Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ✝ ÁsvaldurAndrésson fæddist á Seyðis- firði 13. júlí 1928. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 13. febrúar 2020 eftir skamm- vinn veikindi. For- eldrar hans voru Andrés Rasmussen verkamaður, f. 25.12. 1896, d. 10.4. 1945 og Sveinrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 15.5. 1897, d. 18.9. 1988. Systkini Ásvaldar voru Ragn- ar Bóasson, hálfbróðir, f. 18.5. 1918, d. 2.8. 1993, matreiðslu- meistari, búsettur í Los Angeles, Guðrún Andrésdóttir, f. 16.4. 1923, d. 2.7. 2002, húsmóðir á Akureyri, og Oddný Stefanía Andrésdóttir, f. 30.10. 1924, d. 10.8. 1927. Ásvaldur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ernu Maríu Jó- hannsdóttur, f. 4.2. 1938, skrif- stofumanni hjá Sýslumanninum í Kópavogi, þann 4. febrúar 1956. Foreldrar Ernu voru Johan Schröder, garðyrkjubóndi í Birkihlíð í Kópavogi, f. 28.1. Magnússon, sonur þeirra er Tindur Páll. Dóttir Matthíasar er Stella Elínborg. 3. Ragnhild- ur Ásvaldsdóttir, f. 5.11. 1966, forstöðumaður menningarmið- stöðvar Fljótsdalshéraðs. Sonur hennar og Egils Arnar Árna- sonar er Jökull sérfræðingur. Synir Ragnhildar og Arnars Þórs Þórissonar eru Ásvaldur Fróði, deildarstjóri í Alta, Nor- egi og Dagur nemi. Ásvaldur stundaði nám í bif- reiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og hjá Agli Vilhjálms- syni hf. og lauk sveinsprófi árið 1962 og meistararéttindum 1965. Ásvaldur starfaði hjá Agli Vilhjálmssyni í 27 ár, þar af sem verkstjóri í 13 ár. Hann starfaði við tjónaskoðun hjá Brunabót frá árinu 1983 og síðar hjá Sjóvá Almennum. Ásvaldur lauk starfsævinni hjá Securitas, 73 ára. Ásvaldur gekk í Félag bif- reiðasmiða að námi loknu og var formaður félagsins í fimmtán ár. Jafnframt sat hann í stjórn Málm- og skipasmíðasambands- ins. Hann sat í sveinsprófsnefnd fyrir Félag bifreiðasmiða og síð- an Bíliðnafélagið á árunum 1972-88. Ásvaldur var í Lionsfélagi Kópavogs frá árinu 1981 og var stofnfélagi og í stjórn Seyðfirð- ingafélagsins. Útför Ásvaldar fer fram í dag, 28. febrúar 2020, frá Kópa- vogskirkju kl. 15. 1903, d. 16.4. 1971 og Jakobína Beck Schröder garð- yrkjubóndi, f. 11.9. 1909, d. 25.5. 2005. Börn Ásvaldar og Ernu eru: 1. Hanna Sveinrún, f. 25.5. 1956, sérfræð- ingur á Landspít- ala, gift Gunnlaugi Helgasyni raf- eindavirkja. Dætur þeirra: Hrafnhildur deildar- stjóri. Börn hennar og Tryggva Guðmundssonar eru Guð- mundur Andri, Tinna María, Ísabella Sara og Tristan Alex. Helga Þórunn, verkfræðingur. Börn hennar og Eiríks Gísla- sonar eru Arna Karitas og Pétur. Hlín verkfræðingur. Sambýlismaður hennar er Snorri Páll Þórðarson, sonur þeirra er Snorri. 2. Regína, f. 30.6. 1960, sviðsstjóri velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar, gift Birgi Pálssyni tölvunarfræðingi. Dætur Regínu og Þrastar Ottós- sonar eru: Erna María flug- maður og Ýr fatahönnuður. Dóttir Birgis er Auður Kolbrá lögfræðingur. Eiginmaður hennar er Matthías Már Það var einn þungbúinn vetrardag árið 2008 að ég sat með blaðamanni og ljósmynd- ara frá spænska dagblaðinu El Pais í stofunni heima hjá for- eldrum mínum og hlustaði á við- tal við pabba. Þau höfðu komið til landsins til að taka viðtöl við þekkta Íslendinga um þann ævintýralega uppgang sem var á þessum tíma en vildu einnig heyra í „venjulegum“ Íslendingi sem myndi tímana tvenna. Stemningin var notaleg við kertaljós í hálfrökkrinu og gest- irnir gæddu sér á pönnukök- unum hans pabba. Þar sem ég sat og hlustaði á samtalið áttaði ég mig á því hvað pabbi hafði í raun átt dramatíska æsku og uppvaxt- arár. Auðvitað vissi ég sitthvað um lífshlaup hans, en hafði ekki alveg áttað mig á samhengi hlutanna fyrr en þarna. Þennan eftirmiðdag heyrði ég um æskuna á Seyðisfirði og ævintýrin í tengslum við her- námið. Ég heyrði líka um fá- tæktina og baslið hjá afa og ömmu, sorg þeirra yfir barns- missi og um hálfbróðurinn sem var sendur í fóstur. Einnig um fyrsta starfið sem pabbi fékk að afloknu barnaskólaprófi og frá vertíðinni á Hornafirði. Um hans eigin sorg þegar pabbi hans dó án þess að hann fengi tækifæri til að kveðja hann. Um flutningana suður og hlutverkið sem 17 ára fyrirvinna á upp- gangstímunum í Keflavík. Svo um stóru ástina í lífi hans, mömmu, sem hann kynnt- ist þegar þau voru bæði berkla- veik á Vífilsstöðum. Um sam- búðina í einu herbergi hjá ömmu og afa í Birkihlíð, þar sem þau eignuðust okkur eldri systurnar meðan pabbi byggði húsið, vann hjá Agli Vilhjálms- syni á daginn og gekk í Iðnskól- ann á kvöldin. Allt í einu var lífsferillinn hans, sem í mínum huga var bara ósköp venjulegur heimilis- faðir í Kópavoginum, orðinn að stórbrotinni sögu um kynslóð- ina sem ólst upp við kröpp kjör og upplifði þá anga heimsstyrj- aldarinnar sem sótti Ísland heim. Um það hvernig þetta fólk byggði upp samfélagið sem gerði börnum hans og barna- börnum kleift að sækja sér menntun og lifa mannsæmandi lífi. Mörgum af þessari kynslóð tókst að skapa sér og sínum ágætis lífskjör með þrotlausri baráttu og miklum dugnaði. Pabbi var verkalýðssinni inn að hjartarótum og uppeldi okkar systra litaðist mjög af hans sterku lífsskoðunum. Hann fylgdist vel með póli- tískum hræringum hvort sem það var á Íslandi eða á alþjóða- vísu og vildi veg Íslands sem mestan. Honum auðnaðist að rækta fjölskylduna af alúð og var jafnvígur á smíðar og í pönnukökugerð og hvatti okkur systurnar til dáða, hverja á sinn hátt. Hann var stoltur af stóra hópnum sínum og mætti jafnt á tískusýningar sem og fótbolta- leiki hjá afkomendunum og setti sig alltaf vel inn í þau hugð- arefni sem hvert okkar hafði. Það voru kannski tímanna tákn að síðasta orrusta pabba yrði háð í skugga verkfalla og óveðurs, eins íslenskt og hægt er að hugsa sér. Elsku pabbi, takk fyrir það góða veganesti sem þú gafst okkur í uppvextinum, fyrir hlýjuna og traustan faðminn og nú í seinni tíð allar skemmtilegu fésbókarkveðjurnar. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Regína Ásvaldsdóttir. Þá er hann Ásvaldur Regínu- pabbi horfinn úr þessum heimi. Það er skrítin tilfinning, það var einhvern veginn eins og hann yrði alltaf til. Enda virtist Elli kerling ekki ná sömu tökum á honum og öðrum, hann var allt- af jafn keikur og flottur og skýr í kollinum. Ætli það hafi ekki verið árið 1973 sem ég hitti hann fyrst, skömmu eftir að ég kynntist Regínu dóttur hans. Ásvaldur og Erna María bjuggu á þessum árum með dætrunum þremur í Löngubrekku 28 þar sem þau höfðu búið sér fallegt heimili. Í kjallaranum bjó amma Sveinr- ún, en Ásvaldur bar ungur ábyrgð á sér og sínum og þegar hann stofnaði heimili var móður hans ætlað pláss í húsi hinnar nýstofnuðu fjölskyldu. Kópavog- urinn var skrautleg landnema- byggð í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Barnafjöldi í öðru hverju húsi, malargötur með til- heyrandi drullupollum. Heimili Ásvaldar og Ernu var klassa- heimili, þar voru allir hlutir vandaðir og fundinn staður af kostgæfni og umhverfis húsið var fallegur garður. Ásvaldur var ekki dæmigerð- ur karl af sinni kynslóð þegar kom að heimilinu og barnaupp- eldi. Hann sýndi því áhuga sem við unglingsstelpurnar vorum að stússa og átti það til að bjóða mér inn í kaffisopa þegar ég kom að heimsækja Regínu og þá var sest niður við eldhús- borðið og málin rædd. Þá er margra góðra stunda að minn- ast frá jólatréssölunni á Vestur- götunni, þar sem við vinkonurn- ar stóðum vaktina undir stjórn Ásvaldar og seldum jólatré. Ás- valdur var pabbi sem sinnti stelpunum sínum vel og verður ekki annað séð en barnabörnin og barnabarnabörnin hafi líka notið ástar og umhyggju hans. Nýlega mynd sá ég af honum á vellinum þar sem langafabarn var að spila fótbolta og langafi var mættur til að hvetja sinn mann. Og önnur nýleg mynd kemur upp í hugann þar sem hann er klæddur í nýjustu fata- línu Ýrar, dótturdóttur sinnar og fatahönnuðar – enda glæsi- legt módel með eindæmum. Og þótt ég hafi ekki verið í fjöl- skyldunni fékk ég alltaf fallegar kveðjur frá Ásvaldi á tímamót- um, hvort sem þau voru gleðileg eða sorgleg. Þær kveðjur ein- kenndust alltaf af umhyggju og einlægni. Nú er þessi öðlingur búinn að kveðja okkur, ég mun minnast hans með hlýju alla tíð. Ernu Maríu, eftirlifandi eiginkonu hans, dætrunum þremur og fjöl- skyldunni allri sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Bryndís Hlöðversdóttir. Látinn er góðvinur minn Ás- valdur Andrésson, oftast nefnd- ur Alli meðal vina og kunningja, á 92. aldursári. Þegar fólk nær svo háum aldri á það ekki að koma á óvart að það ljúki jarð- vist sinni, en þrátt fyrir það bregður manni þegar fréttir berast af andláti góðs vinar. Alla kynntist ég þegar hann hóf störf hjá Agli Vilhjálmssyni hf. árið 1956, en ég var þá búinn að vera þar í bifreiðasmíðanámi í fjögur ár. Fljótlega urðum við góðir kunningjar, þrátt fyrir að ég væri sjö árum yngri en hann, sem þótti á þeim tíma vera nokkur munur, en með árunum virtist þessi aldursmunur verða að engu. Þessi kunningsskapur breyttist brátt í ævarandi vin- skap, þar sem aldrei bar skugga á. Alli hóf nokkru seinna nám í bifreiðasmíði, tók sveinspróf og öðlaðist síðan meistararéttindi í greininni. Hann varð síðar verkstjóri í mörg ár á yfirbygg- ingaverkstæði Egils Vilhjálms- sonar hf. og starfaði sem slíkur allt þar til fyrirtækið hætti störfum. Alli hafði frá fyrstu tíð mikinn áhuga á félagsmála- störfum og hafði sterkar skoð- anir á þjóðmálum og öllu því sem varðaði réttindi þeirra sem hann taldi misrétti beitta. Hann hafði sterkan persónuleika og þegar hann hóf upp raust sína var eftir því tekið hvað hann hafði til málanna að leggja. Nokkru eftir að Alli gekk í Fé- lag bifreiðasmiða var hann kos- inn í stjórn félagsins og var síð- ar kosinn formaður þess og gegndi hann þeirri stöðu í 15 ár. Á þessum árum urðu miklar breytingar á starfsemi félags- ins, þar sem hæst bar samein- ingu við önnur félög og samtök, og þurfti þá að sýna lipurð og sanngirni til að verja hagsmuni félagsmanna. Í öllu þessu ferli átti Alli mikinn þátt í því að ná niðurstöðu sem félagið sam- þykkti að lokum. Fyrir hans til- stilli var síðar ákveðið að skrá sögu félagsins og var hún gefin út í bókaflokknum Safn til iðn- sögu Íslendinga undir heitinu „Hugvit þarf við hagleiks- smíðar“. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum, sem og á fundum og þingum þar sem málefni er vörðuðu hagsmuni félagsins og félagsmanna voru til umræðu. Þá var hann í mörg ár prófdómari við sveinspróf bifreiðasmiða. Alli var góður formaður og fór ekki á milli mála að honum þótti vænt um félagið sitt. Hann var sæmdur gullmerki þess árið 1988 og var vel að því kominn. Eftir að hann hætti störfum sem stjórn- armaður fylgdist hann vel með og var þátttakandi í starfsemi sameinuðu félaganna allt fram á síðasta dag. Alli eignaðist yndislega eig- inkonu, Ernu Maríu Jóhanns- dóttur, og með henni þrjár dæt- ur, sem allar hafa blómstrað í samfélaginu og eru afkomendur þeirra hjóna orðnir fjölmargir. Hann var góður fjölskyldufaðir, sá vel um heimilið og bar hag dætra sinna og afkomenda allra fyrir brjósti, ásamt því að fylgj- ast vel með frama þeirra, bæði í leik og starfi. Hann var sjálfum sér nægur um flest og fór allra sinna ferða á sínum átta strokka jeppa og í síðasta mán- uði sótti hann um endurnýjun á ökuskírteininu. En skjótt skipast veður í lofti og nú er bifreiðasmiðurinn Ás- valdur Andrésson allur. Megi minning vinar míns lifa. Egill Jónsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Kópavogs Nú er einn af okkar félögum, Ásvaldur Andrésson, fallinn frá. Ásvaldur gekk í klúbbinn 1981 og var því einn af lengst starfandi félögum í klúbbnum. Ásvaldur var mjög virkur félagi og gegndi flestum trúnaðar- störfum klúbbsins svo sem for- maður, ritari, gjaldkeri og einn- ig var hann formaður hinna ýmsu nefnda í klúbbnum. Ás- valdur mætti mjög vel á fundi og nú síðast í janúar 2020. Við félagarnir þökkum Ás- valdi fyrir mikið og gott sam- starf í klúbbnum. Hans verður sárt saknað. Félagar í klúbbnum senda eftirlifandi eiginkonu, Ernu Maríu Jóhannsdóttur, börnum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. F.h. Lkl. Kópavogs, Sigurjón Sigurðsson ritari. Ásvaldur Andrésson  Fleiri minningargreinar um Ásvald Andrésson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Svo veri valmennið Helgi K. Hjálmsson kvaddur með þeim orðum að hans líkar verða fáir að mannkostum, atorku og skapferli. Ástvinum vottum við hjónin innilega samúð. Halldór Jónsson. Ég kynntist Helga Hjálms- syni í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Þá var ég, nýlega útskrifaður endurskoðandinn, fenginn til að sjá um endurskoð- un Tollvörugeymslunnar hf. Þar hafði Helgi verið forstjóri frá upphafi, en fyrirtækið var stofn- að 1963 og hafði afgerandi áhrif á starfsumhverfi innflytjenda á Íslandi á tímum hárra tolla og vörugjalda. Tollvörugeymslan var almenningshlutafélag og hlutabréf félagsins voru skráð á hlutabréfamarkaði þegar ég hóf störf fyrir félagið. Á þessum tímum sinntu endurskoðendur ýmissi þjónustu auk endurskoð- unar fyrir viðskiptamenn sína. Samskipti okkar Helga voru því mikil og tókst með okkur góð vinátta, sem aldrei bar skugga á. Helgi hafði ástríðu fyrir starf- semi Tollvörugeymslunnar og framþróun starfseminnar í um- hverfi sem var að taka breyt- ingum í frelsisátt á þessum ár- um. Samvinna okkar á þessu sviði stóð í um tíu ár, en Helgi gegndi starfi forstjóra allt til starfsloka á árinu 1996. Þegar ég hóf golfiðkun fyrir rúmum tíu árum vorum við í sama golfklúbbi og spiluðum saman nokkra hringi. Enn var sami eldmóðurinn í Helga þótt árin væri orðin áttatíu. Á þeim árum hafði Helgi staðið fyrir stofnun Byggingarsamvinnu- félags eldri borgara í Garðabæ og vann að því að fá lóðir hjá Garðabæ til að byggja hús fyrir félagsmenn. Þeir samningar náðust á árinu 2014 og úr varð að ég tók sæti í stjórn félagsins á því ári, en Helgi var þar stjórnarformaður eins og hann hafði verið frá stofnun. Fljótlega hófst bygging 25 raðhúsa við Unnargrund. Eins og gengur var verkefnið ekki áfallalaust og þurfti að bregðast við ýmsum óvæntum atvikum. Í öllu því ferli leiddi Helgi starfið áfram í átt að lausnum og voru húsin af- hent eigendum sínum á árinu 2018. Ekki fór á milli mála að Helga var það mikið kappsmál að ljúka þessu verki og gleði hans var mikil þegar það tókst. Um leið ákvað hann að tíma- bært væri að aðrir tækju við stjórn Byggingarsamvinnu- félagsins og lét hann af störfum á aðalfundi 2019 þegar hann átti eftir örfáa mánuði í nírætt. Áhuginn á starfsemi félagsins dvínaði þó ekki og okkar síðasta samtal, rúmri viku fyrir and- látið, snerist um félagið, stöðu þess og framtíð. Að leiðarlokum þakka ég Helga fyrir samfylgdina og votta Ingibjörgu og öðrum að- standendum samúð mína. Símon Á. Gunnarsson. „Ó, vor Guð, lát þitt orð, sem í dag verður kennt, falla í góða jörð.“ Þessi bænarorð Jóns bisk- ups Vídalín, sem fæddur var að Görðum á Álftanesi, eru letruð á prédikunarstól Vídalínskirkju í Garðabæ. Helgi K. Hjálmsson hafði fagnað mjög vígslu hennar vorið 1995 og vitnaði í bænar- orðin á héraðsfundi í Vindáshlíð um haustið sem safnaðarfulltrúi Garðasóknar. Hann hafði líka verið gjaldkeri og formaður hennar er safnaðarheimilið Kirkjuhvoll var byggt. Ómetan- legt hafði verið fyrir séra Braga Friðriksson sem sóknarprest í ört vaxandi bæjarfélagi Garða- bæjar að fá Helga með sér til að móta og efla þar kirkjustarfið og síðar einnig í Kjalarnesprófasts- dæmi er séra Bragi var þar pró- fastur. Þau Ingibjörg Stephen- sen, eiginkona Helga, sungu árum saman í kirkjukór Garða- kirkju, enda bæði Kristsvinir og tónlistarunnendur, og voru hvatamenn að stofnun Tónlistar- félags Garðahrepps. Tónlist og trúariðkun og þátttaka í kristnu helgihaldi var þeim drifkraftur lífsgleði og dugandi verka. Sem viðskiptafræðingur og framsæk- inn forstjóri Tollvörugeymsl- unnar færði Helgi með sér inn í kirkju- og safnaðarstarf mikil- væga þekkingu á rekstri og reikningshaldi. Og með víðsýni sinni og næmi fyrir hræringum samfélagsins hafði hann heilla- rík áhrif á stefnumörkun og áætlanir á vettvangi Þjóðkirkj- unnar. Helgi var gjaldkeri hér- aðsnefndar prófastsdæmisins er ég settist í hana sem sóknar- prestur Hafnarfjarðarkirkju og við áttum þar góða samleið. Mikill samhugur ríkti í nefnd- inni um stefnumótun og ráðstöf- un fjár úr héraðssjóði. Verkefni prófastsdæmisins voru vel und- irbúin og ekki aðeins horft til þess að styrkja innviði kirkju- starfs heldur líka samskipti þjóðar og kirkju. Efnt var til gefandi stefnumóta við mark- hópa í samfélaginu, fóstrur, kennara, lækna og hjúkrunar- fólk, sjómenn og verkalýðsleið- toga og líka listamenn. Þeir voru boðnir á héraðsfundi og til samveru í Skálholti til að gæta að því hvar mætti liðsinna og miðla gagnkvæmu trausti og blessun, enda ætti kristin kirkja samleið með öllum er starfa af góðhug lífi til gagns og gleði. Helgi sat á kirkjuþingi í lok síð- ustu aldar þegar unnið var þar að nýjum kirkjulögum og reglum er miðuðu að auknu sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og var einnig kirkjuráðsmaður. Helgi var um árabil formaður Leik- mannaráðs og Leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar og beitti sér þar m.a. fyrir aukinni þjónustu kirkjunnar við aldraða. Hann helgaði hagsmunum þeirra mjög starfskrafta sína síðustu æviárin og barðist í ræðu og riti fyrir bættum kjörum þeirra. Hvar- vetna sem Helgi kom við sögu í starfi sínu og á félagsmálasviði í Garðabæ og víðar og ekki síst í Þjóðkirkju Íslands hafði hann miklu að miðla með atorku sinni og atgervi, skapfestu og dreng- lyndi. Helgi byggði líf sitt á kristnum grunni og þótti miklu varða að þjóð og kirkja ættu góða samleið, svo að orð Guðs og fagnaðarerindi Frelsarans fengju lýst og blessað og varðað veg. Slíkra málsvara sem Helga þarfnast kirkja Íslands vissu- lega á þessu 300 ára minning- arári um orðsins meistara, Jón Vídalín, og á komanda tíð. Guð kalli þá á hennar svið! Blessi hann minningu Helga K. Hjálmssonar og gefi góðan ávöxt af vitnisburði hans og verkum hér í heimi og í ríki sínu. Lýsi hann fjölskyldu og ástvinum Helga veginn fram og glæði trú, von og elsku með kirkju og þjóð í Frelsarans nafni. Gunnþór Ingason. Kveðja frá Garðasókn. Einstakt framlag Helga Hjálmssonar til Garðasóknar verður seint fullþakkað. Ábyrgðarhlutverkin sem hann sinnti til áratuga voru mörg og verkefnafjöldinn verð- ur ekki talinn. Helgi hafði einlægan og óþrjótandi áhuga á starfi og þjónustu Garðasóknar sem og þjóðkirkjunnar allrar. Á kveðjustundu hugsum við með miklu þakklæti og virðingu til Helga og hans góðu konu. Guð blessi minningu Helga Hjálmssonar. Magnús E. Kristjánsson.  Fleiri minningargreinar um Helga K. Hjálmsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.