Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti, þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður, skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum. Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum. Nýr Dacia Duster Gerðu virkilega góð kaup! Verð frá: 3.690.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 1 0 9 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 1 0 9 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kórónuveiran, sem kom upp í Kína, mun mögulega valda töfum á af- hendingu tveggja nýrra flutn- ingaskipa, sem verið er að smíða fyr- ir Eimskip þar í landi. Óljóst er á þessu stigi hvort tafirnar verða lang- ar. „Við fylgjumst vel með fram- gangi mála í Kína,“ segir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og sam- skiptastjóri Eimskips. Vinna hefur legið niðri í skipa- smíðastöðinni undanfarnar tvær vik- ur eins og hefðbundið er á þessum tíma árs og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta tengist kínverska nýárinu. Vonast er til þess að vinna við skipin geti hafist fljótlega, að sögn Eddu Rutar. Starfsmenn voru komnir heim Starfsmenn Eimskips, sem hafa verið að fylgjast með smíðinni ytra, voru komnir til Íslands í frí vegna kínverska nýársins og hafa ekki far- ið út aftur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun enn um hvenær þeir munu fara utan á ný. Ferðalög til Kína hafa verið takmörkuð og mörg flug- félög hafa hætt við áætlunarferðir til landsins vegna kórónuveirunnar, eins og fram hefur komið í fréttum. Það var í ársbyrjun 2017 að Eim- skip tilkynnti að félagið hefði und- irritað samninga við skipa- smíðastöðvar í Kína um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga skipum, sem yrðu í siglingum milli Íslands og Evrópu. Þetta eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir íslenskt skipafélag. Samningsverð hvors skips nam um 32 milljónum dollara, eða 3,7 milljörðum íslenskra króna. Heildarfjárfestingin er því 7,4 millj- arðar miðað við þáverandi gengi. Skipasmíðastöðvarnar sem Eimskip undirritaði samning við heita China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. Fram kom í tilkynningu sem Eim- skip sendi frá sér varðandi smíðina að gert væri ráð fyrir að skipin verði afhent á árinu 2019. Nú er ljóst að a.m.k. árstöf verður á afhendingu þeirra. Skipin voru bæði sjósett í fyrra og hluti nöfnin Brúarfoss og Dettifoss. Óhapp tefur afhendingu Það óhapp varð í september í fyrra að ásrafall í Brúarfossi brann yfir en hann framleiðir rafmagn með snúningi vélaröxulsins. Þurfti að smíða nýjan rafal í Þýskalandi. Vegna þess óhapps verður allt að átta mánaða seinkun á afhendingu skipsins. Lokafrágangi Dettifoss hefur miðað vel áfram og standa vonir til að hann verði tilbúinn til heimsigl- ingar á næstu mánuðum, samkvæmt upplýsingum Eddu Rutar. Grænlenska ríkisskipafélagið Ro- yal Arctic Line er að láta smíða sams konar skip í Kína og Eimskip og hef- ur það fengið nafnið Tukuma Arc- tica. Eimskip og Royal Arctic Line gengu frá samstarfssamningi í fyrra sem ætlað er að tengja saman flutn- ingaþjónustu frá Grænlandi, gegn- um Ísland og þaðan til umheimsins. Afhending skipa Eimskips gæti tafist  Óljóst hve mikil áhrif kórónuveir- unnar í Kína verða Ljósmynd/Eimskip Í smíðum Dettifoss má sjá hægra megin á myndinni. Við hlið hans er Tukuma Arctica (rautt), skip Royal Arctic Line.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.