Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.2020, Blaðsíða 32
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 Veldu þinn á hekla.is/skodasalur Bjóðum heppnum Skoda eiganda til Prag. Superb Limo Ambition 2.0 TDI Afmælisverð 4.390.000 kr. Afsláttur 600.000 kr. Kodiaq Ambition 2.0 TDI Afmælisverð 5.690.000 kr. Afsláttur 600.000 kr. Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor kemur fram í Jazzklúbbnum Múlanum á Björtuloftum Hörpu í kvöld og hefur leik kl. 20. Söng- konan og fiðluleikarinn Unnur Birna og gítarleikarinn Björn Thoroddsen tengjast djassi sterkum böndum en blanda hann blús og poppi. Með þeim leika Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Sveit Unnar Birnu og Bjössa Thor djassar FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Tíu Íslendingar leika um þessar mundir með ítölskum knatt- spyrnuliðum og níu þeirra búa í norðurhéruðum Ítalíu þar sem kór- ónuveiran hefur geisað harðast að undanförnu. Flestir þessara Íslend- inga leika með landsliðum sem eiga verkefni fyrir höndum í mars, m.a. á Ítalíu, og óvissa ríkir því um þátttöku þeirra. »27 Óvissa hjá Íslending- unum á Ítalíu ÍÞRÓTTIR MENNING Gunnar Helgason kemur fram ásamt töfrahurðarhljómsveitinni í dag föstudag í Gerðubergi kl. 11-11.30 og í Kringlunni kl. 13.30-14. Í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum kemur fram að furðulegt fólk með enn furðulegri hljóðfæri búi að baki töfrahurðinni og birtist af og til. „Fá krakkarnir kannski að prófa hljóð- færin? Mun einhver bresta í söng? Þetta kemur allt í ljós þegar töfrahurðin opnast. Fólk er beðið að hafa varann á því uppá- koman gæti innihald- ið snefilmagn af ótömdum spuna.“ Að- gangur er ókeypis. Gunni Helga og töfra- hurðarhljómsveitin Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Forvarnir gegn krabbameini eru mikilvægar, enda má fækka tilfellum sem upp koma um þriðjung og jafn- vel helming. Skynsamlegt mataræði og regluleg hreyfing eru hér afar þýðingarmikil atriði og á þeim þarf að hamra nú, því allt bendir til þess að krabbameinstilvikum hér á landi fjölgi um fjórðung á næsta áratugn- um eða svo,“ segir Halla Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Íslands. Engum kalt á tánum! Í gær hófst Mottumars, verkefni Krabbameinsfélags Íslands til vit- undarvakningar um krabbamein karla. Með viðhöfn á Bessastöðum var Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, afhent fyrsta parið af Mottumars-sokkunum sem eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni, yfirhönnuði Kormáks og Skjaldar. Þetta eru skínandi fallegir sokkar, til í ýmsum stærðum og ættu að koma í veg fyrir að fólki verði kalt á tánum. Á síðasta ári voru alls 26 þús- und pör af sokkum seld fyrir mál- staðinn. „Sokkasalan á Mottumars er ein af helstu fjáröflunarleiðum í starf- semi okkar sem stendur undir fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn, sem algengt er að fái krabba í ristil eða blöðruhálskirtli. En svo er Mottumars líka frábært tækifæri til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri undir jákvæðum for- merkjum,“ segir Halla. Tilfellum fjölgar Ástæða þess að krabbameins- tilvikum mun sennilega fjölga veru- lega á Íslandi á næstu árum er meðal annars sú að meðalaldur þjóðarinnar er að hækka og okkur fjölgar. Ein- faldasta útskýringin á krabbameini er sú að starfsemi fruma í líkam- anum breytist. Líkurnar á því aukast eftir því sem fólk verður eldra, þó að slíkt sé ekki algilt. „Annað sem segir okkur að krabbameinum gæti fjölgað í náinni framtíð er að samsetning þjóðar- innar hefur breyst og hér á landi er aukinn fjöldi fólks sem kemur frá löndum þar sem sami árangur hefur til dæmis ekki náð í tóbaksvörnum og hér á landi. Við þurfum því að vanda okkur enn betur og hamra enn betur á því hvernig fólk getur eflt eigin heilsu,“ segir Halla og enn fremur: „Á vissum sviðum hefur breyttur lífsstíll almennings og heilsusamlegt líferni breytt miklu í baráttunni við krabbamein. Mun færri reykja nú en áður og því er nýgengi lungna- krabba á niðurleið. Þá er matur í dag minna saltaður og reyktur en áður tíðkaðist og því er krabbamein í maga fátítt. Hreyfing og hollusta er þó aldrei trygging fyrir því að fólk sleppi við krabbamein.“ Karlahlaupi frestað vegna verkfallsins Fyrir heilsuna er heillaráð að fara út að ganga eða hlaupa eins og Krabbameinsfélagið minnir á og hvetur alla til. Margir hafa þegar skráð sig til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins sem marka átti upphaf Mottumars en verkfall Eflingarfólk sem starfar hjá Reykja- víkurborg skapar, að sögn Höllu, of mikla óvissu um hvort gerlegt sé halda Karlahlaupið á sunnudaginn þar sem Eflingarfólk sér um um lok- anir gatna og mokstur á stígum og fleira sem þarf. Því verður að fresta hlaupinu. „Þetta er auðvitað afar bagalegt, sérstaklega fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir varðandi það að taka þátt í hlaupinu. Hins vegar verður haft samband við alla þá sem hafa skráð sig og ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega. Stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins og það verður bara skemmtilegt. Kosturinn er auðvitað að karlar munu hafa enn betri tíma til að undirbúa sig fyrir hlaupið, svo við horfnum nú á jákvæðu hliðarnar á þessu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir. Krabbinn í sokkum  Mottumars er hafinn  Hreyfing mikilvæg  Krabba- meinstilvikum fjölgar  Forvarnirnar eru í fyrirrúmi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sokkar Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Ís- lands, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með sokkaplöggin tilbúin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.