Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Demókratar íBandaríkj-unum hafa Trump á heilanum og geta ekki leynt því. Trump var all- þekktur athafna- maður og sjónvarpsfígúra en þótti aldrei líklegur forseti þeirra. Hann kynnti framboð sitt úr rúllustiga í Trump- turninum í New York og við- brögðin voru fyrirsjánleg. Valdakjarni repúblikana sá Trump ekki sem ógnun við sig og sumir þar töldu að Trump kynni að ná athygli að flokknum en aðrir óttuðust að sú yrði ekki endilega til góðs og best að Trump yrði áfram demókrati. En Hillary Clinton fagnaði framboði Trumps, án þess að segja það, sem pólitískum stór- vinningi og það gerði hinn öflugi valdakjarni í kringum hana. Þessi hópur spurði sjálfan sig hvort hann verðskuldaði virki- lega slíka pólitíska forgjöf. Hin- ir „stóru“ og „virtu“ fjölmiðlar ákváðu að nýta hinn óvænta vinning út í æsar sínum flokki í hag. Þetta voru New York Tim- es, Washington Post og sjón- varpsstöðvarnar, CNN, NBS, CBS og ABC. Og þótt FOX sé stærsta einstaka stöðin mátti hún sín lítils gegn öllum hinum. Stöðvarnar mættu á alla kosn- ingafundi Trumps svo hann þurfti litlu að kosta til. Þær voru með beinar útsendingar frá Trump og þurftu ekki að kvarta, enda fengu þær bragðmikla bita til að kjamsa á. Við umræðu- háborð stöðvanna sátu stjórn- andinn sem aldrei sýndi skort á hlutdrægni og svo 3-4 valin- kunnir demókratar úr fjölmiðla- eða stjórnmálaheiminum og svo einn repúblikani úr hinum bitr- ari armi flokksins. Demókrötum þótti þetta of gott til að geta ver- ið satt. Trump slengdi ekki að- eins stóryrðum á bæði borð um ólöglega innflytjendur heldur bætti við alls kyns „sleggjudóm- um“ sem þóttu handan við þekkt mörk. Slíks góðgætis mátti vænta á hverjum fundi. Stór- stöðvarnar þorðu því ekki að sleppa nokkrum fundi. Fox, sem hallaðist að repúbli- könum, var enn fjarri því á fyrri- hluta prófkjörs að telja Trump fullgildan frambjóðanda. Stöðin fékk að senda út eina kappræðu nærri 20 frambjóðenda. Fyrsta spurning þar var hvort fram- bjóðendur flokksins myndu virða niðurstöðu prófkjörsins. Allar hendur á loft … nei, ekki ein. Trump á móti. Hávær stuna fór um salinn. Þar fór hann end- anlega, með það sögðu frétta- skýrendur og ekki í fyrsta sinn. Þeir sögðu það líka er hann lof- aði ógildingu kjarnorkusamn- ings við Íran, um að Íran myndi sæta takmörkunum og eftirliti með kjarnorkuvæð- ingu sinni í 10 ár en réði framhaldinu sjálft eftir það! Hver fræðimað- urinn af öðrum mætti í sett allra stöðva, bæði klappliðs demó- krata og hjá Fox, og sögðu þetta óráðstal, sem sýndi vanþekk- ingu Trumps á alþjóðlegum sátt- málum. Aðrir samningsaðilar, svo sem Frakkland, Bretland, Þýskaland, Rússland og Kína og auðvitað Sameinuðu þjóðirnar, myndu aldrei samþykkja slíka ógildingu. Trump sagðist ætla að blása Parísarsamkomulagið um lofts- lagsmál út af borðinu og þá ærð- ist góða fólkið um veröld víða. En það róaðist fljótt og taldi ljóst að þótt Trump næði kjöri, sem væri óhugsandi eftir Íran- ruglið og nú alþjóðlegt guðlast í loftslagsmálum, að hann næði kjöri. Það mat staðfestu banda- rískar kannanir alla kosninga- baráttuna. Alþjóðlegar kannanir sýndu að allt að 80% kjósenda í Evrópu myndu styðja Hillary mættu þeir kjósa. En það máttu þeir ekki. Trump vann kosning- arnar. Frá kjördegi hafa demó- kratar unnið að því fá úrslitin afturkölluð! Æðstu menn leyni- og ríkis- lögreglu í Bandaríkjunum tóku þátt í þeim ljóta og leik. Óvænt- ur hluti af andófinu hefur verið dónaframkoma við stuðnings- menn Trumps. Þingmenn repú- blikana þurfa að sæta því að með þeim sé fylgst og setjist þeir við borð á veitingastað svífur þang- að skömmu síðar hópur með sví- virðingum og ógnandi fram- komu. Tugir þingmanna demókrata mættu ekki við inn- setningu forseta, sem er ein- stakt. Frú Clinton leitaði til Bush yngri, sem var enginn aðdáandi Trumps eftir fram- göngu hans við Jeb Bush og kannaði hvort þau gætu sýnt að þeim væri misboðið með því að mæta ekki við innsetningu. Bush tók því fjarri. Svo hófst tveggja ára skrípa- leikur um að Pútín hefði ráðið úrslitum kosninganna 2016. Það rann allt á rassinn. Þá var það símtalið við kollegann í Kiev sem reyndist sama dellan. Og í fyrradag þegar forsetinn flutti sterka ræðu í þinginu um stöðu þjóðarbúsins stóð Pelosi gamla þingforseti fyrir aftan hann og reif ræðu forsetans í tætlur! En vandinn er að þessi ólík- indalæti virka ekki. Samkvæmt NYT hefur Trump aldrei á ferli sínum mælst með meira fylgi en nú. Klúður demókrata við fram- kvæmd prófkjörsins í Iowa bæt- ir ekki úr skák en ræður auðvit- að engum úrslitum. Allt getur því enn gerst. Trump elskar að vera rauð dula framan í demókrata sem alltaf virkar} Er Trump prúði karlinn hjá Pelosi? H ugmyndafræði lýðvísinda bygg- ist á sjálfsprottnum áhuga al- mennings á að taka þátt í vís- indum, oftast í sjálfboðaliða- starfi. Hugtakið er tiltölulega nýtt af nálinni en lýðvísindi á Íslandi hafa nú þegar skilað miklu til rannsókna. Gott dæmi um slíkt samstarf vísindamanna og almenn- ings er starfsemi Jöklarannsóknafélags Ís- lands. Þetta samstarf hefur notið verðugrar athygli og eflt jöklarannsóknir á Íslandi. Sjálfboðaliðar á vegum félagsins hafa stundað mælingar á hopi og framskriði jökla frá miðri síðustu öld, og þannig safnað mikilvægum gögnum um áhrif loftslagsbreytinga á ís- lenska jökla um áratuga skeið. Auk þess má nefna mörg dæmi um frjáls fé- lagasamtök og félög aðstandenda sjúklinga sem hafa lagt mikið af mörkum til vísinda með því að safna fé og hvetja til umræðu um algenga jafnt sem sjald- gæfa sjúkdóma og þannig stutt dyggilega við og hvatt til rannsókna á þeim. Vísinda- og tækniráð hefur í stefnu sinni jafnframt lagt sterka áherslu á opin vísindi og miðl- un vísindalegra gagna og niðurstaðna til samfélagsins. Þess má einnig geta að ný stefna ráðsins er nú í smíðum og mun birtast á vormánuðum. Þar er miðlun vísinda- starfs og þátttaka almennings í vísindastarfi eitt af leið- andi stefum stefnunnar. Það er hlutverk okkar sem störfum á þessum vett- vangi, hvort sem það er við stefnumótun um vísindamál eða framkvæmd rannsókna, að virkja og efla þekkingu al- mennings á vísindastarfi og hvetja til samtals milli vísindamanna og borgaranna. Ég tel einn- ig mikilvægt að auka sýnileika lýðvísinda í vís- indaumræðunni og hvetja til þátttöku almenn- ings í vísindastarfi í breiðasta skilningi þess orðs. Ísland stendur jafnframt framarlega í alþjóðlegu vísindasamstarfi og hafa stjórnvöld lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rannsókna og vísinda enn frekar ásamt því að auka mögu- leika íslenskra vísindamanna í alþjóðlegu sam- starfi. Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á fjölmörg- um sviðum. Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vís- indasamstarfi tengdu norðurslóðum. Rannsóknir, vísindi og hagnýting hugvits eru forsendur fjölbreytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Á tímum fjórðu iðn- byltingarinnar og loftslagsbreytinga verða lýðvísindi þjóðum sífellt mikilvægari. Þau hvetja til læsis á vísinda- legum upplýsingum, þjálfa gagnrýna hugsun og færa vís- indin til fólksins í landinu. Einnig geta lýðvísindi vakið áhuga unga fólksins okkar á vísindum og starfsframa inn- an þeirra. Síðast en ekki síst eru lýðvísindi mikilvæg í að auka færni vísindamanna í að miðla upplýsingum um rannsóknir og niðurstöður þeirra til almennings og eins að hlusta á raddir hins almenna borgara um áherslur í vísindastarfi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Vísindi fólksins í landinu Höfundur er menntamálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Mun 38 ára gamall „dreng-ur“ etja kappi við Don-ald Trump í haust umhvor þeirra verður kjör- inn forseti Bandaríkjanna? Trump er í það minnsta langlíklegastur repú- blikana og þá varð drengurinn, Pete Buttigieg, nokkuð óvænt efstur í for- vali Demókrataflokksins í Iowa. Vel er fylgst með þessu fyrsta ríki í forvali demókrata fyrir forsetakosn- ingarnar en úrslit þar eru sögð góð vísbending um hver verður forseta- frambjóðandi flokksins. Vissulega á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en það verður endanlega ljóst. Eftirnafnið, Buttigieg, gæti vafist fyrir fólki í framburði en það er borið fram „boot edge edge“ en á vefnum má finna myndskeið af frambjóðand- anum við framburðarkennslu. Stuðn- ingsmenn hans eru oft í bolum þar sem stendur „Boot edge edge.“ Nafn- ið er maltneskt en faðir „Boot“ er frá Möltu. Fer „Obama-leiðina“ Þrátt fyrir að vera ekki nema 38 ára og fremur lítt þekktur meðal al- mennings í Bandaríkjunum áður en forvalið hófst hefur Buttigieg verið vonarstjarna innan Demókrataflokks- ins í nokkur ár. Barack Obama, frá- farandi forseti landsins, sagði í blaða- viðtali fyrir fjórum árum að Buttigieg lofaði góðu og hafa stuðningsmenn frambjóðandans líkt honum við for- setann fyrrverandi. Framboði Buttigieg hefur einnig verið líkt við fyrra framboð Obama til forsetaembættisins árið 2008. Stuðn- ingsmenn Buttigieg segja hann fara „Obama-leiðina“ en þar er átt við að hann hafi komið sem nokkuð óþekkt- ur frambjóðandi á landsvísu inn í for- valið, vinni sigur í Iowa-ríki og noti það síðan sem stökkpall til frekari af- reka. Ætlar að skáka Trump Buttigieg var kjörinn borgarstjóri í borginni South Bend í Indiana-ríki 2011, þá 29 ára gamall. Hann varð þar með yngsti borgarstjórinn í borg þar sem íbúar eru fleiri en 100 þúsund. „Bandaríkin eiga skilið forseta sem einblínir á að gera líf vinnandi fjöl- skyldna betra en ekki þeirra ríkustu eða stærstu fyrirtækjanna,“ hefur Buttigieg meðal annars skrifað á Twitter-síðu sína. Þar hefur hann einnig lýst því yfir að Bandaríkja- menn fái einn möguleika til að velta Donald Trump úr sessi og hann sé sá möguleiki, enda eru helstu keppinaut- ar hans í forvali Demókrataflokksins komnir af léttasta skeiði. Snýst meira um persónutöfra Buttigieg yrði ekki eingöngu yngsti forseti Bandaríkjanna næði hann kjöri heldur yrði hann einnig sá fyrsti sem væri opinberlega samkyn- hneigður, en Buttigieg tilkynnti op- inberlega að hann væri samkyn- hneigður í júní 2015 og giftist eiginmanni sínum, Chasten Glezman 16. júní 2018. Kosningabarátta Buttigiegs hefur til þessa snúist meira um persónu- töfra hans heldur en einstök málefni. Hann er fylgjandi rétti kvenna til þungunarrofs, segist munu láta Bandaríkin standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins um loftslags- mál ef hann næði kjöri og vill afnema dauðarefsingar. Þá vill Buttigieg gera öllum Bandaríkjamönnum kleift að fá opinberar sjúkratryggingar. Hann er ósammála stefnu Trumps í innflytj- endamálum og segir að það hafi verið rétt af félögum sínum í Demókrata- flokknum að ákæra forsetann til emb- ættismissis. „Drengurinn“ óvænt í forystusætinu AFP Vonarstjarnan Hinn 38 ára gamli Pete Buttigieg leiðir baráttu demókrata eftir fyrstu forkosningarnar sem fram fóru í Iowa á mánudagskvöldið. Aldur Peters Buttigiegs er tölu- vert til umfjöllunar en hann yrði fyrsti forsetinn í sögu Banda- ríkjanna sem tæki við embætti á fertugsaldri. Nýr forseti, eða Donald Trump ef hann verður endurkjörinn, verður formlega settur í embætti 20. janúar á næsta ári. Daginn áður heldur Buttigieg upp á 39 ára afmælið sitt. Helstu keppinautar hans í forvali demókrata eru mun eldri; Bernie Sanders er 78 ára, Joe Biden er 77 ára og Elizabeth Warren er sjötug. Sá fyrsti á fertugsaldri ALDUR FRAMBJÓÐENDA AFP Reynslan Sanders er fjörutíu árum eldri en Buttigieg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.