Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  50. tölublað  108. árgangur  BORÐSPILIN VINSÆL Í VETRARFRÍINU FALLEG, FYNDIN OG TÖFRANDI FAGNAÐI BRÚÐ- KAUPSAFMÆLI Á INDLANDI GOSI 28 FERÐALÖG 24 SÍÐURAMTSBÓKASAFNIÐ 9 Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Atvinnuleysi náð toppi  Um 200 manns bættust við atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar í febrúar  Sérfræðingur telur þetta benda til að atvinnuleysi muni fara minnkandi í vor febrúar sem vísbendingu um að toppnum í þessu efni hafi verið náð og að draga muni úr atvinnuleysi með vorinu. 20% munur á mælingum Samkvæmt könnun Hagstofunnar voru 7.400 að jafnaði án vinnu í jan- úar. Til samanburðar áætlaði VMST að um 8.800 hefðu þá að jafnaði verið án vinnu, eða um 20% fleiri. Arndís Vilhjálmsdóttir, sérfræð- ingur hjá Hagstofunni, bendir á að hluti þeirra sem skráðir séu atvinnu- lausir hjá VMST geti verið útlend- ingar sem eru í atvinnuleit erlendis. Karl tekur undir þetta og segir tölur Hagstofunnar mögulega ná betur yfir fjölda íslenskra ríkisborg- ara sem séu án vinnu um þessar mundir. Ætla megi að nú séu um 4% íslenskra ríkisborgara án vinnu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar Vinnumálastofnunar áætla að um 200 manns bætist við at- vinnuleysisskrána í febrúar. Með því verða um 9.800 á skrá í lok febrúar. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun (VMST), segir at- vinnuleysi jafnan aukast mest milli desember og janúar. Það megi túlka hæga aukningu í atvinnuleysi í 4 af hverjum 10 » Samkvæmt VMST voru 3.836 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok janúar, eða um 40% fólks sem var án vinnu. » Þessi fjöldi samsvarar um 10% atvinnuleysi meðal er- lendra ríkisborgara. MMiklu munar … »12 Tugir lentu í vandræðum vegna slæmrar færðar á Sólheimasandi í gærkvöldi. Þungfært var á Suðurnesjum, til að mynda á Grindavíkurvegi þar sem mörg hundruð metra löng bílaröð myndaðist. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Suðurlandi í gær og gul viðvörun á Suðaustur- landi og á Austurlandi. Gul viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þessi lét það ekki aftra sér frá því að viðra sig og hundinn við Ægisíðu. Morgunblaðið/Eggert Sprett úr spori í snjókófinu við Ægisíðu Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Líkurnar á því að kórónuveiran berist hingað til lands fara vaxandi, en um 20 manns eru í sóttkví hérlendis vegna veirunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis á blaðamannafundi í gær. Blaðamannafundurinn er annar sinnar tegundar sem boðaður er á tveimur dögum vegna kórónuveir- unnar. Ýmsar leiðir eru færar til þess að stemma stigu við komu ferðamanna frá áhættusvæðum og er möguleikinn á að loka landinu í sífelldri endur- skoðun, að því er fram kom í saman- tekt verkefnahóps ríkislögreglustjóra sem kynnt var á fundinum í gær. Kórónuveirusmit hafa komið upp í öllum Norðurlandaríkjunum nema Íslandi og því segir Þórólfur að farið sé að þrengja að Íslandi. Þórólfur gaf lítið fyrir hugmyndir þingmannsins Ingu Sæland um að koma fólki fyrir í sóttkví í Egilshöll. „Mér finnst hún ekki góð. Það byggi ég á því að ef við ætlum að loka stóran hóp í smithættu inni væri það vís vegur fyrir smit. Við gætum endað með miklu stærri og útbreiddari far- aldur.“ »11, 13, 14, 27 Morgunblaðið/Eggert Fundurinn Hjálmar Björgvinsson stjórnaði fundinum en Þórólfur Guðna- son, Margrét Kristín Pálsdóttir og Óskar Reykdalsson sátu fyrir svörum. Skoða möguleika á lokun landsins  Vaxandi líkur á að kórónuveiran berist hingað  Stór sóttkví óraunhæf bbbbm  Íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára sofa að meðaltali aðeins sex klukkustundir á sólarhring. Það er tveimur klukkustundum minna en aldurshópurinn þarf sam- kvæmt alþjóðlegum viðmiðum. Að- eins tíu prósent 15 ára ungmenna ná átta klukkustunda svefni, að því er fram kemur í viðamikilli lang- tímarannsókn á heilsuhegðun ungra Íslendinga. Rannsóknin er framhald á vinnu sem hófst á ár- unum 2006-2008 en fylgst hefur verið með hópi barna sem fæddust árið 1999. „Þetta er stórt heilsu- farsvandamál,“ segir Erlingur Jó- hannsson, prófessor við HÍ, sem stýrði rannsókninni, um svefntíma ungmenna. »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við tjörnina Íslensk ungmenni sofa minna en þarf samkvæmt rannsóknum. Íslensk ungmenni fá ekki nægan svefn  „Börn verða mjög kvíðin við svona aðstæður,“ segir Óttar Guð- mundsson geð- læknir. Alda neikvæðra frétta hefur dunið á íslensku þjóð- inni að undan- förnu. Nægir þar að nefna kórónu- veiruna, óveður, verkföll, loðnu- brest, snjóflóð, jarðskjálfta og hættu á eldgosum. Óttar segir að geðlækn- ar sjái merki um aukinn kvíða í sam- félaginu af þessum sökum og á sama tíma þurfi í auknum mæli að gefa fólki róandi lyf. »2 Hamfarakvíði leggst á íslensku þjóðina Óttar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.