Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Ný sundföt 2020 Síðustu dagar útsölunnar 40-70% afsláttur Guðrún Jóhann- esdóttir, kaupmaður í Kokku á Laugavegi og formaður Mið- borgarinnar okkar, ritaði grein sem birt- ist í Morgunblaðinu fyrir réttri viku, en um var að ræða svar við grein minni og á þriðja tug rekstr- araðila þar sem fram kom að Miðborgin okkar vinnur ekki í samræmi við vilja afgerandi meirihluta rekstraraðila á svæðinu. Sem svar við þessu kveðst Guðrún vera að vinna fyrir viðskiptavininn. Gott og vel. En er það vilji við- skiptavina að Laugavegi, Banka- stræti og Skólavörðustíg verði lok- að? Mér er það mjög til efs. Vera má að almennar viðhorfskannanir meðal borgarbúa sýni slíka nið- urstöðu, en þekkja allir aðspurðir til aðstæðna? Þú þekkir jafnvel og við hin að götulokanir undanfar- inna ára hafa stórskaðað rekstur á svæðinu með þeim afleiðingum að fjöldi þekktra og rótgróinna fyr- irtækja hefur flust í burt og blómstrar nú sem aldrei fyrr ann- ars staðar – þar sem aðgengið er gott. Verslanir þrífast jú best þar sem aðgengi er gott og næg bíla- stæði. Í greininni nefnir þú einnig að verslun við Laugaveg, Bankastræti og Skólavörðustíg keppi við versl- anir í öðrum hverfum sem og net- verslun. Þetta er allt rétt og þeim mun brýnni ástæða til að bæta að- gengi að verslunum í miðbænum og fjölga bílastæðum. Öllum má ljóst vera að lokanir gatna í miðbænum gera samkeppnisstöðu verslunar á þessu svæði enn verri en ella. Þú þekkir jafnvel og við hin að með hverju lokunarsumrinu (og nú lokunarvetrum líka) hefur Íslend- ingum sem leggja leið sína í bæinn fækkað. Þeir hafa fengið sig fullsadda á því að komast ekki greiðlega leiðar sinn- ar líkt og þeir voru vanir. Hvernig stendur á því að þið sem stýrið samtökum sem gefa sig út fyrir að vera hagsmunasamtök rekstr- araðila á svæðinu standið ekki með rekstraraðilum á svæðinu sem hafa hafnað lokunum? Stundum mætti halda að þú værir í hlut- verki borgarfulltrúa Samfylking- arinnar en ekki formanns Mið- borgarinnar okkar – svo mjög sem þú talar á móti okkar stærsta hagsmunamáli. Kannski væri ráð að breyta nafni Miðborgarinnar okkar í „Miðborgin þeirra“ með vísun til þeirra þarna í Ráðhúsinu. Þið virð- ist meðtaka gagnrýnislaust allt sem þaðan kemur og hafið gert að ykkar málstað. Hefur þetta eitt- hvað með það að gera að þið hafið þegið 50 milljónir króna frá Reykjavíkurborg síðastliðin þrjú ár? Hvað segja aðrir stjórnarmenn í Miðborginni okkar um fram- göngu félagsins? Hvað segja al- mennir félagsmenn? Eru þeir margir? Nú stendur til að útvíkka lok- unarsvæðið og búa til eina lengstu göngugötu heims hér norður við heimskautsbaug. Lok lok og læs frá Hlemmi að Lækjartorgi árið um kring í andstöðu við yfirgnæf- andi meirihluta rekstraraðila. Af fenginni reynslu að dæma getur þetta ekki endað með öðru en skelfingu. Umferðina um svæðið þarf þá að teyma í enn frekari krókaleiðir inn um íbúðarhverfin. Hvað ætli íbúar við Grettisgötu segi um það, eða Njálsgötu, Berg- staðastræti og Þingholtin? Vart mun meiri umferð bíla gleðja þá. Fjöldi fyrirtækja er horfinn Þú hefur nefnt að nýjar versl- anir spretti upp úti á Granda. En Grandi er ekki miðbær Reykjavík- ur. Ekkert frekar en Skeifan eða Ármúli. Við erum að tala um Laugaveg, Bankastræti og neðri hluta Skólavörðustígs. Þú nefnir dæmi um örfáar verslanir sem tek- ið hafa til starfa síðastliðin tvö ár. Að sjálfsögðu fögnum við heilshug- ar öllum nýjum verslunum. En þér láðist að nefna þann mikla fjölda fyrirtækja sem hefur yfirgefið okkur á sama tíma. Fyrirtækja sem telja sig betur sett annars staðar en í miðbænum. Það flytur engin verslun bara til að flytja. Til upprifjunar fyrir ykkur í Miðborginni okkar kemur hér listi yfir nokkra – já nokkra – þá rekstraraðila sem hafa kvatt Laugaveg og Skólavörðustíg á rúmu ári og flutt annað, margir hverjir eftir margra áratuga veru: Michelsen, Lífstykkjabúðin, Kirkjuhúsið, Tískuverslunin Flash, Sigurboginn, Reykjavík Live, Kroll, Maia, Tískuverslunin Brá, Tískuverslunin Dís Dís, Galleria, Gallerí Korka, Reykjavík Foto, Herrahúsið, Stefan B, Rauðhetta og úlfurinn, GK, B16 lífsstílsbúð, Spaksmannsspjarir, Gjóska og Ostabúðin. Við sjáum öll eftir þessum verslunum og við myndum líka sjá eftir Kokku ef hún yfir- gæfi miðbæinn. Ef gerræðisleg vinnubrögð og yfirgangur meirihluta borgar- stjórnar með minnihluta atkvæða nær fram að ganga á eftir að verða neyðarástand í miðbænum, sem verður þá ekkert annað en líf- vana minnismerki um hrokafulla og vanhæfa borgarstjórn og borg- arstjóra. Við ætlum að afstýra því að þetta gerist, berjast gegn órétt- lætinu og yfirganginum fram í rauðan dauðann. Við skorum á Miðborgina okkar að hrista af sér taumhald borgaryfirvalda, sýna sjálfstæði og taka þátt í baráttunni um að bjarga miðbænum. Vertu með okkur í liði, Guðrún í Kokku! Eftir Bolla Kristinsson Bolli Kristinsson »Ef gerræðisleg vinnubrögð og yfir- gangur meirihluta borg- arstjórnar með minni- hluta atkvæða nær fram að ganga á eftir að verða neyðarástand í mið- bænum, sem verður þá ekkert annað en lífvana minnismerki um hroka- fulla og vanhæfa borg- arstjórn og borgar- stjóra. Höfundur er athafnamaður og skrifar fyrir hönd nokkurra fyrirtækja í og við miðbæinn. Niðurstöður úr könnun Miðborgarinnar okkar og Samtaka verslunar og þjónustu. Könnunin var Miðbæjarfélagi Reykjavíkur óviðkomandi. Vertu með okkur í liði, Guðrún í Kokku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.