Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Um er að ræða eftirfarandi lífeyrissjóði: Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Stapi lífeyrissjóður SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÓSKA EFTIR HÆFU FÓLKI TIL AÐ TAKA AÐ SÉR STJÓRNARSTÖRF Í LÍFEYRISSJÓÐUM Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | 105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | sa.is Umsóknir sendist í tölvupósti á stjornarseta@sa.is Athugið að umsóknir frá fyrra ári gilda áfram og þarf ekki að endurnýja. Samtök atvinnulífsins hvetja konur jafnt sem karla til að sækja um. Samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin helming stjórnarmanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru á samningssviði aðila og er framkvæmdastjórn SA falin tilnefning stjórnarmanna. Samtök atvinnulífsins óska ár hvert eftir því að hæfir einstaklingar, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, gefi kost á sér til starfa í stjórnum lífeyrissjóða. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu m.a. á lífeyrismálum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi, lögfræðilegum málefnum og fjármálamarkaði. Úr þeim hópi sem gefur kost á sér til stjórnarstarfa verða tilnefndir þeir sem metnir eru hæfastir í ljósi þeirra eiginleika sem sóst er eftir í viðkomandi stjórn. Sérstök hæfisnefnd fjallar um einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til stjórnarstarfa. Nefndin leggur mat á þekkingu og reynslu umsækjenda með hliðsjón af þeim eiginleikum sem nauðsynlegt er að viðkomandi stjórn sem heild búi yfir. Að mati loknu leggur hæfisnefndin tillögu fyrir framkvæmdastjórn SA. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin vekur athygli umhverf- is- og samgöngunefndar Alþingis á því að til að tryggja öruggari vetrar- samgöngur milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar megi grafa göng undir Öxnadalsheiði. Slík göng með gangamunna í svipaðri hæð og rætt er um í tillögu um Tröllaskagagöng gætu orðið um 11 km löng og kostað helmingi minna en Tröllaskagagöng. Ábending Vegagerðarinnar kem- ur fram í stuttri umsögn um þings- ályktunartillögu varaþingmannanna Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hafin verði vinna við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni við gerð jarð- ganga á Tröllaskaga. Tröllaskagagöng hafa lengi verið í umræðunni. Einkum hefur verið rætt um göng frá Hofsdal yfir í Barkárdal en einnig tvenn jarðgöng sem færu fyrst úr Hörgárdal yfir í Skíðadal og þaðan vestur í Kolbeins- dal í Skagafirði. Rökstuðningur fyrir göngunum er að fjallvegurinn um Öxnadalsheiði geti verið verulegur farartálmi yfir vetrarmánuðina og að göngin myndu stytta leiðina úr Skagafirði til Akureyrar. Ekki er minnst á jarðgöng undir Öxnadalsheiði í þessu sambandi sem þó yrðu á Hringveginum og þar með á aðalleiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Vegagerðin hefur lítillega skoðað möguleikann á göngum undir Öxna- dalsheiði. Gísli Eiríksson, forstöðu- maður jarðganga hjá Vegagerðinni, segir jarðgöngin gætu farið inn í Öxnadalsheiðina í Bakkaselsbrekk- unni, skammt neðan við Bakkasel, og komið út í Norðurárdal um 1,8 km innan við gömlu brúna á Norð- urá. Göngin yrðu 11 km að lengd og við bætist tæplega 2 km spotti í Norðurárdal. Jarðgöngin myndu ekki stytta leiðina sem neinu næmi. Gangamunninn Eyjafjarðarmegin yrði í 320 m hæð og 300 m hæð í Skagafirði. Jarðgöngin milli Hofsdals og Barkárdals á Tröllaskaga yrðu um 20 km að lengd ef gangamunnarnir yrðu í 300 metra hæð. Kostnaður við slík göng er áætlaður 50-70 millj- arðar króna. Til samanburðar má áætla að göng undir Öxnadalsheiði í svipaðri hæð gætu kostað 25-30 milljarða króna. Betri vetrarsamgöngur Gísli segir að öryggi samgangna á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndi batna mjög með tilkomu ganganna. Vegurinn myndi lækka og telur Gísli að hann yrði sjaldan ófær á vetrum. Þá myndi öryggi vegfarenda við að komast á milli aukast mjög. Fólk þyrfti sem sagt ekki að vera hrætt við að festast uppi á miðri heiði seint að kvöldi eða um nótt. Siglufjörður Sauðárkrókur Varmahlíð Hofsós Hólar Ólafsfjörður Akureyri Dalvík GrenivíkSkagafjörður Ey ja fj ö rð u r Jarðgöng Möguleg jarðgöng Hofsdalur-Barkár- dalur, um 20 km Kortagrunnur: OpenStreetMap Jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar Kolbeinsdalur- Skíðadalur, 12-15 km Skíðadalur-Hörgár- dalur 12-15 km Hjaltadalur-Hörgár- dalur, 13-20 km 1 1 1 Öxnadalsgöng, um 11 km Skoða göng í Öxnadalsheiði  Tröllaskagagöng helmingi dýrari Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Það er líf og fjör á Amtsbókasafninu á Akureyri alla daga, en ef til vill ör- lítið meira einmitt núna í þessari viku þegar hver viðburðurinn rekur annan. Fjöldi barna leit við á safninu á öskudaginn, tók lagið og þáði sæl- gæti að launum. Vetrarfrí er nú í skólum á Akureyri og tekur safnið virkan þátt með því að bjóða upp á viðburði á safninu. Í gær var opinn spiladagur þar sem Hrönn Björgvinsdóttir, umsjónarmaður Spilaklúbbs Amts- bókasafnsins, leiðbeindi börnum og kenndi þeim að spila allrahanda spil sem safnið á og lánar út. Ekki var annað að sjá en börnin sem þátt tóku skemmtu sér prýðilega við að spila borðspilin. „Við erum með spila- klúbb hálfsmánaðarlega fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára en í til- efni vetrarfrís ákváðum við að hafa auka viðburð og opna klúbbinn fyrir allan aldur. Mæting var vonum framar. Við eigum orðið 170 spil til útláns og þau eru mjög vinsæl, sér- staklega í kringum skólafrí,“ segir Hrönn. Í dag verður svo spilað bingó á Amtsbókasafninu og væntanlega mun það draga að fjölda þátttak- enda. Krakkarnir gripu í borðspil í vetrarfríinu á Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Nóg um að vera Krakkarnir skemmtu sér vel á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær á opnum spiladegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.