindurinn blæs upp landslagið og það verður eitt með himninum. Blanda af ferskjulitum, bleikum og brúnum tónum endurspeglast í þessari mjúku og munúðarfullu línu. Fljótandi augnskuggar með stórfenglega áferð Chanel Ombre Premiere Laque eru fljótandi augnskuggar sem mikil spenna ríkir fyrir. Áferðin er einstaklega létt, örlítið kælandi, og endast þeir í átta klukkustundir á augnlokinu. Augnskuggarnir koma í fimm mis- munandi litum sem eru hver öðrum fallegri. Náttúrulegur ljómi sem hentar öllum Chanel Éclat Du Désert er fölbleikt ljómapúður sem veitir húðinni nátt- úrulegan ljóma. Engin gróf glimmerkorn eða málmkennda endurspeglun er að finna í þessari formúlu svo hún hentar vel öllum húðgerðum. Eins og margir vita getur reynst erfitt að finna ljómapúður sem ýkir ekki misfell- ur húðarinnar en með áferð eins og þessari heyrir það vandamál sögunni til. Chanel Baume Essentiel Multi-Use Glow Stick er önnur ljómavara í lín- unni en þetta efni er einstakt fyrir það að það veitir húðinni frekar gljáa en ljóma. Þótt þessi vara virki bronslituð er hún nánast litlaus á húðinni. Formúlan er rakagefandi og blandast fullkomlega saman við húðina. Slík- an gljáa má nota á margvíslegan hátt, til dæmis undir farða, yfir farða eða einan og sér til að fá ferskari ásýnd. Augnskuggar sem fara öllum vel Chanel Les 4 Ombres-augnskuggapalletturnar koma í tveimur litum: Elemental (352) og Warm Memories (354). Litirnir eru aðeins út í ferskju- litaða og bleika tóna og eru þessar augnskuggapallettur sérlega klass- ískar. Chanel Stylo Ombre Et Contour eru kremaugnskuggar sem lesendur Smartlands ættu að þekkja en þeir voru útnefndir augnskuggar ársins að mati blaðamanna. Tveir nýir litir líta dagsins ljós innan línunnar og eru þeir báðir brúnleitir. Varalitir í náttúrulegum litatónum Innan förðunarlínunnar má finna tvo varaliti í náttúrulegum litatónum en með mismunandi áferð. Chanel Rouge Allure er með kremaða og ljóm- andi áferð en Chanel Rouge Allure Velvet Extréme býr yfir mattri áferð. Naglalakkið á sínum stað Margir bíða alltaf spenntir eftir naglalakkinu sem kemur í takmörkuðu upplagi í förðunarlínum Chanel. Í ár eru sérlega fallegir litir af Chanel Le Vernis í boði í klassískum litum. Fljótlegt og fljótandi! Chanel Ombre Premiere Laque eru fljótandi augnskuggar sem koma í fimm litum. Ljómandi Tvær ljómavörur er að finna í förðunarlínu Chanel. Láttu þig dreyma Vorlína Chanel kallast Desert Dream eða Eyði- merkurdraumur. Ein fallegasta förðunarlína ársins Aukin fegurð Chanel Stylo Ombre Ét Contour- kremaugnskugga og augnlínufarða er að finna í nokkr- um litum í línunni. Sjaldan hefur ríkt jafnmikil eftirvænting fyrir förðunarlínu Chanel. Línan er innblásin af litum eyðimerkurinnar sem eru mjúkir en munúðarfullir í senn. Chanel vor 2020 Heillandi Chanel Les 4 Ombres í litnum Warm Memories (354). Keyrðu upp fegurðina Chanel Les 4 Ombres í litnum Elemental (352). V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.